Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 7
Nr. 7, 1939
VIKAN
7
smjörinu hellt í tunnur. Um veiðitímann
voru mörg skip og stór í förum milli Spitz-
bergen og Hollands. Á suðurleið voru þau
hlaðin afurðum hvalsins, en á norðurleið
fluttu þau vistir, timbur, eldsneyti og önn-
ur nytsamleg efni og fólk eftir óskum og
þörfum til hins norðlæga æfintýralands.
Það leið því ekki á löngu unz f jöldi fólks
tók sér bólfestu þar norður frá. Á eyju,
sem kennd var við Amsterdam, og liggur
nálægt 80° nbr., reis, áður en langt um
leið, allmikill bær eða borg. Eins og nærri
má geta var hún kennd við hvalsmjörið
eða lýsið. Smeerenburg hét hún — Smeere
= lýsi. — Enginn veit með vissu, hve
margt fólk hefir búið þar, þegar flest var.
En þegar skipin, sem þarna stunduðu
veiðar, skiptu hundruðum, má gera ráð
fyrir að þar hafi verið viðloða fólk í þús-
undatali. Þarna voru veiðimenn og verka-
menn, beykar og ,,grútarkarlar“, kaup-
menn og ,,spekúlantar“, því að fjárvon
var þar mikil. Þar var kastali og yfirvöld,
kirkja og klerkdómur — svo að allt færi
þar fram samkvæmt lögum og siðareglum.
Þar skorti og eigi heldur öll þægindi að
þeirrar tíðar sið. Danshús voru þar mörg
og drykkjukrár, því að Hollendingar undu
lítt ölleysi og vínfangaskorti. Þar voru
yfirleitt allar stéttir manna og allt það,
er hollenzk menning og þjóðarsiðir kröfð-
ust á þeim tíma. Eftir sjóvolk og að af-
staðinni yfirvofandi lífshættu, áttu hol-
lenzku sjómennirnir gázkafull gleðikvöld
í vændum, er þeir lentu í Smeerenburg.
Ein berorð heimild frá þeim tíma lýsir með
mörgum fögrum orðum skarti búnum kon-
um, er biðu á ströndinni, þegar hinir afla-
sælu sægarpar stigu á land.
Árið 1635 stóð bæjarlífið í Smeeren-
burg með mestum blóma. Virðist þá hafa
orðið allhart um lóðir undir hús á Amster-
dameyju; svo mjög sóttu menn þangað.
Allur þorri fólksins var þarna aðeins sum-
arlangt. Það voru fullhugar einir, er réð-
ust í að hafa þar vetursetu. Hafísinn lagð-
ist að og teppti siglingar til eyjanna og
frá þeim, óðum er hausta tók. Næturnar
lengdi, unz naumast birti af degi vikum
saman um háveturinn. Þó voru til menn
og konur, sem „trúðu á hitann í sjálfum
sér“ og buðu byrginn þessu ofurefli frosta,
húms og dauða, sem lagðist yfir eyjarnar,
þegar vetra tók. Þá baráttu hafa ýms
þýzk skáld gert sér að yrkisefni á síðari
árum.
En svo fór flestum, að þeir kusu held-
ur að sigla suður um haf með haustinu
og njóta þéttbýlisins í sjóborgum Niður-
landa, bjartari daga og mildari vetra.
Smeerenburg varð því lengstum eins-
konar sumarbústaðahverfi nokkurra þús-
unda Hollendinga, er sóttu gull sitt og
gæfu í greipar Norðurhafsins, þann tíma
ársins, sem sumarsólin og Golfstraumur-
inn — sem þeir hafa sjálfsagt vitað tak-
mörkuð deili á — réðu ríkjum á hinum
lítt kunna norðurhjara.
En fyrir fólk í Mið-Evrópu, sem á því
að venjast, að allar nætur árs séu dimm-
ar, voru sumarnæturnar löngu í borginni
á Amsterdamey vafðar ljóma æfintýra og
undra.. Hinn kaldi svipur heimskauts-
landsins gat verið broshýr, útsýnin víð,
loftið tært og fjærsýnt. Undir Tindafjöll-
um norðursins áttu vaskir synir og fríð-
ar dætur flatneskjunnar marga stórfeng-
lega stund; lífið var auðugt af æfintýrum,
lífshættu, leik og starfi.
En hvalurinn er dálítið einkennileg
skepna. Hann er dýra ófrjósamastur.
Hann heldur treglega við kyni sínu, þótt
hann sé látinn afskiptalaus, hvað þá þeg-
ar þúsundir af honum eru sviptar lífi ár-
lega á þeim slóðum, þar sem hann hefir
mestar mætur á að dvelja.
Það leið ekki á löngu, unz hvalurinn fór
að sneiða hjá öllum ófriðnum, sem hann
átti í vændum, er hann nálgaðist Spitz-
bergen. Hann dró sig í hlé. Og hollenzku
skipin urðu þess brátt vör, að veiðin fór
dvínandi ár frá ári. Þau fóru að leita hvals-
ins vestur í álnum milli Grænlands og
Spitzbergen. Það fór ekki að borga sig
lengur að leggja upp og bræða í Smeeren-
burg. Og hægt og hægt fann þessi nyrzta
borg heimsins dauðann nálgast. Með
hverju sumri, sém leið, dró af drottningu
sumarnáttanna og hins norræna gulls.
Það mun hafa verið um árið 1650, sem
Smeerenburg tók að syngja sitt síðasta
vers. Tiltölulega snögglega áttuðu menn
sig á því, að lífsmöguleikar þessa hánor-
ræna hvalfiskibæjar voru að deyja út.
Þeim fækkaði með ári hverju, sem leituðu
norður til hins yzta lands.Tindafjallaland-
ið langt í norðri varð að gamalli minningu
feðranna, en synirnir gerðust hásetar á
skipum, sem sigldu til Indíalands. —
Amsterdameyjan lagðist brátt í eyði, og
enginn kom þar meir. Um langa hríð áttu
Hollendingar mestan heiðurinn af því að
stunda veiðar í Norðurhöfum, en nú sigldu
þeir til austurstranda Grænlands og var
svo sem enginn myndi Spitzbergen meir.
Aldir liðu, og á 19. öld verða það Norð-
menn, sem sjá sér hag í því, að koma við
á Spitzbergen við selveiðar sínar.
Og nú er Spitzbergen ekki lengur nefnt
því nafni. Norðmenn hafa helgað sér land-
ið og gefið því nafnið Svalbarð, eftir ein-
hverju mjög norðlægu landi, sem íslend-
ingar hafa áður fyrr vitað af, en senni-
lega hefir verið Norðaustur-Grænland. Nú
er Spitzbergen fyrst og fremst það land,
sem á hinar nyrztu kolanámur að geyma,
og nota Norðmenn sér þær eftir fremstu
getu og vild.
En hvað um hvalinn?
Lengi síðan héldu menn áfram að veiða
hann í Norðurhöfum, unz hann brást. Og
menn hafa viðurkennt, að þeir hafi áður
fyrr stundað ,,rányrkju“ á honum.
Nú eru hvalveiðar mest stundaðar í
Suðurhöfum, þ. e. a. s. við Antarktis,
strendur Suðurpólslandsins mikla. Þar
hefir ekki risið upp nein Smeerenburg, því
að nú bræða skipin hvallýsið innan borðs.
Nútímatæknin skapar sér nýjar leiðir í
hverju og einu. Ef til vill gengur hvalveið-
in til þurrðar einnig þar.
En löngum mun geymast minningin um
Smeerenburg við hin yztu höf, þótt þarfir
og kröfur tímanna breytizt.
Kn. A.
Konan: Mér fyndist nú, að þú ættir ekki
að fara út í kvöld, heldur vera heima hjá
mér á sjálfan afmælisdaginn minn.
Maðurinn: Ég vil gera allt fyrir þig,
elskan mín, en þetta get ég ómögulega
gert fyrir þig, því spilakvöldið mitt er í
kvöld, og ég þarf að borga 25 aura, ef ég
kem ekki á réttum tíma.
#
Jens: Ég hefi heyrt, prestur minn, að
þér ætlið að flytja frá okkur í vor.
Presturinn: Já! Jens minn, það er guðs
vilji.
Jens: Já, ég veit það, að presturinn hefði
ekki annars gert það. En ég hefi heyrt, að
þetta brauð sé tekjumeira og bújörð betri.
Presturinn: Það er satt, að tekjurnar
eru meiri.
Jens: Svo að það er þá satt, en það
sýnist vera merkilegt, að í hvert skipti,
sem guði þóknast að láta prestana flytja
sig í nýtt brauð, þá miðar hann ætíð við
tekjurnar en ekki við söfnuðinn.
Presturinn (hafði fengið kross, sem
hann var hróðugur af): Hvernig stendur
á því, að þér hafið ekki fengið kross enn
þá, prófastur góður?
Prófasturinn: En má ég spyrja, hvernig
stendur á því, að þér hafið fengið kross?
#
Katrín: Ætlarðu ekki að fara að gifta
þig, frændi?
Hans: Nei! Sú kona, sem vildi eiga mig,
væri mjög heimsk, en heimska konu vil
ég ekki eiga.
#
Konan (mikið veik): Hvað ætlarðu nú
að gera, ef ég dey?
Maðurinn: Það sama, sem þú myndir
gera, ef ég dæi á undan þér.
Konan: Einmitt það. Þú hefir þó marg
oft sagt við mig, að þú skyldir ekki gifta
þig aftur, ef ég dæi á undan þér.
#
Sjúklingurinn: Ég hefi svo litla trú á
meðölunum yðar.
Læknirinn: Það gerir ekkert. Hundamir
hafa enga trú á dýralækninum, en lækn-
ast þó.
*
Menn voru að þrátta um, hver þeirra
hefði bezt minni. Þá segir einn þeirra:
— Það fyrsta, sem ég man eftir mér,
er það, að foreldrar mínir voru að þrátta
um, hvað ég ætti að heita, áður en ég var
skírður.