Vikan - 01.09.1988, Blaðsíða 27
^H^*á er friðurinn úti.
Bogga mín fór að
sjálfsögðu með
meirihlutanum úr
stjórn kvenfélagsins á jafn-
réttisráðstefmma í Oslo.
Þaer voru búnar að undir-
búa sig, það vantaði ekki. Á
hverju einasta kvöldi æfðu
þaer eitthvert dansatriði
eða leikþátt sem átti að
vera táknrænn fTrir fá-
fengilegt líf kvenna í dreif-
hýli á Islandi. Ég veit ekki
hvernig hún Bogga mín
hefur farið að því að túlka
þetta í dansi því hún hefur
ekki einu sinni getað dans-
að við mig vals í þau 40 ár
sem við höfum verið gift.
Jæja, ég geri mér nú ekki
mikiar grillur út af því og
spyr einskis.
En meðan þær voru í
burtu var afar hljótt og
friðsælt hér í sveitinni.
Engar uppákomur og eng-
in skriileg mótmæli voru á
hreppsnefndarfundinum
sem við héldum á meðan
þær voru í burtu. Eftir
fúndinn tókum við meira
að segja í spil í friði og ró
og fengum okkur í glas.
En núna bara svífa
kvinnurnar um sveitir með
meiri gassagangi en
nokkru sinni íýrr. Þær
komust að því úti á ráð-
stefhunni að staða íslend-
inga í dagvistunarmálum er
með miklum endemum
miðað við aðrar Norðm1-
landaþjóðir. Hingað til
hafa börnin hér í sveitinni
verið alin upp á heimilun-
um og ég veit ekki betur en
þau hafi bara komist sæmi-
lega til manns. Svo hafa
þau verið látin hjálpa til
við bústörfin þegar þau
hafa haft aldur til, og hefur
engum þótt þetta tiltöku-
mál. En nú eru breyttir
tímar og þetta er úrelt,
segja þær. Það er alveg
nauðsynlegt að sem flest
börn eigi þess kost að vera
á barnaheimili og læra að
teikna og svoleiðis og
hljóta veglegt uppeldi sam-
Hrótijartur Lúðvíksson skrifar:
Kvennagustur í sveitinni að
lokinni jafnréttisráðstefnu
kvæmt nýjustu aðferðum.
Börn eiga ekki eingöngu að
alast upp af misvitrum for-
eldrum heldur er alveg
bráðnauðsynlegt að börn
séu alin að einhverju leyti
upp af lærðum fóstrum
með próf og réttindi upp á
barnauppeldi.
Ég sá strax á félögunum í
hreppsnefndinni að þeir
eru skíthræddir við að vera
á móti þessum kvenna-
þrýstingi. Kjörtimabilið er
hálfnað og það nálgast
kosningar á ný.
Ég horfi auðvitað í kostn-
aðinn af því að fara að
fjárfesta í svona barna-
heimilisbyggingu í snar-
heitum. Það er heldur ekki
nóg með að það þurfi að
hyggja, held\ir þarf að hafa
rekstrarfé og þær heimta
líka að það verði keyptur
strætisvagn til að sækja
börnin heim á hvern bæ og
skila þeim heim aftur á
kvöldin. Þetta gengur alveg
fram af mér.
Auðvitað átti að harð-
neita þessu strax, en óg sá í
hendi mér að það var búið
að tala jrfir hausamótimum
á flestum félöguniim svo
þeir urðu tvístígandi og
heimóttarlegir þegar verið
var að ræða þetta. Ég gerði
það því að tillögu minni til
málamiðlunar að við
keyptum gamla fjósið á
Leiti, sem hýsir engar belj-
ur lengur, og breyttum því í
barnaheimili. Þetta fékk til
að byrja með ekki svo af-
leitar undirtektir í hrepps-
nefndinni, en fékk svo
hroðalega umræðu í stjórn
kvenfélagsins að það hefur
enginn þorað enn að segja
mér orðrétt hvað var þar
sagt um mig og tillöguna
mína um fjósið. Þetta var
þó í góðu skyni gert hjá
mér. Eg veit bara það, að
þegar Bogga mín kom heim
af þessum fundi, skellti
hún hurðum og sagði að
það væri minn dagur að
vaska upp.
Það er nú svo komið að
allar skynsamlegar tillög-
ur í hreppsnefnd eru
dæmdar dauðar og ómerk-
ar á stjórnarfundum í
kvenfélaginu. Kvinnurnar
virðast vera miklu harðari
núna eftir þessa ráðstefnu
og taka bara imdir með Jó-
hönnu og hóta að fara í
allsherj arkvennaverkfall
ef við gerum ekki allt eins
og þær vilja.
Ég er hættur að sofa á
næturnar útaf öllu þessu
stússi og fór því og talaði
við héraðslækninn. Hann
sagði að blóðþrýstingurinn
hefði hækkað upp úr öllu
valdi og talaði um að senda
mig suður á heilsuhælið í
Hveragerði ef ég lagaðist
ekki fljótlega.
En það get ég í hrein-
skilni sagt, að mér finnst
það ekkert jafnrétti, að
konurnar í kvenfélaginu
ráði öllu. Mér sýnist kom-
inn tími til að halda alls-
herjar ráðstefnu um mál-
efni karla á imdanhaldi og
vaxandi yfirgang kveima á
öllum sviðum.
Svona kvennaráðstefnur
eru bara til að æsa konurn-
ar upp gegn okkur. Það er
liðinn sá tími, að karlar og
konur gátu lifað saman í
sátt og samlyndi og haft
það notalegt saman öðru
hvoru.
VIKAN 27