Vikan - 01.09.1988, Blaðsíða 48
PÉTUR STEINN POPP
GLENN MEIDEROS:
TH að ganga í augun á stelpunum
Einn vinsælasti hjarta-
knúsari samtímans
er aðeins 20 ára
gamall. Hann heitir
Glenn Meideros og kemur
frá eyjunni Kauai, sem er
nyrsta eyjan í Hawaii eyja-
klasanum. Það kannast lik-
lega flestir við lagið sem hann
syngur Nothing’s Gonna
Change My Love For You,
lag sem George Benson
gerði þekkt fyrir nokkrum
árum.
Glenn er enn eitt talandi
dæmi um þá þurrð sem hefur
átt sér stað í poppinu á
undanförnum misserum. Ekki
svo að skilja að hann eigi ekki
allt gott skilið, heldur hitt að
sífellt er leitað í gömul lög til
að ná hylli fólks. Glenn er af-
bragðsgóður söngvari og flyt-
ur þetta lag með miklum
ágætum. En af hverju fór
hann að syngja?
„Ég hef vitað alla ævi að ég
gæti sungið og dansað, en
ein aðalástæöan fyrir því að
ég fór að koma fram opinber-
lega var sú að ég vildi ganga
í augun á stelpunum," segir
Glenn Meideros hreinskiln-
islega. Hann var mjög
spéhræddur í æsku og átti
erfitt með að nálgast fólk.
hann minnist þess einnig, að
það hafi verið sér mikil sálar-
kvöl að sýna kennaranum
heimaverkefnin. Til að sigrast
á þessari hræðslu læröi hann
sjálfsvörn og náði að byggja
upp sjálfstraustið. Hann legg-
ur þó mikla áherslu á að hann
hafi aldrei þurft að nota þessa
sjálfsvarnartækni og tekur ró-
legheitin fram yfir allt annað.
Glenn er einn fjögurra
systkina og er sá eini sem
getur sungið og dansað svo
vel sé. Móðir hans er heima-
vinnandi, en pabbinn er lang-
ferðabílstjóri. Líkt og flestir
aðrir á (Dessari eyju vinnur
hann við ferðaiðnaðinn.
Þegar menn minnast á
Hawaii koma óneitanlega upp
í hugann seglbretti og háar
KYLIE MINOGUE
SLÆR ÖLL MET
Kylie Minogue er ein
vinsælasta söng-
konan í poppinu í
dag. Hver þekkir
ekki lög eins og Got To Be
Certain, I should Be So
Lucky og Locomotion. Síð-
astnefnda lagið hefur verið
vinsælt í Bretlandi að undan-
förnu og sló Kylie listamet
þegar hún komst með lagið
beint í annað sæti listans.
Þetta met átti Madonna áður
með lagið Who’s That Girl.
Kylie er frá Ástralíu eins og
margir fremstu popparar
heims í dag. Má þar nefna
Rick Springfield, John
Farnham, Inxs og Midnight
Oil. Kylie þarf að ferðst mikið
á milli Bretlands og Ástralíu,
en henni er sama ef hún getur
verið heima hjá sér af og til.
Það er skemmtileg tilviljun
að lagið Locomotion hafi orð-
ið þess valdandi að hún fékk
hljómplötusamning. Það var á
vormánuðum ársins 1987 í
Ástralíu. Þá var Kylie söng-
kona með hljómsveit sinni
The Neighbours og var feng-
in til að syngja þetta lag fyrir
hljómplötuútgefanda. Hann
varð svo hrifinn, að ákveðið
var að gefa þetta strax út á
smáskífu og vinsældirnar í
Ástralíu urðu miklar. Þetta
leiddi svo til breiðskífusamn-
ings, en yfirmaður þeirra
deilda sagðist ekki vilja þetta
lag á plötuna. En Kylie vildi
lagið með og varð úr að það
var tekið upp og útsett á nýjan
hátt. Það prýðir plötuna í dag.
Næsta smáskífa af þessari
breiðskífu hennar er Je ne
sais pas pourquoi, lag sem
sungið er á frönsku og á hún
ekki í vandræðum með það,
enda lagt rækt við frönsku-
nám í nokkurn tíma.
Kylie Minogue er komin til
að vera í alþjóðlegu poppi. □
öldur. Glenn hefur aldrei haft
áhuga á að vera á brettum.
Hann segir að það sé mikil
samkeppni meðal seglbretta-
manna og þar skapist oft
óvinátta.
Þegar skólafélagarnir fóru
út að skemmta sér um helgar
sat hann gjarnan heima og
horfði á sjónvarp eða labbaði
í rólegheitum með sínum
nánustu vinum eftir strönd-
inni. Glenn er mikill reglumað-
ur, reykir ekki og bragðar ekki
áfengi.
Það verður ekki annað sagt
en Glenn hljóti að vera fyrir-
myndar tengdasonur! □