Vikan


Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 50
LEIKLI5T skildum við að það myndi aldrei ganga hjá okkur að vera saman barnanna vegna. Joan Crawford of mikið af því góða Við skildum árið 1949 og Diana fluttist aftur til New York með strákana tvo. Ég flaug til þeirra eins oft og færi gafst og strákarnir voru hjá mér í sumarfríum og oft yfir jól og páska. Ég hafði ákveðið að taka frekar hlutverki í mynd óþekktra aðila en annarri sem mér hafði boðist á sama tíma. Myndin sem ég ákvað að leika í hét Champion og hún sló í gegn. Allt í einu fóru allir að taka eftir mér. Konurnar horfðu á mig og ég fékk langt skeyti frá Joan Crawford. Ég hringdi til hennar til að þakka henni fyrir og áður en ég vissi af ætluðum við saman út að borða. Ég fór heim til hennar til að sækja hana. Hún var búin að skipuleggja kvöldið út í ystu æsar; hvert við ætluðum út að borða, klukkan hvað, hvaða leið við ækjum að veit- ingahúsinu. Hún hafði líklega ákveðið hvað ég ætti að borða. Ég var farinn að fá innilok- unarkennd. Joan Crawford ein síns liðs var jafhmikil fyrir sér og systur mínar sex og mamma. Ég varð að taka mér tak: ’Nei. Við ætlum ekki að fara á þann veitingastað. Hún leit á mig furðu lostin. Hún var glæsileg í kvöldmatnum og sýndi mér mikinn áhuga. Eftir matinn fórum við heim til hennar — og komumst aldrei lengra en í anddyrið. Hún af- klæddist kjólnum. Á eftir fór hún með mig upp og sýndi mér stolt börnin sín tvö — hversu fast hún hafði bundið þau við rúmin sín. Hversu vel hún skipti um bleyjur á þeim. Ég var ekki lengi að koma mér út. Ég fór til New York að hitta Diana og strákana. Þegar ég gekk inn kýssti ég Diana á kinnina en Michael fór þá að gráta. Þrjátíu og fimm árum síðar sagði hann mér hvers vegna. Hann sagði að þetta hefði ruglað sig, því hann hafði haldið að mamma og pabbi væru reið út í hvort annað. Ég reyndi að vera glað- legur, en aðstæður voru ank- annalegar. Mig langaði svo mikið að byggja upp gott sam- band við syni mína, sem ég hafði farið á mis við með mín- um föður. En á milli okkar var veggur. Skil ekki menn sem sofa hjá nýrri stúlku á hverju kvöldi í Hollywood flæktist ég um og hittir fjölmargar stelpur. Ég þekkti menn sem sváfú hjá nýrri stúlku á hverju kvöldi, ég gat aldrei skilið slíkt. Eftir að ég tók þann sið upp um tíma skildi ég það enn síður. Ég var með Rita Hayworth og átti stefnumót með Patricia Neal um leið. Ég held þó að Pat hafi þurft að losa sig undan því taki sem Gary Cooper hafði á henni á þessum tíma, en henni tókst það ekki. Ég átti einnig stefnumót með Gene Tierney, sem ég dáði, en ég var of hræddur um að verða ástfang- inn. Mér var boðið hlutverk í myndinni Story of Three Loves. Meðleikari minn var Pier Angeli, 19 ára ítölsk stúlka með risastór dökk augu og sak- leysi, sem var mikil tilbreyting, auk þess sem hún hafði mjög smitandi hlátur. Ég féll alger- lega fyrir henni. Pier þurfti að fá leyfi móður sinnar fyrir öllu; hún fór ekki einu sinni á stefnumót án þess að með henni væri siðgæðisvörður. En þegar myndatökum var lokið höfðum við ákveðið að trúlofa okkur. Hún fór til Evrópu og ég fékk samning um að leika í tveim myndum þar og einni í ísrael, The Juggler. Ég myndi hafa tækifæri til að hitta Pier í Róm. En þegar ég kom til Rómar og hringdi heim til hennar þá svaraði karlmaður og sagði á lélegri ensku að Pier væri með móður sinni í Feneyjum. Ég hringdi til hennar þangað og sagðist myndi koma til Fen- eyja, en hún svaraði að það væri betra að bíða þar til ég kæmi til baka frá ísrael. Allir aðrir hefðu undireins getið sér þess til að nú væri maðkur í mysunni, en þegar menn eru ástfangnir þá hugsa þeir ekki rökrétt. Ég kenndi mömmu hennar um þetta. Þegar ég kom aftur til Rómar og hringdi þá var mér sagt að nú væri hún með fjölskyldu sinni á Sardin- íu. Ég þjáðist í einrúmi. Anne kemur til sögunnar Undirbúningur fýrir mynd- ina Ulysses, sem átti að taka í Róm, tók nú allan minn tíma. Ég þurfti á einhverjum að halda til að sjá um kynning- armál mín í París og allir mæltu með Anne Buydens. Hún samþykkti að koma í við- tal og þegar ég gekk inn í bún- ingsherbergi mitt einn daginn þá var hún þar — í blárri dragt, hvítri skyrtu, með afar fínlega úlnliði og ökkla. Framkoma hennar var mjög fáguð og mér fannst mikið til hennar koma. Ég sagði hennar hverjar mínar þarfir væru og hún sagði mér kurteislega að hún teldi að starfið hentaði sér ekki. Ég móðgaðist. Þetta kvöld hafði mér verið boðið út að borða á hinn þekkta veitingastað Tour d’Argent. Ég hringdi til Anne: „Hvað ertu að gera í kvöld?“ „Ekkert sérstakt." „Mér datt í hug hvort þú vildir koma og hitta okkur á Tour D’Argent." Afar kurteislega svaraði hún: „Nei, þakka þér fyrir. Ég held ég verði bara heima og fái mér eggjaköku." Ég lagði á og hugsaði með mér að hún gæti farið til fjandans. Kvikmyndin tók mestan tíma minn, en samt gat ég ekki gleymt Anne. Ég lét stoltið lönd og leið og bað hana aftur um aðstoð. Að lok- um féllst hún á að vinna fýrir mig tímabundið. Ég hélt áffam með þaulúthugsaða áætlun mína um að forfæra hana, en allt sem ég reyndi mistókst. Að lokum ákvað ég að gefast upp. Um leið og ég hætti að reyna við Anne þá fór ég að hegða mér öðruvísi. Ég fékk raunverulegan áhuga á henni. Allir aðrir hefðu undireins getið sér til að nú vœri maðkur í mysunni, en óstfangnir menn hugsa ekki rökrétt. Eitt kvöldið þegar ég fylgdi henni upp í íbúðina sína og kyssti hana stuttlega góða nótt þá leiddi það til heldur meira og þannig hófet ástarsamband okkar. Mér líkaði mjög vel við Anne, en ég var trúlofaður Pier Angeli sem þá stundina var í Suður-Ameríku. Anne talaði aldrei um hana, svo ég gerði ráð fyrir að hún tæki aðstæð- unum eins og þær voru. Hún eyddi miklum tíma heima hjá mér, en hélt þó íbúðinni sinni. Hún var alltaf svo sjálfetæð. Drengirnir mínir tveir komu að heimsækja mig um pásk- ana... ásamt móður sinni. Skömmu áður en þeir fóru til baka fengum við okkur öll gönguferð í skemmtigarðin- um. Ég leiddi Michael og hann tók hina hönd mína og setti hana í höndina á Diana og sagði: „Núna er fjölskyldan aft- ur saman.” Mér leið jafnilla og honum. Anne eða Pier Angeli? Ég fór til Ítalíu til að leika í Ulysses. Ári áður höfðu fram- leiðendurnir ráðið Anne til að vera blaðafúlltrúa á meðan á tökum stóð þannig að hún fór líka. Ég leigði fallegt hús við Via Appia Antica og Anne var yfirleitt hjá mér, en var þó með herbergi á leigu á Hotél de la Ville. Dag einn kom Pier óvænt á tökustað, nokkrum dögum áður en hún þurfti að fara til London til að Ijúka við mynd. Og nú var ég ástfangn- ari af henni en ég hafði nokkru sinni verið áður. Ég flaug til London til að vera með henni þegar hún hélt upp á 21. af- mælisdaginn og til að gefa henni demantshring. Að lokum kom að því að Anne sagði: „Þetta er fáránlegt! Far þú til hennar og ég fer til baka og við segjum að þessu sé lokið!“ Hún fór aftur til Parísar á meðan ég lét skilaboð liggja út um allt fýrir Pier, en hún svaraði engu. Ég fékk aftur á móti boð um að faðir minn lægi veikur á sjúkrahúsi og pakkaði því saman og flýtti mér til Bandaríkjanna. Hann dó nokkrum vikum síðar og ég var með drengjunum mínum yfir jólin en fór síðan aftur til Parísar. Pier ætlaði að koma alein tU Parísar tU að eyða gamlárskvöldi með mér. Við fórum saman í veislu og á miðnætti kysstumst við, en án 48 VIKAN 17. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.