Vikan


Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 29.10.1987, Blaðsíða 58
Leikararnir jafn ólíkir í raun og persónurnar í þáttunum Pinchot við rúm, sem smíðað var í Skandinavíu á síðustu öld. Fyrir það gaf hann sem svarar til 3,6 milljónum íslenskra króna. „ I þáttunum leiðir haltur blindan, þannig aldrei verður neitt vit úr, “ segir leikarinn Mark Linn-Baker. Þeir eru einn fáránlegasti dú- ettinn á skjánum. Bandarískur spéhræddur uppi og fjarskyld- ur frændi hans, geitahirðirinn Balki frá eyjunni Mypos. Þeir eiga ekkert sameiginlegt og sambúðin er stormasamarl en verstu hjónabönd. Það ótrú- lega er að i rauninni eru þeiral- veg jafn ólíkir og þeir eru f hlut- verkum sínum f þáttunum „Af bæ f borg“. Mark Linn-Baker er f rauninni ekki svo ólíkur Larry Appleton sem hann leikur í þáttunum. Svo- lítið smáborgaralegur, kann að meta gæði lífsins og er búinn að koma sér vel fyrir í fbúðinni sinni á Manhattan þar sem hann býr með vinkonu sinni, Jennifer Mullen. Þrátt fyrir að hann hafi slegið f gegn f sjónvarpi á sviðið ennþá hug hans allan, en hann hefur leikið í fjölda leikrita, allt frá Shakespeare til gamansöng- leikja. Hann segir að það fyndna við þættina sé að f þeim leiði haltur f raun blindan, þannig að aldrei verði neitt vit úr. Bronson Pinchot, sem leikur Balki, er aftur á móti að minnsta kosti jafn ruglaður og Balki, ef ekki verri. Allir sem hafa umgeng- ist hann og unnið með honum segja að hann sé einstakur. Framleiðendur þáttanna tóku eftir honum í myndinni Beverly Hills Cop þar sem hann lék kynhverfan listaverkasala með slíkum glans að allir sem sáu myndina muna eftir honum í þessu litla hlutverki. Þegar framleiðendurnir heyrðu fáránlegan hreiminn sem Pinchot notaði vissu þeir að hann væri rétti maðurinn í hlutverk Balki. Heima fyrir er hann jafn furðu- legur og Balki og viðurkennir fús- lega að íbúðin hans sé stórskrýt- in. Hann safnar skandinavískum 19. aldar húsgögnum, en kærir sig kollóttan um nýtísku hluti eins og fsskáp og sjónvarp (hann á hvorugt). Á tökustað er hann allt- af jafn flippaður og samstarfsfólk hans heldur oft að hann sé kom- inn með rugluna. Oft hefur þurft að taka atriði mörgum sinnum vegna þess að Pinchot hefur fengið hláturskast sem smitar út frá sér svo að allir verða óstarf- hæfir. Þegar hann sagði í fyrsta sinn „don't be ridiculous" ærðust allir úr hlátri og það varð að föst- um pósti í þáttunum. Þegar þessir tveir ólíku leikarar komu fyrst saman til að leika ( þáttunum kom strax í Ijós að blandan var rétt. Einn fyndnasti dúettinn í sjónvarpi um áraraðir var orðinn til. -AE 58 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.