Vikan - 29.10.1987, Síða 60
Friðrik
Indriðason
Arnold
★ ★★
Vöövabúntiö með háu greindarvísitöluna,
Arnold Schwarzenegger, hefur nú til dags
ekkert nógu illvígt til að berjast viö á jarðrlki
þannig að hann leitar út fyrir sólkerfið til að
finna verðugan andstæðing í þessari nýjustu
mynd sinni, Predator, sem sýnd er I Bíó-
höllinni.
Arnold og félagar eru sendir til Mið-Ameríku
að hjálpa nokkrum bandamönnum sem eru í
vanda staddir og lenda þá í baráttu við
skrímslið, vélvætt óargadýr sem getur breytt
sér í allra kvikinda líki.
Fyrir aðdáendur Arnolds er þetta ómissandi
mynd og aðrir gætu einnig haft gaman af
enda er þessi mynd mun betur gerð en marg-
ar aðrar myndir kappanna.
Fáguð
★★★★
Tin Men I Bíóborginni er fáguð gamanmynd
af bestu gerð þar sem Richard Dreyfuss er
aftur kominn í sitt besta form eftir nokkur ár í
dópneyslu og rugli. Samleikur hans og Danny
DeVito er með afbrigðum góður undir leik-
stjórn Barry Levinson (Diner) sem á undan-
förnum árum hefur haslað sér völl sem einn af
toppleikstjórum Bandaríkjanna.,
Svipað og flestar aðrar myndir Levinson
gerist þessi í upphafi sjöunda áratugarins og
fjallar um baráttu tveggja sölumanna á ál-
klæðningum eftir að þeir lenda í árekstri. Hvor
vill ná sér niðri á hinum vegna árekstursins og
er öllum brögðum beitt.
Levinson skrifar sjálfur handritið sem er eitt
hið besta sem undirritaður hefur kynnst í
gamanmynd.
Skassið
í megrun
★ ★
Nokkra ágæta punkta er að finna í þessari
nýjustu mynd þeirra Jim Abrahams og Zuker-
bræðra sem slógu í gegn með Airplane-
myndunum. Danny DeVito leikur hér rudda-
legan kaupsýslumann sem verður fyrir því
láni að skassinu konu hans (Bette Midler) er
rænt af tveimur áhugamönnum í faginu. Hann
hefur engan áhuga á að fá hana aftur og vill
helst að mannræningjarnir komi henni undir
græna torfu.
Ágætis vinskapur tekst svo milli skassins
og mannræningjanna er í Ijós kemur að
skassið hefur grennst mikið í vistinni hjá þeim,
sem var henni áður ómögulegt, og þau
ákveða að leika á eiginmanninn.
Traust skemmtun.
KVIKMYNDIR
Vélmenni
★ ★
Hollenski leikstjórinn Paul Verhoeven hefur
nú slegið í gegn á Bandaríkjamarkaði og
myndin Robocop er nýjasta verk hans, sýnd
í Háskólabíói.
Svipað og fyrri myndir hans er magnað of-
beldi það sem einkum setur svip á verkið.
Myndin er nánast ein skothríð frá byrjun til
enda og góð afþreying fyrir þá sem hafa gam-
an af slíkum hasar.
Söguþráðurinn er nokkuð staðlaður. Mynd-
in gerist í Detroit í náinni framtíð er lögreglan
er byrjuð að nota vélmenni til að fást við
glæpamenn, vélmenni sem fátt eitt fær
grandað.
Myndir sem við mælum með
The Witches of Eastwick ★★★★
Lethal Weapon ★★
Eureka ★★★
Gardens of Stone ★★★
Betty Blue ★★★★
Peter
Weller sem
vélmennið
MYNDBÖND
Hryllingsbúðin
★ ★★
Hin upphaflega gerð af Litlu hryllingsbúðinni,
sem söngleikurinn var síðan byggður á, verð-
ur tvímælalaust að teljast myndband vikunnar
einkum vegna hins geðveikislega húmors
sem finna má í henni.
Það var B-myndakóngurinn Roger Corman
sem gerði þessa mynd árið 1960, en nú orðið
er hún einkum þekkt sem fyrsta myndin sem
Jack Nicholson lék í.
Það er ódýr sölumennska að hafa Nichol-
son á framhlið myndbandsins því hann kemur
aðeins fram í nokkrar mínútur í myndinni, en
er óborganlegur að vanda.
Þótt myndin sé aðeins 70 mínútur að lengd
er vel þess virði að skoða hana enda margar
persónur, hver annarri geggjaðri, í henni sem
ekki eru í söngleiknum.
James Dean
★ ★★★
Á mörgum myndbandaleigum má fá myndir
sem bera titilinn The James Dean Collection
eða James Dean safnið og hafa að geyma all-
ar hans myndir. Af öðrum ólöstuðum má
benda á myndina East of Eden, en fyrir hlut-
verk sitt í þeirri mynd var Dean útnefndur til
óskarsverðlauna.
Elia Kazan leikstýrir myndinni sem byggð er
á einni af þekktustu sögum John Steinbeck.
Dean fer hér á kostum sem útskúfaði sonur-
inn í fjölskyldunni eða svarti sauðurinn á bú-
garði föður síns skömmu eftir síðustu alda-
mót.
Elia Kazan er einn fremsti leikstjóri Banda-
ríkjanna fyrr og síðar og þessi mynd telst til
klassískra verka hans.
60 VIKAN