Vikan - 29.10.1987, Side 58
Leikararnir jafn ólíkir í
raun og persónurnar
í þáttunum
Pinchot við rúm, sem smíðað var í Skandinavíu á síðustu öld. Fyrir
það gaf hann sem svarar til 3,6 milljónum íslenskra króna.
„ I þáttunum leiðir haltur blindan, þannig aldrei verður neitt vit úr, “ segir
leikarinn Mark Linn-Baker.
Þeir eru einn fáránlegasti dú-
ettinn á skjánum. Bandarískur
spéhræddur uppi og fjarskyld-
ur frændi hans, geitahirðirinn
Balki frá eyjunni Mypos. Þeir
eiga ekkert sameiginlegt og
sambúðin er stormasamarl en
verstu hjónabönd. Það ótrú-
lega er að i rauninni eru þeiral-
veg jafn ólíkir og þeir eru f hlut-
verkum sínum f þáttunum „Af
bæ f borg“.
Mark Linn-Baker er f rauninni
ekki svo ólíkur Larry Appleton
sem hann leikur í þáttunum. Svo-
lítið smáborgaralegur, kann að
meta gæði lífsins og er búinn að
koma sér vel fyrir í fbúðinni sinni
á Manhattan þar sem hann býr
með vinkonu sinni, Jennifer
Mullen. Þrátt fyrir að hann hafi
slegið f gegn f sjónvarpi á sviðið
ennþá hug hans allan, en hann
hefur leikið í fjölda leikrita, allt frá
Shakespeare til gamansöng-
leikja. Hann segir að það fyndna
við þættina sé að f þeim leiði
haltur f raun blindan, þannig að
aldrei verði neitt vit úr.
Bronson Pinchot, sem leikur
Balki, er aftur á móti að minnsta
kosti jafn ruglaður og Balki, ef
ekki verri. Allir sem hafa umgeng-
ist hann og unnið með honum
segja að hann sé einstakur.
Framleiðendur þáttanna tóku eftir
honum í myndinni Beverly Hills
Cop þar sem hann lék kynhverfan
listaverkasala með slíkum glans
að allir sem sáu myndina muna
eftir honum í þessu litla hlutverki.
Þegar framleiðendurnir heyrðu
fáránlegan hreiminn sem Pinchot
notaði vissu þeir að hann væri
rétti maðurinn í hlutverk Balki.
Heima fyrir er hann jafn furðu-
legur og Balki og viðurkennir fús-
lega að íbúðin hans sé stórskrýt-
in. Hann safnar skandinavískum
19. aldar húsgögnum, en kærir
sig kollóttan um nýtísku hluti eins
og fsskáp og sjónvarp (hann á
hvorugt). Á tökustað er hann allt-
af jafn flippaður og samstarfsfólk
hans heldur oft að hann sé kom-
inn með rugluna. Oft hefur þurft
að taka atriði mörgum sinnum
vegna þess að Pinchot hefur
fengið hláturskast sem smitar út
frá sér svo að allir verða óstarf-
hæfir. Þegar hann sagði í fyrsta
sinn „don't be ridiculous" ærðust
allir úr hlátri og það varð að föst-
um pósti í þáttunum.
Þegar þessir tveir ólíku leikarar
komu fyrst saman til að leika (
þáttunum kom strax í Ijós að
blandan var rétt. Einn fyndnasti
dúettinn í sjónvarpi um áraraðir
var orðinn til.
-AE
58 VIKAN