Vikan


Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 21

Vikan - 24.08.1989, Qupperneq 21
RAUPAÐ OC5 RI55AÐ Lövenbrá eg veiðisaga - og nokkrar AÐ-setningar TEXTI OG TEIKNINGAR: RAGNAR LÁR Lövenbrá Vinimir voru að spjalla saman um hinar ýmsu bjórtegundir. — Veistu hvernig á að bera Lövenbrá fram? spurði Siggi. — Nei, svaraði Gvendur, — en ég veit hvernig á að drekka hann. Veiðisaga Drykkfelldur læknir flutti í lítið þorp á Austfjörðum og gerðist héraðslæknir þar. Læknirinn var áhugamaður um veiðar og dag nokkurn ákvað hann að fara á refaveið- ar. Að sjálfsögðu var Bakkus með í för og ekki gleymdi læknirinn byssunni. Læknir- inn gekk nú daglangt um nærliggjandi fjöll, en engan sá hann refinn. Bakkus hafði hins vegar æ meiri áhrif eftir því sem á daginn leið. Þar kom að lækninn tók að svengja og ákvað hann að ganga niður til býlis sem stóð allfjarri öðmm bæjum. Þeg- ar hann gengur niður hlíðina að bænum, sér hann ekki betur en að lágfóta sé á sveimi við túnfótinn. Var nú Iæknirinn ekki seinn að bregða byssunni að öxl og plaffa á dýrbítinn, sem lá steindauður í fyrsta skoti. Lækni fannst hafa borið vel í veiði, tók um skottið á dýrinu og brá því um öxl og þrammaði óstyrkum skrefum í átt til bæjar. Fleygði hann skrokknum á bæjarhlaðið og knúði síðan dyra. Bóndi kom til dyra og heilsaði lækninum með virktum. Læknirinn benti honum hróðug- ur á bráðina sem lá þar á hlaðinu, en þá hrópaði bóndinn upp yfir sig: - Ertu búinn að skjóta hann Snata minn, helvítið þitt? AÐ-setningar Nokkuð er nú um liðið síðan raupari lék sér í máli og myndum að hinum ýmsu AÐ- setningum. Þar var teiknað við setningar sem þessar: Að bregða fæti fyrir... Að hengja bakara fyrir smið... Að lesa ber... Hér á síðunni eru nokkrar teikningar sem lesendur geta fundið út hvaða AÐ- setningar gætu tilheyrt. Áður en lengra er lesið er því lesendum ráðlagt að reyna. En hér koma setningarn- ar: Að gera at, Að græða á tá og fingri, Að tala við sjálfan sig og Að líta til baka. y-=F 17. TBL.1989 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.