Vikan


Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 48

Vikan - 29.10.1987, Qupperneq 48
Björn Logi ■ Björnsson læknir 1 HI I . . '■ IflDiif \ HEILSA n' Nty. SJUKU6 OfflTA Hvað er sjúkleg ofiQta? Hér er átt við meiri offltu heldur en gerist og gengur, nánar til tekið þannig offltu að veru- lega dregur úr heilsu og lífs- líkum. Dálítið er á reiki hvað menn telja sjúklega offltu, en viðurkennd skilgreining er tvöföld kjörþyngd. Kjörþyngd (venjuleg líkamsbygging) Hæð: Konur: Karlar: 152 sm 46-52 kg 155 sm 48-53 kg 157 sm 49-55 kg 160 sm 50-57 kg 163 sm 52-59 kg 165 sm 54-61 kg 55-61 kg 168 sm 56-63 kg 57-63 kg 170 sm 58-65 kg 59-65 kg 173 sm 60-66 kg 61-67 kg 175 sm 61-68 kg 63-69 kg 178 sm 63-70 kg 65-71 kg 180 sm 66-74 kg 183 sm 68-76 kg 188 sm 72-80 kg Hefur sjúkleg ojfita áhrif á lífslíkur? Athuganir í Bandaríkjunum hafa sýnt, að meðai sjúklega feitra á aldrinum 25—34 ára er tólfifalt meiri dánartiðni en bú- ast mætti við. Fyrir 35—44 ára er dánartíðnin sexföld. ( V-Þýska- landi hefúr það sýnt sig að fólk sem er of feitt á að jafinaði fjög- urra ára skemmri ævi en aðrir. Krabbameinssjúklingar þar lifa að jafnaði tveim árum skemur en aðrir. Hvemig heilsubrestur er al- gengari hjá sjúklega feitum en öðrum? Kransæðaþrengsli koma oftar fýrir og verða þeim oftar 48 VIKAN að fjörtjóni, eigi þau sér á annað borð stað. Of hár blóðþrýstingur. Við hver 10 aukakíló má búast við 2-3 mmHg hærri blóðþrýstingi. Sykursýki er algengari hjá sjúklega feitum. Tíðnin eykst með vaxandi þyngd sjúkling- anna og rénar við þyngdartap. Aðgerðir þolast verr. Dæmi eru um tíföldun á dánarlíkum í kjölfar aðgerðar. Meðganga og fiæðing eru áhættusamari bæði fýrir móður og barn. Fósturlát og nýbura- dauði eru tíðari, keisaraskurðir algengari. Slitgigt í helstu burðarliðun- um veldur meiri örkumlum hjá of feitum heldur en öðrum. Ein- kennin minnka að sama skapi við megrun. Gallsteinar eru algengari. Öndunarbilun getur komið fýrir í mynd Pickwick- sjúkdóms, en hún er þá talin or- sakast af gríðarlegri þyngd of feits brjóstkassa og kviðar. Til- hneiging er þá til svefhhöfgi, t.d. undir stýri. Félagsleg einangrun og þunglyndi eru fýlgihlutir sjúk- legrar oflfitu. Af hverju verður fólk sjúklega feitt? Það vitum við ekki. Þó er vit- að að hitaeiningaeyðsla fólks er misjöfn, þannig að tveir ein- staklingar sem borða jafn mikið geta verið misfeitir. Á hinn bóg- inn er einnig vitað að enginn oflfitusjúklingur fannst í Belsen- fangabúðunum í stríðslok! Er persónuleiki þessa fólks öðruvísi en annarra? Almennt talað er svo ekki. Aðeins getur borðið á þung- lyndi, sem hefur reynst ganga til baka yfirleitt ef megrun tekst. Þunglyndið er því talin afleiðing sjúklegrar oflfitu fremur en orsök. Eru efnaskipta- eða hor- mónatruflanir orsök sjúklegrar offitu? Einungis örfáir einstaklingar sem þetta á við um hafa fundist í veröldinni. Er hefðbundin megrun ár- angursrík? Fjöimargar rannsóknir á hefð- bundinni megrun með stuðn- ingi lækna, næringarráðgjafa og annarra hafa sýnt að aðeins 5- 10% standast megrunina til lengdar. Algengt er að þriðjung- ur til helmingur sjúklinganna nái árangri í fyrstu, en skamm- vinnur er hann ofitast. Nýrri rannsóknir benda til að með strangri líkamsþjálfun sé hægt að tvöfalda líkur á langtíma- árangri. Eru til lyf sem rnegra? Þau lyf sem reynd hafa verið gegn offitu hafa því miður ffam að þessu ýmist reynst árangurs- lítil eða of hættuleg til að hægt sé að mæla með þeim. Dugir að víra saman tennur um tíma? Flestir megrast við það að tennur effi og neðri góms eru víraðar fastar saman. Fæðu þarf þá að sjúga gegn um rör. Tenn- ur og tannhold þola þetta ástand í nokkra mánuði, en að þeim tíma liðnum taka margir upp sitt fyrra mataræði. Undra- vert er hvað hægt er að draga seðjandi, hitaeiningaríka og fit- andi fæðu í gegn um rör! Koma skurðaðgerðir til greina? Allt ffá árinu 1963 hafa verið að birtast niðurstöður um árangur skurðaðgerða gegn sjúklegri offitu. Fyrstu aðgerð- irnar byggðust á garnastytting- um. Voru þær áhrifaríkar og geta margir ánægðir íslendingar borið vitni um það. Tíðni fylgi- kvilla, einkum vegna skertrar D- vítamínupptöku, þótti víðast hvar meiri en svo, að stætt væri á því að halda áfram. Um tíma voru skurðaðgerðir gerðar til þess að skammhleypa fæðu fram hjá maga, en þrátt fyrir góðan árangur þótti tíðni fýlgikvilla of há. Síðari ár hafa magamáls- minnkanir tekið við af hinum aðgerðunum. Þær eru fólgnar í því að mynduð er pyngja u.þ.b. 50 ml að rúmtaki eflst í magan- um og rennur fæðan úr henni um á að giska 12 mm vítt op niður í sjálfan magasekkinn. Þetta takmarkar nánast magamál við 50 ml, þannig að torvelt er að kyngja meiru í senn. Sé matarlystin óseðjandi og ein- staklingurinn ístöðulítill er þó mögulegt að sínarta hitaeininga- ríka fteðu með þeim afleiðing- um að megrun mistekst. Þessi megrunaraðferð, eins og aðrar, krefst þess m.ö.o. að sjúklingur- inn sé vel upplýstur og að hann njóti stuðnings og uppörvunar. Gerðar hafa verið yfir 60 slíkar aðgerðir á íslandi. Árangurinn hefur verið misjafn en batnað eftir því sem nýrri og tryggari aðferðir hafa komið til sögunn- ar. Fullyrða má að engir varan- legir og alvarlegir fýlgikvillar hafa enn komið í ljós. Um 55% sjúklinganna hafa nú náð því að leggja af a.m.k. helming um- firamþyngdar miðað við kjör- þyngd. Um 66% segjast ánægðir með árangurinn og um 71% segjast njóta einhvers félagslegs ávinnings af megruninni. Margt bendir þó til að árangur gæti orðið meiri ef sjúklingarnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.