Vikan - 01.09.1988, Blaðsíða 53
Hvernig ákvaðstu þetta svo?
— Það var vegna vændiskvennanna. Ég var
á rölti um göturnar og þær voru indælar
við mig af því ég var krakki. Þegar þær töl-
uðu um innkaupin sín, hvað þær ætluðu að
elda um kvöldið, veggfóðrið, og fötin sem
þær ætluðu að kaupa handa manni sínum,
þá var ást í því. Jafnvel þótt það væri öfga-
kennt: ,Já, ég elska kallinn minn, ég ætla
að láta krauma pottrétt handa honum ein-
um“ miðað við klæðnaðinn á þeim og um-
hverfi þeirra. Hn á sama tíma var þetta
raunverulegra en það sem ég hafði heyrt
hjá öðrum konum, þeim sem ég kalla
borgaralegar konur. Þær eru í steinrunn-
um heimi. Frá mínum bæjardyrum séð er
það ekki sönnun fyrir ást á manni sínum
að bíða allan daginn eftir honum heima
eða að vera honum trú. En að láta nota sig
líkamlega til þess að græða peninga, að
elda stórkostlega máltíð handa krökkun-
um sínum, það er sönnun. Þessar stúlkur
voru einlægar.
Ertu samt ekki að fegra þetta svolít-
ið?
— í mínum unglingsaugum voru þær
klassapíur.
Meðtóku þær þig?
— Já, þær voru umburðarlyndar. Áður
hefði mér aldrei dottið í hug að verða
vændiskona. Ég var ekki mikið með
strákum. Ég varð ólétt átján ára, faðir
barnsins er dáinn. Ég hef aldrei verið löt,
en vinnuheimurinn virtist mér svo falskur
með kynþokkann falinn eins og nærfötin.
Þama sýndu þær berlega réttan lit!
—Já, það var einmitt ljóst. Að hluta til var
ég hörkutól. Ég var alin upp á götunni og
svo á betrunarhælL Foreldrar mínir skiptu
sér lítið af mér, ég bjargaði mér sjálf. Ég
hélt að ég þyldi allt. Mér datt þetta starf í
hug af því ég var ósnertanleg. Mér tókst
ekki að mynda stöðug tengsl við neinn. í
stað þess að eiga vin var ég ein, næstum
nunna! Ég sagði við sjálfa mig að þvílík
kynferðisleg höfnun væri ekki eðlileg.
Og þá ákvaðstu sjokk meðferð!
— Hvað, ég er svona. Ég laðaðist að þessu
af því að þetta var utan við lögin en samt
alvöru starfsgrein með reglum, tímaáætl-
un, og tilheyrði líka samfélaginu.
Hvernig var upphaflð?
— Þá var verið að reka vændiskonurnar af
Langbarðastræti. Það var þá sem ég byrj-
aði. Þetta var vændishverfi. Þetta var þjóð-
legt og mikil stemmning þar. Núna líta
stelpurnar út eins og sölustúlkur.
Þú talar um þetta með eftirsjá.
— Mér finnst að þegar maður er eitthvað
þá sé betra að vera það fullkomlega. Að
minnsta kosti ertu hóra og vinnur með
það í fullri alvöru. Það eru frábærir bún-
ingar og þú lifir þig inn í hlutverkið, inn í
starfið. Ég meina ekki að maður lifi sig inn
í ánægjuna að næla í tuttugu karla á dag,
það er ekki ánægja, það er vinna og Iíkam-
leg áreynsla, en þú tilheyrir hópi, menn-
ingarkima, og það gerir alla ánægða.
Sem sagt ég byrjaði í Langbarðastræti.
Það var mikið af stökum stelpum og ég
passaði blokkirnar, sat í stigaganginum ef
eitthvað skyldi koma upp á. síðast þegar
aðeins ein var eftir í húsinu hélt ég mig á
klósettinu eða í baðherberginu og las
teiknimyndasögur. Ég beið eftir að það
gerðist, og ég gerði mér grein fyrir því að
það gerðist hratt.
Ég man eftir setningu sem sannfærði
mig. Stelpan var að segja við viðskiptavin-
inn: „Samfarir, samfarir, það er engin
nteining í því sem þú ert að segja. Ég skal
sýna þér hvernig það er gert. Komdu hing-
að litli vinur minn. Ég skal redda þessu og
þú verður mjög ánægður." Ég varð for-
viða! Hvað er hún að segja við hann, það
verður mál úr þessu! Fimm mínútum
seinna heyrði ég þau tala saman í baðher-
berginu og gaurinn var ánægður. Ég sagði
við sjálfa mig: „Þetta er atvinnumennska,
þetta er starfsgrein!" Þetta sýndi mér að
dráttur er hvorki ástarsamband né full-
komin kynmök. Það er aðeins brot af því,
■ Að hluta til var
ég hörkutól. Ég
var alin upp á
götunni og svo á
betrunarhœli.
■ Ég meina ekki
að maður lifi sig
inn í ánœgjuna
að nœla í tuttugu
karla á dag, það
er ekki ánœgja,
það er vinna og
líkamleg
áreynsla, en þú
tilheyrir hópl
menningarkima,
og það gerir alla
ánœgða.
lokapunkturinn: fullnæging. Upphafið,
spennan, er á götunni. Konan reddar sér
þannig að viðskiptavinurinn fái fljótt full-
nægingu, og verði ekki fyrir of miklum
vonbrigðum. Restin gerist í höfði
mannsins. Það er næstum engin tilfinning.
Þú stjórnar kringumstæðunum án ýtni.
Það er ekki mannvonskulegt.
Hvað gerist þegar þið farið upp
stigann?
— Um leið og viðskiptavinurinn er ákveð-
inn eltir hann okkur. Maður gengur á
undan. Maður gengur rólega, en maður
veit að hann er að horfa á mann, rassinn,
fæturna, það sem hann hefúr áhuga á, og
þá hreyfir maður sig ósjálfrátt öðruvísi af
því að það tileyrir vinnunni.
Svo þegar maður er kominn að stigan-
um fer maður upp á undan til þess að hann
geti horft betur á mann. Því fleiri hæðir
þeim mun betur geturðu huggað þig með
því að segja við sjálfa þig: „Nú, jæja, ég er
að labba upp sjö hæðir, en hluta af starfinu
verður þegar lokið þegar við erum komin
upp,“ af því að náunginn verður orðinn vel
æstur við að horfa á rassinn á manni dilla
sér upp sjö hæðir.
Og þegar þangað er komið?
— Þarna uppi er þetta bara eins og það er,
og það er ekki heimsendir. Sá sem ekki
þekkir það er týpa sem stingur ekki einu
sinni nefinu út fyrir dyr á sunnudögum!
Nú, svo fer þetta auðvitað eftir því hvað það
kostar. Það eru venjulegir drættir. Ef það
er flóknara sný ég því upp í sadó-masók-
isma vegna þess að þá tek ég völdin og þá
er ég róleg. Það er ekki verið að abbast
upp á mig og það er ekki ég sem verð fyrir
allskonar furðulegum athöfnum. Ég vil það
heldur á þann veginn, að það sé hinn sem
fær ánægjuna. Ég er þolin, ég hef harða
skel.
En það er líkamleg áhætta sem þú
tekur, það er hægt að ráðast á þig. Þú
getur ekki hafit stjóm á öllu.
— Nei, það er rétt að vændiskonur hafa ver-
ið drepnar af sadistískum viðskiptavinum,
það er ívið meiri hætta á ferð hjá okkur en
öllum almenningi. En hluti af starfinu er
einmitt að minnka áhættuna með því að
meta það hvað stendur andspænis manni.
Þú sagðir áðan að þú værir þolin.
— Ég var að hugsa að maður þyrfti að þola
loðinn mann og andfúlan, feitan og
þungan. Já, það er satt, þeir eru þungir að
loknum vinnudegi. En þetta gengur svo
hratt fyrir sig. í fýrstu fór ég vitlaust að. Ég
átti erfitt með að heimta peningana og
losna við þá. Þeir voru lengi hjá mér og
ekki eins ánægðir og hjá reyndari stelpu.
Það er öruggt að vændiskona kann að
gera sig gildandi betur en nokkur önnur
gella, hvort sem hún er með appelsínu-
barkarhúð, eða hvað sem er, enginn sér
eða hún fer þannig með það að körlunum
líkar. Það er atvinnubragð og tilfinning fyr-
ir starfinu. Það lærists. Einu sinni sagði vin-
kona mín við mig: „Nei, ekki hafa brjósta-
haldarann svona, hafðu hann frekar svona.
Settu öðruvísi á þig nælonsokkana." Öll
atriðin sem virðast klúr og kærulaus eru
oíf þannig af ásettu ráði, að vera í of stutt-
um nælonsokkum er ekki tilviljun, heldur
sýnir það að maður er ekki í sokkabuxum.
Þegar á allt er litið þá eru vændiskonur
toppurinn í að gefa sér gildi á sviði kyn-
þokka.
Hvað varstu lengi að læra starfið?
— Milli átta og tólf mánuði.
Er það talið langur tími?
— Nei. Það tekur hvort eð er alltaf tíma að
verða atvinnumanneskja í hvaða fagi sem
er. Á okkar sviði þýðir það það að fá til-
finningu fyrir fólki, vita til hvers það ætlast
af þér, hvað þú ætlar að ganga langt og vita
hvort þú þarft að sinna sérþörfum eins og
sadó-masókisma eða ástríðuleikritum.
Hvað eru ástríðuleikrit?
— Það eru menn sem leika dýr eða suðu-
pott eða pela, hvað sem er. Það eru
ástríðuleikrit.
Eru til menn sem koma til þín til
þess að leika pott?
— Já. Ég fékk einn sem þóttist vera kanína.
Ekki svona kanína, segir Sandra og veifar
fingrum sitt hvorum megin við höfúðið
eins og kanínueyrum, heldur kanínu sem
maður átti að elda í potti.
Ha?
— Já, það er ekkert flókið. Maður grípur í
handlegg, þykist vera að saga hann af og
skera fótlegginn af, strá yfir pipar og salti
og stinga honum í pott. Maður verður að
trúa þessu, jafnvel þótt maður flissi á
stundum. Hann snertir ekki líkama
þinn, þú ert eldabuskan. Ég sagði
bara“Nú sýður." Hann fékk fullnægingu
sjálfur og einn ofan í pottinum sínum.
Er það svona að vera atvinnumann-
eskja?
— Toppurinn í atvinnumennskunni fyrir
mér er stúlkan sem sér karlmann og veit
strax hvernig hann vill fá það með henni.
VIKAN 51