Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 49

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 49
kæmu oftar og reglulegar í eftir- lit og þeir nytu lengur næringar- legrar ráðgjafar. Lokaorð: Ég hef haft ánægjuleg kynni af mörgum sjúklingum með offltu. Það er mín reynsla, að þetta fólk hefiir flest innsæi í sín vanda- mál, er andlega heilbrigt og vek- ur hjá manni samúð, ekki andúð. í ljósi þess hve alvarleg fötlun og heilsubrestur getur fylgt offitunni hljótum við öll að hafa löngun til að hjálpa. Við skulum hafa í huga að hefð- bundin megrun við sjúklegri offltu er gríðarlegt og sársauka- fullt átak, sem of sjaldan gefur árangur. Enn sem komið er er magamálsminnkun eina sæmi- lega árangursríka fækningin við sjúklegri offitu, sem jafiiffamt er tiltölulega fylgikvillasnauð. Læknavísindin munu halda áfram að leita fullkomnunar í þessu sem öðru. Vmncm lengir líf Lífslíkur atvinnuleysingja eru mun minni en fólks sem hefur vinnu. Sérstak- lega eru það ungir atvinnu- leysingjar, sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram, segir í grein í breska læknatímaritinu British Medical Joumal. í greininni, sem er eftir danskan lækni, Lars Iversen, segir að rannsóknir gerðar á dönskum atvinnuleysingjum á árunum 1970 til 1980 hafi leitt í ljós verulegt samhengi á milli dánartíðni og atvinnu- leysi í Danmörku. Atvinnuleysi er veldur alvar- legri streytu, sem ógnar bæði sjálfsmynd einstaklingsins og félagslegri stöðu, að ekki sé minnst á efnahaginn. Ástæðan fyrir hærri dánartíðni atvinnu- leysingja virðist því vera að atvinnuleysið hefur í för með sér þunglyndi og skort á sjálfs- trausti, sem getur á endanum leitt til þess, að lífslöngun hverfur. Slæmt sálarástand atvinnu- leysingjans getur einnig gert hann viðkvæmari fyrir líkam- legum sýkingum. 29. OKTÓBER - 4. NÓVEMBER Hrúturinn (21. mars - 20. apríl) Skemmtun, daður, veislur, athygli; allt þetta kemur í þinn hlut í vikunni og ekki ólíklegt að þú stofnir til nýs ástarsam- bands. Gættu þess samt að eyða ekki um efni fram. Vinnan er krefj- andi, en góðar hugmyndir gætu hjálpað til við að gera hana léttari. Nautið (21. apríl - 21. maf) Þú getur farið að slaka á, mestu erfiðleikarnir eru að baki. Njóttu þess að vera með fjöl- skyldunni og öðrum ástvinum og hlustaðu vel á það sem þau hafa að segja. Þú verður að reyna að læra að vera ekki svona viðkvæm- ur gagnvart gagnrýni annarra á verk þín. Tvíburarnir (22. maí - 22 júní) Þú verður I essinu þínu þessa viku og ert mikið á ferðinni, samt gefurðu fjölskyld- unni meiri tíma en vanalega, öllum til ánægju. Krabbinn (23 júní - 23 júlí) Nægir peningar virðast langt undan og þessa vik- una leggurðu aðaláhersluna á að eignast meira af þeim. Þú gerir þér grein fyrir því að þér er nauðsyn- legt að opna þig meira gagnvart öðrum, tala um hlutina, til að sam- skiptin gangi betur. Ljónið (24. júlí - 23. ágúst) Miskilningur á sér stað, vinarhót eru tekin fyrir eitthvað meira og erfitt verðurfyrir þig að snúa þér út úr þessu. Þú færð upplýsingar í vikunni sem eiga eftir að koma sér vel fyrir þig. Meyjan (24. ágúst - 23. sept.) Taktu því rólega og íhug- aðu vel hvað þú ætlar að taka þér fyrir hendur á næstunni. Gættu þess að eyða ekki of mikl- um peningum í dauða hluti, þeir koma aldrei í staðinn fyrir ham- ingju. Vogin (24. sept. - 24. okt.) Hikaðu ekki við að leita ráða og trausts hjá vinum þínum, þetta er ekki rétti tíminn til að standa einn í öllu. Tækifæri til að ferðast er líklegt til að bjóðast, neitaðu því ekki. Sporðdrekinn (25. okt. - 23. nóv.) Þér finnst gaman að vekja athygli og allar líkur benda til þess að þér takist það svo um munar í þessari viku. Gættu þess að láta ekki skapið hlauða með þig í gönur, sérstaklega heima fyrir. Bogamaðurinn (24. nóv. - 22. des.) Eitthvað gerist sem gerir það að verkum að kunn- ingsskapur breytist í vinskap milli þín og einhvers kunningja þíns. Farðu mjög varlega í peningamál- um og mundu að ekki er allt gull sem glóir. Steingeitin (23. des. - 20 janúar) Haltu áfram að berjast, erf- iðleikarnir verða brátt að baki. Persónutöfrar þínir koma til með að hjálpa þér í erfiðleikunum og reynslan mun koma þér til góða. Vatnsberinn (21. janúar - 18 febrúar) Þér fellur ekki að þurfa að treysta á aðra, en neitaðu ekki ef þér býðst hjálparhönd. Ástin blómstrar og þeir sem ekki eiga sér fastan förunaut mega eiga von á að hitta Kfsförunautinn um helgina. Fiskarnir (19. febrúar - 20. mars) Vertu sérstaklega góður við sjálfan þig þessa vik- una. Njóttu þess að borða góðan mat, hvlla þig og ekki skaðar að hreifa sig dálítið úti við. Láttu ekki daður eyðileggja það góða sam- band sem þú átt við maka þinn. VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.