Vikan


Vikan - 09.02.1939, Síða 14

Vikan - 09.02.1939, Síða 14
14 VIKAN Nr. 6, 193^ (^ýegimí og JÖízka Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jóhanna Alexandersdóttir og hr. Isleifur Þorkels- son, verzlunarmaður. Heimili ungu hjónanna er á Skeggjag. 19. (Sig. Guðmundsson ljósmyndaði). Auk þessa er nauðsynlegt að hreinsa tanna-millibilin einu sinni í viku með sterk- um hörtvinna. Munið að bursta tennurnar jafn vel að innanverðu eins og að utan- verðu. Svona — ekki svona. Ef þér hafið falleg eyru, skuluð þér um fram allt ekki fela þau. Nú er í tízku að % suvtuk : ifo.) \ Suvna m greiða hárið upp frá eyrunum og hnakk- anum og láta það hggja í lokkum uppi á. höfðinu. # Ef þér eruð famar að verða hrukkóttar í andliti, skuluð þér ekki ganga með dökka kraga eða hatta. Þér getið vel notað ljós- íÁkx s uzma S uprvtx bláa og dumbrauða hatta og einnig haft ljósan kraga í svipuðum lit, þá fer þetta afar vel. Munið eftir því, að gráhærðar konur klæðir ekkert eins vel og dökkbláir eða veik-rauðir litir. Augnabrúnirnar. pf þér eruð sambrýndar, þá skuluð þér *-J ekki hika við að bæta úr því með því að kippa burtu brúnahárunum yfir nefinu með háratöng. Þér fríkkið við það. Sam- vaxnar augnabrúnir eða mjög loðnar eru ótvíræð andlitslýti og ónauðsynleg, auk þess gera þær svipinn hörkulegan. Eðh- legastar og fegurstar augnabrúnir fást með því að bera á þær vasilín, strjúka þær síðan og mjókka með þumal- og vísi- fingri. Því næst takið þér háratöng og kippið þeim hárum burt, sem eru utan við brúnalínuna og jafnframt þeim, sem ekki fást til að leggjast að hinum. Of loðnar augnabrúnir afskræma jafnvel fegursta andlit. Hitt verður jafnan álitamál, hvort fegurst sé: eðlilegar augnabrúnir, beinar eða bogadregnar, háar eða lágar. Þar verð- ur fegurðarkennd hvers einstaklings að ráða. Um lögun augnabrúnanna skal þetta að lokum tekið fram, að augnatóftin ákveð- ur hæð þeirra yfir innri augnakróknum, en brúhalínan smá hækki eftir því, sem fjær dregur nefinu, beggja vegna og endi beint uppi yfir ytri augnakrók. Varirnar. Haldið vörunum fyrst og fremst mjúk- um með því að rjóða á þær hvítu vaselíni á kvöldin eða volgu viðsmjöri og núið það vel inn í slímhúðina. Burstið varirnar á morgnana með mjúk- um bursta, það örfar blóðrásina og vam- ar því, að þær hreistri. Þerrið ætíð vel af þeim gamla varalitinn, áður en þér rjóðið á þær nýjum lit. Tízkudans ársins. Fimmta sporið í Lambeth Walk. Nýtízku samkvæmiskjóll. Þessi kjóll er úr þykku, ljósbláu satini. Hann er í átta stykkjum, sem faha vel að að ofan, en víkka síðan, svo að pilsið verð- ur ákaflega vítt. Yfir axlirnar eru engin bönd, svo að kjólnum er haldið uppi með teinum. Stóra blómið að framan er tvílitt, dökk- og ljósblátt. Tennurnar. Fátt prýðir konu meira en fagur munn- ur með blómlegar, rjóðar varir og óskemmdar, drifhvítar tennur. Notið ávalt íbjúgan tannbursta. Lang- bezta tannhreinsunarmeðalið er mulin krít, lítið eitt blönduð piparmyntudufti til bragðbætis. Hún fæst í öllum lyfjabúðum og er mjög ódýr. Úr þessari blöndu burstið þér tennurnar á morgnana. Á kvöldin notið þér fínt salt. Hellið dá- litlu í lófa yðar og dýfið tannburstanum í það. Látið ekki tanngarðinn verða útund- an, en hreinsið hann og nuddið umfram allt með fingurgómunum. Burstið tennurnar ætíð lóðrétt, en aldrei þversum, því að þá losið þér tannholdið frá tönnunum, en það getur haft þær afleið- ingar, að tannholdið ýfist smám saman svo, að tannrótin sjálf komi í ljós, til ht- illar prýði. Sé tannholdið svo viðkvæmt, að úr því blæði eftir hverja burstun, þá er því nauð- synlegra að bursta það vel og núa, kvölds og morgna, til að herða það. Sé það gert, þá hættir von bráðar að blæða. Undir þess- um kringumstæðum er saltið beztameðalið. Séu tennumar gular og óbragðlegar, þá er ágætt ráð að nudda þær með sítrónu- sneið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.