Vikan


Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 7, 1939 Nyrzta borg á jarðríki9 Smeerenburg, borg á Spitzbergen ótt undarlegt megi virðast, fljótt á litið, þá voru þeir menn að leita sjó- leiðar til Indlands, sem fundu aftur hinar gleymdu leiðir Islendinga hinna fornu um Norðurhöf. Siglingaþjóðir í Norðvestur- Evrópu á 16. öld gerðu ítrekaðar tilraun- ir til að komast norður fyrir Ameríku, Norðvesturleiðina svonefndu yfir í Kyrrahaf, og jafnframt reyndu þær að ná þessu marki með því að sigla norður fyrir Evrópu og Asíu, þá leið, sem kölluð hefir verið Norðaustur- leiðin. Raunverulega má segja, að allar þessar tilraunir hafi mistekizt. Það var ekki fyrr en 1879, að Norden- skjold tókst að komast til Kyrrahafs- ins um Norðausturleiðina, — og ekki fyrr en 1906 komst Amundsen alla leið til Beringsunds eftir Norðvestur- leiðinni. Og löngu áður voru menn búnir að gera sér ljóst, að hvorug þessara leiða myndi nokkurntíma geta orðið skipum fær að staðaldri yfir í Kyrrahafið; um það myndi haf- ísinn sjá. — En sægarpar þeir, sem leituðu Ind- lands í norðurátt, komu samt sem áður færandi hendi heim. Þeir fluttu með sér vitneskjuna um lönd, sem þeir héldu, að enginn maður hefði áður augum litið, enda þótt sumt væru lönd, sem fundizt höfðu endur fyrir löngu og aftur gleymzt að mestu. Italinn Giovanni Cabotto (Cabot) kom að austurströnd Norður-Ameríku á öndverðu sumri árið 1497 (nærri fimm öldum síðar en Leifur heppni). Englendingurinn Sir Martin Frobischer endurfann snemma á 17* öld. Grænland árið 1578 (nærri sex öldum síðar en Eiríkur rauði). Og 1596 fann svo Hollendingur, Barents að nafni, nokkum hluta af eyjaklasa þeim, sem lengst um hefir verið nefndur Spitzbergen, — en Norðmenn nefna nú Svalbard. — Fyrir hugskotssjónum þeirra, sem lögðu á þessar leiðir, svifu vonimar um aust- rænt krydd og ann- an dýran Asíuvarn- mg, og gróðavonin um verzlunina með slíkt knúði þá áfram til leitar að nýjum leiðum. Haf- is og vetrarhörkur gerðu slíkar vonir að tálvonum, en samt sem áður kynntust þeir í Norðurhöfum auðlegð af öðru tagi, sem brátt varð keppi- kefli allra þeirra þjóða í Evrópu norðan- og vestanverðri, sem einhvem skipakost áttu. — Það var hvalauðlegð Norðurhafa. Hún virtist ótæmandi um þessar mundir. Og einkum var þéttbýlt við Spitzbergen af þessum risalýð hafsins, mörgum tegund- um hvala, sela og rostunga, sem ösluðu þar um allan sjó. Englendingar, Hollendingar, Þjóðverjar frá Hamborg og Brimum og Danir fóm nú á kreik og sendu hvalveiðaflota norður á bóginn. Samkomulag þjóðanna var í stirð- asta lagi. Um skeið linnti ekki bardögum milli skipshafna af þessum fjórum þjóð- um. Kæmbréfum rigndi yfir ríkisstjórnir þeirra og margir samningar voru gerðir þeirra á milli um nýtingu þessarra auð- linda. Loks komu þær sér saman um að skipta milli sín fiskimiðum og lendingar- stöðum þar norður frá. Því að einkum þótti við liggja að hafa aðgang að sæmilegri höfn, þar sem draga mætti veiðina á land og bræða hvalspikið. Á strönd- um Spitzbergen risu því brátt upp bræðslustöðvar, þar sem enskir, hol- lenzkir, þýzkir eða danskir hvalveiða- menn höfðu bækistöðvar sínar. Hollendingar voru þá framsækn- asta og mesta siglingaþjóð í álfu hér, og þeir urðu því hlutskarpastir í samkeppninni þar norður frá, áður langt um liði. Þeir skutu aftur fyrir sig hinum þjóðunum og brátt urðu þeir einir um hituna í Spitzbergen og grennd. Eftir því sem árin liðu, fór skipum þeirra fjölgandi. Og í fjörð- um og flóum við eyjarnar voru hval- veiðaskip þeirra á sveimi. Seglskip þeirra lágu þar og sendu út frá sér velmannaða róðrarbáta, sem háðu hjaðningavíg við hin risavöxnu veiði- dýr. I hver jum bati var mestur kunn- áttu- og álitsmaður sá, er kunni með skutulinn að fara, og voru til þess lengstum ráðnir Baskar frá Spáni, eða Suðvestur-Frakklandi, sem taldir voru snjallastir í þeirri íþrótt, að fara með skutul, enda höfðu Baskar haft orð á sér fyrir það, að vera mestir skutlarar í vestanverðri Ev- rópu öldum saman fram að þessu. Hver dauður hvalur var dreginn á land. Spikinu var flett af honum. Síð- an var það brætt og lýsinu eða hval- Nútíma hvalveiöaskip í haíis viö austurströnd Grænlands. Hollenzk hvalveiðaskip frá 18. öld. Hvalveiðaskip frá Hamborg á 18. öld.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.