Vikan - 01.09.1988, Blaðsíða 16
þeim báðum. Suzanne er brosmild,
og hlær oft. Ég segi henni að mig
langi til þess að vita hvort upphafið af
hæfileikum hennar sé svipað og ger-
ist og gengur á íslandi, og hún verður
við því að ræða um æsku sína.
— Ég er fædd í Long Island, New York, en
foreldrar mínir fluttu snemma til Connect-
icut. Ég á einn bróður. Foreldrar mínir
unnu bæði og ég var mikið ein með sjálffi
mér. Ég hafði alltaf hund eða annað dýr
með mér og lék mér ein úti í náttúrunni.
Ég var alltaf tengd náttúrunni sterkum
böndum. Það var svo heilbrigð og falleg
orka að ég var aldrei einmana.
Varstu skyggn sem bam?
— Nei. Ég var næm og hafði gott innsæi,
vissi stundum hluti og fann, en þar sem
foreldrar mínir voru ekki nánir mér hafði
ég þetta bara fyrir mig. Svo ekki gerði ég
þeim bylt við með óvæntri vitneskju eða
öðru þvíumlíku.
Hvemig byrjaði þetta svo?
— Þegar ég var tuttugu og fjögurra ára
gömul var ég í Kaliforníu. Þar veiktist ég,
fékk einhverjar sýkingar. Læknar reyndu
allskonar lvf til þess að lækna mig, en ekk-
ert gekk. Ég var með mikinn sótthita. Ég
fór heim til Connecticut, og læknarnir
vildu leggja mig inn á spítala. Ég ákvað
heldur að deyja heima hjá mér. Svo ég var
heima. Ég var að berjast við þetta í hugan-
um, hversvegna þetta þyrfti að koma fyrir
mig. Þetta kvöld vissi ég það að ef ég sofn-
aði myndi ég flytjast yfirum. Um nóttina
kom skyndilega mikil hvít birta sem fyllti
herbergið og baðaði mig frá hvirfli til yfja.
í þeirri andrá sá ég líf mitt í öðru ljósi,
skyldi margt um líf mitt, sem ég hafði ekki
skilið áður. Þessi orka var dásamleg, fúll af
kærfeika. Morguninn eftir var ég heil. Ég
hafði líka breyst.
Hvemig?
— Það hafði bæst við aukin vídd. Þetta var
eins og að vakna eða endurfæðast.
Þurftirðu ekki að fá þjálfun til þess að
nota nýju bœfileikana?
—Jú. Ég þurfti að læra margar lexíur. Ég fór
að leita mér að leiðsögn, fór á marga staði
og athugaði margar hreyfingar. Það sem ég
lærði aðallega var að treysta á sjálfa mig í
stað þess að lifa eftir sannleika einhvers
annars. Ég ílentist ekki innan neinnar
hreyfingar, heldur lærði ég af þessu öllu.
En aðal lærdómurinn kom frá andlegum
(ólíkömnuðum) leiðbeinendum og meist-
urum. Þeir stöðvuðu mig ekki í ytri leit
minni heldur leyfðu mér að ganga í gegn-
um þessa reynslu vegna þess að ég þurfti á
því að halda að gera mér grein fýrir því að
þessar ákvarðanir og reynslan af þeim
komu utan frá en ekki innan ffá mér. Eftir
hverja reynslu komu þeir inn og ræddu
hvað ég hafði lært.
Höfðu leiðbeinendumir samband við
þig gegnum hugleiðslu?
— Nei, þeir birtust mér. Og stundum þegar
ég var að hugfeiða fór ég allt í einu á kaf og
sá það sem þeir voru að kenna mér eins og
bíómynd, eins og maður sæi draum en
væri meðvitaður. Þá var stundum erfitt að
skilja táknin sem þeir notuðu, og það tók
mig tíma að átta mig á þeim.
Þú ert enn í kennslu hjá þeim.
-Já, ég hugsa að þetta sé ævistarf. Það eru
átján ár síðan þetta byrjaði.
Til hvers voru þeir að þjálfa þig?
— Til þess að treysta á sjáffa mig aðallega,
og til þess að hjálpa öðrum. Ein mistök
sem ég gerði voru að reyna að gera of
16 VIKAN
mikið, að hjálpa of mörgum. Þá missti ég
jarðsambandið. Svo þeir stungu upp á því
að ég dansaði til þess að færa orkuna niður
í líkamann. Svo ég byrjaði að dansa og hitti
Carl. Við fórum að kenna dans saman, svo
það gaf okkur fleira sem við gátum deilt
hvort með öðru, sem tilheyrði mér. Eftir
að ég var komin í jafnvægi byrjaði ég að
opna mig aftur. Ég var sem sagt lokuð
vegna viðgerða um tíma, sagði Suzanne og
hló.
Veistu hvernig þeir orðuðu þetta? Spyr
Suzanne. Þetta var bara fyndið hjá þeim.
Þeir komu inn og sögðu: „Þú ert með of
mikinn útsendingartíma". Eins og Suzanne
ynni á útvarpsstöð.
Málið er að ef maður hefúr ekki gott
jarðsamband og er að stunda þetta starf,
þá fer maður að taka inn orku ffá öðrum,
vandamál t.d. og veikindi, og það var mér
ekki hollt. Ég fann að ég var ekki að lifa
Fólkið þarf að hafa
tekið meðvitaða
ákvörðun. Pað má
aldrei óvirða frjálsan
viljann. Leiðbeinend-
umir ger það ekki
heldur. Einstaklingur-
inn verður að opna
sjálfur fyrir þeim.
mínu lífi einu, ég vann of mikið og var of
opin fyrir annarra manna lífum. Mér tekst
betur að vernda mig núna, ég get haldið
mér í jafhvægi. Ég geri vissar hugaræfingar
til þess að jarðtengja ljósið, en mestmegn-
is er það dansinn sem jarðtengir mig. Ef ég
dansa ekki í langan tíma missi ég jafnvæg-
ið. Til dæmis ef ég gerði alltaf jafn marga
lestra eins og ég geri hér á íslandi þá væri
ég fljót að missa jarðsambandið. Ég verð
að hreyfa mig, nota efnislíkamann, til þess
að fara vel inn í hann, og til þess að hafa
betri meðvitaða stjórn.
Ætli sumir geri ekki jóga líka. En ég nota
æfingar þar sem ég læt ljósið streyma í
gegn um líkamann og niður í jarðarmönd-
ulinn. Ég hef líka notað orku trjáa til lækn-
inga og jarðbindingar. Sumar fornar þjóðir
notuðu trén til lækninga. Notar fólk Bach
blómadropa hérna?
Já, þeir fást hér.
— Ég nota þá mikið. Þeir virka mjög vel á
fólk sem er andlega næmt. Mér finnst þeir
hjálpa mér mikið. Þeir virka síður á fólk
sem er ekki vel tengt við andlega líkama
sína, af því það er ekki eins móttækilegt.
Þegarþú fórst að vinna með fólki, hvers-
konarþjónustu veittirðu?
— Lækningu og ráðgjöf. Leiðbeinendur
mínir og leiðbeinendur fólksins vinna
saman. Það er ekki hægt að segja fólki allt.
Sumt er það ekki tilbúið að vinna með.
Það fer alveg eftir því hvaða ákvarðanir
fólkið hefúr tekið og hvort það vill vinna
með orkunni, hvort það hefur valið að
vinna með vissri orku. Fólkið þarf að hafa
tekið meðvitaða ákvörðun. Það má aldrei
óvirða frjálsan viljann. Leiðbeinendurnir
gera það ekki heldur. Einstaklingurinn
verður að opna sjálfúr fýrir þeim.
Mig langar að vita hverskonar leiðbein-
endur séu til.
— Það eru innri leiðbeinendur og ytri leið-
beinendur. Innri leiðbeinendurnir eru
tengdir sálu þinni, innri verund þinni og
eru á margan hátt erkitípur fýrir orku sem
þú berð með þér í sálu þinni, og þeir eru
þínir persónulegu leiðbeinendur. Svo eru
til ytri leiðbeinendur sem þú kallar til eða
biður til eða um, sem koma inn til þess að
vinna með ákveðin atriði sem þú hefúr
beðið um. Sumir leiðbeinendur eru hjá
þér þangað til þú hefúr náð vissu stigi eða
lært vissa lexíu, og síðan gæti annar komið
inn. Svo eru einnig verndarar sem eru
hjá þér alla ævi. Það er háð meðvitundar-
stigi þínu og hvað þú ert að vinna þig í
gegnum.
Hefurðu heyrt um fylgjur, hefurðu uþþ-
lifað slíkt?
— Nei, en ég efast alls ekki um að dýrin
manns fýlgi manni. Dýrin eru miklir kenn-
arar. Þeir kenna okkur um náttúruna og
eru læknendur fýrir okkur á margan hátt.
Hundar kenna okkur skilyrðislausa ást, og
dýr eru líka leiðbeinendur. Við ættum að
lifa í betra samræmi við dýraríkið. Við
reynum að drottna yfir dýrunum og neyða
á jsau mikið af gildismati okkar í stað þess
að læra af þeim og lifa í sátt við þau. Það er
svo margt að gerast í Bandaríkjunum í
tengslum við dýrin, sem mér finnst hræði-
legt, og við erum að missa heilu dýrateg-
undirnar. Það er verið að eyða regn-
skógunum þar sem margar dýrategundir
búa líka. Við þetta allt tapast jafnvægi á
andlegum sviðum jarðarinnar. Dýr eru líka
táknræn íýrir vissa þætti inni í okkur.
Já, þau kotna þannig fyrir í draumutn
okkar.
— Maðurinn er fáfróður um mikilvægi nátt-
úrunnar og ofbýður henni, og maðurinn
hefur einnig gert lítið úr kvenhliðinni í
sér. Þetta veldur ójafnvægi á andlega svið-
inu. Samfélögin hafa verið feðraveldi of
lengi. Nú er tími kvenorkunnar, hún er að
koma aftur til þess að skapa aftur jafnvægi.
Hún samlagar og opnar upp innsæið hjá
okkur. Við verðum að vera í betra sam-
bandi við tilfinningar okkar og innsæi og
treysta á það.
Hefurþérfundist hjá fólkinu sem þú að-
stoðar að kvenhliðin í konum hafi líka
eitthvað misst gildi sitt, eitts og hefur gerst
hjá körlutn?
—Já, líka. En þetta afl er að vakna á ný. Fólk
er að gera sér grein fýrir ýmsu, að líf þess
er ekki fúllnægjandi, ekki heilt, þar sem
það lifir mestmegnis út frá vinstra heila-
hveli, karllegu hliðinni, hugsunarhliðinni.
Fólkið er ekki hamingjusamt, það vill fá
meira út úr lífinu. Það hefúr gegnum tíð-
ina bælt mikið af tilfinningum og orðið
fýrir mikilli innrætingu. Það hefúr verið
þjálfað í að leita út fýrir sjálft sig og er nú
að átta sig á því að það vill eitthvað annað,
en það er ekki öruggt á því hvað það vill
og hvað vantar hjá því. Þetta er að gerast
um allan heim.
En hvað með múhameðstrúar menn-
inguna, sem ceðir nú uþþ, þar sem gildi