Vikan


Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 21

Vikan - 24.08.1989, Blaðsíða 21
RAUPAÐ OC5 RI55AÐ Lövenbrá eg veiðisaga - og nokkrar AÐ-setningar TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Lövenbrá Vinimir voru að spjalla saman um hinar ýmsu bjórtegundir. — Veistu hvernig á að bera Lövenbrá fram? spurði Siggi. — Nei, svaraði Gvendur, — en ég veit hvernig á að drekka hann. Veiðisaga Drykkfelldur læknir flutti í lítið þorp á Austfjörðum og gerðist héraðslæknir þar. Læknirinn var áhugamaður um veiðar og dag nokkurn ákvað hann að fara á refaveið- ar. Að sjálfsögðu var Bakkus með í för og ekki gleymdi læknirinn byssunni. Læknir- inn gekk nú daglangt um nærliggjandi fjöll, en engan sá hann refinn. Bakkus hafði hins vegar æ meiri áhrif eftir því sem á daginn leið. Þar kom að lækninn tók að svengja og ákvað hann að ganga niður til býlis sem stóð allfjarri öðmm bæjum. Þeg- ar hann gengur niður hlíðina að bænum, sér hann ekki betur en að lágfóta sé á sveimi við túnfótinn. Var nú Iæknirinn ekki seinn að bregða byssunni að öxl og plaffa á dýrbítinn, sem lá steindauður í fyrsta skoti. Lækni fannst hafa borið vel í veiði, tók um skottið á dýrinu og brá því um öxl og þrammaði óstyrkum skrefum í átt til bæjar. Fleygði hann skrokknum á bæjarhlaðið og knúði síðan dyra. Bóndi kom til dyra og heilsaði lækninum með virktum. Læknirinn benti honum hróðug- ur á bráðina sem lá þar á hlaðinu, en þá hrópaði bóndinn upp yfir sig: - Ertu búinn að skjóta hann Snata minn, helvítið þitt? AÐ-setningar Nokkuð er nú um liðið síðan raupari lék sér í máli og myndum að hinum ýmsu AÐ- setningum. Þar var teiknað við setningar sem þessar: Að bregða fæti fyrir... Að hengja bakara fyrir smið... Að lesa ber... Hér á síðunni eru nokkrar teikningar sem lesendur geta fundið út hvaða AÐ- setningar gætu tilheyrt. Áður en lengra er lesið er því lesendum ráðlagt að reyna. En hér koma setningarn- ar: Að gera at, Að græða á tá og fingri, Að tala við sjálfan sig og Að líta til baka. y-=F 17. TBL.1989 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.