Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 18
18
VIKAN
Nr. 7, 1939
Enginn flýr örlög sín.
Framh. af bls. 10.
Hún stóð og horfði ólundarlega á hann.
Hann virtist sannarlega vera mjög veik-
ur, og hún myndi engan veginn græða á
dauða hans. Hún hlustaði á vindinn og
regnið og ýgldi sig.
— Jæja þá, sagði hún að lokum og
þrammaði út.
Hann heyrði til hennar niðri og glotti
kuldalega. TJtidyrahurðinni var skellt aft-
ur, og hann var einn.
Hann beið í nokkrar mínútur, fór síðan
fram úr rúminu, fór í morgunslopp, og
byrjaði á verkinu. Hann setti svolítið af
hvítu dufti út í afganginn af kjötseyðinu
og í meðalaglasið. Hann stóð kyrr nokkra
stund og hlustaði, kveikti síðan á kerti og
fór inn í herbergi Hönnu. Hann horfði
óákveðinn í kringum sig, opnaði síðan eina
skúffuna, faldi pakkann með duftinu undir
fatastafla á botninum, og fór svo aftur
inn til sín og upp í rúm.
Honum gramdist, er hann tók eftir því,
að hann skalf af æsingu og óróa. Hann
langaði í tóbak, en það kom ekki til mála.
Hann fór að æfa sig í samtalinu við lækn-
inn. Viðureignin við konuna hlaut að
verða hræðileg, það var bezt að hann yrði
of veikur til að geta tekið þátt í henni.
Því minna, sem hann sagði, því betra. Aðr-
ir myndu gera allt, sem gera þurfti.
Hann lá langa stund og hlustaði á storm-
inn og regnið. Húsið virtist óvenjulega
hljótt, og allt í einu datt honum í hug, að
þetta var í fyrsta skipti, sem hann var einn
í því, síðan konan hans dó. Hann mundi
eftir því, að það myndi þurfa að grafa hana
upp. Honum var illa við þá hugsun. Hann
langaði sízt af öllu til að láta grafa hana
upp. Látið hina dapðu hvíla í friði.
Hann settist upp í rúminu og tók úrið
sitt undan koddanum. Hanna hefði átt að
vera komin. Nú hlaut hún að minnsta
kosti að fara að koma. Á hverju augna-
bhki gat hann heyrt lykilinn í skránni.
Hann lagðist niður aftur og fór að hugsa
um, hvað áætlunin gekk vel. Þetta var
listaverk, og hann var hreykinn af því
eins og listamaður.
Honum fannst þögnin óviðfelldin. Það
var eins og húsið væri að hlusta, bíða.
Hann leit aftur á úrið, bölvaði í hljóði og
fór að hugsa um, hvað hefði getað tafið
konuna. Það var auðséð, að læknirinn hafði
ekki verið heima. En það var engin af-
sökun fyrir hana. Það var komið að mið-
nætti og andrúmsloft hússins virtist eitt-
hvað einkennilega þungt og ógnandi.
Þegar storminn lægði, fannst honum
hann heyra fótatak fyrir utan. Honum
varð rórra og hann settist upp og hlustaði
eftir skrjáfinu í útidyralyklinum. Eftir
augnablik yrði konan komin inn og öll
hræðsla og hugarburður yrði horfinn.
Fótatakið var hætt, en hann heyrði engan
koma inn. Hann sat og hlustaði þangað til
öll von var úti. Hann var viss um, að hann
hafði heyrt fótatak — en fótatak hvers?
Hann sat og beið fölur og skjálfandi. Ótal
hugsanir læddust að honum. Ein var sú,
að hann hefði teflt við dauðann og tapað.
Hann harkaði af sér hræðsluna, lokaði
augunum og reyndi að sofna. Það lá í aug-
um uppi, að læknirinn var ekki heima, og
að Hanna beið til þess að geta komið aftur
með honum í vagninum hans. Það var ekk-
ert að óttast. Nú hlaut hann von bráðar
að heyra þau koma.
Nú heyrði hann eitthvað, og hann sett-
ist upp og reyndi að hugsa sér, hvað það
væri og hvernig á því stæði. Það var mjög
dauft hljóð, eins og einhver væri að læðast.
Hann hélt niðri andanum og hlustaði.
Hann heyrði það aftur, svolítið þrusk, afar
lágt, en eigi að síður geigvænlegt.
Hann þurrkaði svitann af enni sér á ermi
sinni, og sagði við sjálfan sig, að þetta
væru óstyrkar taugar og ekkert annað, en
þó hélt hann áfram að hlusta. Nú heyrðist
honum hljóðið koma frá herbergi konu
sinnar hinu megin við ganginn. Það varð
hærra og greinilegra, og hann sat og starði
á dyrnar á herbergi sínu, hafði með naum-
indum stjóm á sjálfum sér, og reyndi að
hlusta á storminn og regnið.
Nokkra stund heyrði hann ekkert annað
en veðurgnýinn. Síðan kom urgandi hljóð
úr herbergi konu hans, og allt í einu hár
hvellur. Hann rak upp hátt öskur og missti
stjóm á sér, stökk upp úr rúminu, hljóp
niður stigann og út í náttmyrkrið. Vind-
urinn skellti hurðinni í lás.
Hann stóð og tók andköf í garðshliðinu,
reiðubúinn að flýja áfram. Fætur hans
voru marðir og bláir og mjög kalt í veðri,
en hann tók ekki eftir því. Síðan hljóp
hann dálítinn spöl eftir veginum og stóð
svo nokkra stund og hlustaði.
Hann kom hægt til baka. Það næddi
svalan og hann varð holdvotur. Garðurinn
var dimmur og draugalegur, hver vissi
hvað kunni að bíða hans í trjárunnunum.
Hann fór aftur upp veginn, skjálfandi af
kulda. Svo herti hann upp hugann og fór
gegn um garðinn, að húsinu, og kom að
dyrunum lokuðum. Dyrnar veittu svolítið
skjól gegn regninu en ekki vindinum, og
hann hallaði sér upp að þeim, titrandi og
ræfilslegur. Eftir nokkra stund, staulaðist
hann að bakdyrunum, en þær voru læstar,
og hlerar fyrir öllum gluggum á neðri
hæðinni. Hann fór aftur að aðaldyrunum,
hnipraði sig saman, og beið eftir að konan
kæmi.
*
Þegar hann vaknaði, mundi hann, að ein-
hver hafði verið að tala við hann, og að
síðan hafði hann verið hálfdreginn og hálf-
borinn upp á loft og í rúmið. Hann hafði
einhver ónot í höfðinu og fyrir brjóstinu.
Hann hríðskalf. Einhver var að tala.
— Þér hljótið að hafa verið alveg frá
yður, sagði málrómur Hönnu. Ég hélt, að
þér væruð dauður.
Hann opnaði augun.
— Læknir, hvíslaði hann. — Læknir.
— Hann var úti hjá hættulega veikum
sjúklingi, sagði Hanna. Ég beið, þar til ég
var orðin þreytt á því, og kom svo aftur,
sem betur fór, fyrir yður. Ég gerði honum
orð að koma með morgninum. Hann ætti
að vera kominn.
Hún fór að taka til í herberginu, og hann
horfði á hana með blýþungum augunum, á
meðan hún tók kjötseyðið og fleira á bakka
og bar það út.
— Ég gerði fallegt glappaskot í gær,
sagði hún, er hún kom aftur. Ég skildi
gluggann í svefnherbergi frúarinnar eftir
opinn. Þegar ég kom þar inn í morgun,
þá sá ég, að fallegi standspegillinn hennar
hafði fallið niður af borðinu og mölbrotn-
að. Heyrðuð þér það?
Goddard svaraði ekki. Hann var að
reyna að hugsa. Hvort sem það nú var
tilviljun eða ekki, þá hafði spegillinn gert
sitt hlutverk. Voru nokkrar tilviljanir til?
Óttinn og stormurinn------nei, samvizku-
bitið og stormurinn, höfðu bjargað kon-
unni. Hann varð að ná í duftið úr skúff-
unni hennar-------áður en hún fyndi það
og kærði hann. Meðalið--------hann varð
að muna að taka það ekki inn —-----------
Hann var veikur, alvarlega veikur. Hon-
um hafði auðvitað orðið kalt, þegar hann
stökk út í garðinn æðisgenginn af hræðslu.
Hvers vegna kom læknirinn ekki? Loksins
var hann kominn — — loksins — — hann
var að gera eitthvað við brjóstið á honum
-----honum var kalt.
Þarna var læknirinn kominn aftur —
— það var eitthvað, sem hann þurfti að
segja honum-------Hanna og eitthvað duft
-----hvað var það?
Seinna mundi hann það ásamt fleiru,
sem hann hafði vonað, að hann myndi
gleyma. Hann lá og athugaði endalausa
fylkingu af minningum, sem flykktust að
honum. Stundum leit hann á lækninn,
hjúkrunarkonuna og Hönnu, sem stóðu öll
við rúmið og horfðu á hann. Þau voru búin
að vera þarna lengi, og þau voru öll mjög
hljóð. Síðasta skiptið, sem hann leit á
Hönnu, var fyrsta skiptið, sem hann leit á
hana án viðbjóðs og haturs. Þá skildi hann,
að hann var að deyja.
Fógetinn: Skelfing er að sjá þig, Pétur,
dag eftir dag þreifandi fullan.
Pétur: Ojæja, herra minn. Þetta er nú
eina huggunin mín síðan ég missti konuna
mína.
Fógetinn: Ferðu nú ekki bráðum að sjá
að þér og hætta?
Pétur: Hræddur er ég um, að það drag-
ist. Mér þykir líklegast, að ég huggist ekki
fyrr en í gröfinni.
*
Maður nokkur var sakaður um að hafa
stolið trjávið af reka. Að lokinni yfir-
heyrslu lét sýslumaðurinn hann fara með
þeirri ósk, að hann framvegis spilaði upp
á sínar eigin spýtur, en ekki annarra.