Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 17
Nr. 7, 1939
VIKAN
17
Liðnir leikarar.
Framh. af bls. 5.
Edw. Jensen mælti fram stutt inngangs-
eða vígsluljóð. Blöðin sögðu, að það hefði
verið nokkurnveginn fullskipað uppi og
niðri. Þessir dönsku leikarar voru aðeins
þrír, auk Edw. Jensen og konu hans Olgu
Jensen, Wulff, leikari frá Dagmar-leikhús-
inu í Kaupmannahöfn. Komu þeir með
Lauru 14. júní og flaut íslenska leiksvið-
inu lítið annað gagn af komu þeirra en
vígsla Breiðfjörðshúss, en því meir af
ungum íslenzkum menntamanni, sem varð
þeim samferða, en það var Jens B. Waage,
sem síðar átti eftir að taka við forysunni
á leiksviði voru, þar sem hann í langan
tíma bar höfuð og herðar yfir samleikara
sína.
En áður en leiksýningum höfuðstaðar-
ins væri svo vel fyrir komið, að eiga inni
á þremur sæmilegum stöðum, var hús-
næðisleysið einn aðalþröskuldurinn í vegi
allrar leiklistarviðleitni.
Jón Guðmundsson ritstjóri hafði sýnt
sjónleikinn ,,Pakk“ í Nýja klúbbnum, sem
um eitt skeið var sjúkrahús bæjarins, og
þar var lengst af leikið, þangað til Glas-
gow-verzlunarhúsið var byggt og stúdent-
ar léku í því fyrstir manna Nýársnóttina
og Skugga-Svein 1873. Þetta voru ekki
frumsýningar þessara vinsælu leikrita,
Skugga-Sveinn hafði áður verið sýndur í
Nýja Klúbbnum 1862 og aftur 1866, en
Nýársnóttin á Langlofti — svefnlofti
skólapilta í skólanum sjálfum — 1871.
Úr því ég hefi nefnt þrjár merkar frum-
sýningar, vil ég nefna leikendur í tveimur
þeirra, eftir nýlega fundnum heimildum.
Um leikendur í frumsýningu Nýársnætur-
innar er kunnugt áður, en um leikendur
í ,,Pakk“, getur í bréfi frá Th. Thomsen,
skrifuðu 1854, en ekki annars staðar, að
því er ég veit. Þeir voru þessir:
Palle Block. Magnús Grímsson, stud. theol.
Quit ............. Benedikt Gröndal.
Frú Vagtel... Ungfrú Rannveig Sigurðsson.
FriSrik Dahl .... Þorv. Pétursson, stud. theol.
Vagtel ........... Stephán Thordarsen, stud.
theol.
Grete ............ Sigga Tipp = (Sigríður Ein-
arsdóttir frá Brekkubæ,
kona Eiríks Magnússonar).
Ágúst......... Jún Bjömsson, stud. theol.
Matth. Ström ... Fröken (síc.) G.(uðrún) Thor-
steinsen.
Elín Block ....... Hólmfríður Þorvaldsdóttir,
(kona Jóns Guðmundsson-
ar, ritstjóra).
Leikendaskráin yfir frumsýningu
Skugga-Sveins er skrifuð aftan við vísur,
sem Ásta syngur í eintaki af leikritinu,
sem verið hefir í eign Steingríms Johnsens
og er skrifað af honum. Skráin er merki-
leg fyrir það, að hún leiðréttir þá villu,
sem stafar af rangminni, að Guðrún
Hjaltalín og Þorsteinn Egilson hafi verið
fyrsta Ásta og fyrsti Haraldur, en villan
er komin inn í Sögu Reykjavikur eftir
Klemenz Jónsson og víðar. Leikendaskrá-
in er svona:
Skugga-Sveinn . .
Sigurður í Dal . ..
Ásta............
Haraldur........
Lárentíus ......
Helgi ..........
Grímur..........
Gudda ..........
Gvendur ........
Jón ............
Margrét.........
ögmundur .......
Ketill .........
Galdra-Héðinn . ..
Grani ..........
Geir ...........
Jón A. Hjaltalín.
Amljótur Ölafsson.
Mad. Sigríður Magnússon.
Eirikur Magnússon
Stefán Thordarsen.
Isleifur Gíslason.
Helgi Helgason.
Þorsteinn Egilson.
Adam Zeuthen.
Eyjólfur Jónsson.
Jómfrú Kristín Steinsen.
Þorvaldur Jónsson.
Friðrik Thorarensen.
Þorsteinn Egilson.
Eyjólfur Jónsson.
Adam Zeuthen.
1 • þessum gömlu „rullu-listum“ tökum
vér eftir Sigríði Einarsdóttur frá Brekku-
Leikendur 1897. Sigurður Magnússon sem Ver-
mundur í Æfintýri á gönguför, Gunnþórunn Hall-
dórsdóttir sem frú Helena Kranz og Kristján Ó.
Þorgrímsson sem birkidómarinn.
bæ, bæði sem Gretu í ,,Pakk“ og Ástu í
Skugga-Sveini, en hún beitti sér mjög,
ásamt manni sínum, Eiríki Magnússyni,
fyrir sjónleikjahaldi, áður en þau fluttust
til Cambrigde, og var hún hin fyrsta
„primadonna“ þessa bæjar, og hafði enda
alla tilburði þar til, gáfur, fegurð og
glæsileik, svo sem Benedikt Gröndal getur
ekki nógsamlega lofað í kvæði sínu til
hennar, „tólf álna löngu og tíræðu“. Þá
tökum vér eftir Stefáni Thordarsen á báð-
um stöoum, en um hann segir Benedikt
Gröndal, að hann hafi eiginlega verið skap-
aður til að vera greifi eða barón, fallegur
maður og fluggáfaður, en sinnti engu nema
leikjum.
*
Eftir þenna langa útúrdúr um leikhús
höfuðstaðarins með viðdvöl hjá gömlum
„rullulistum", er kominn tími til að minn-
ast á samferðamenn hinna fyrstu eigin-
legu leikara þessa bæjar. Annar þeirra
hefir þó meiri þýðingu fyrir leikmálin í
höfuðstað Norðurlands, þar sem hann
tók við starfi sem sýslumaður, en starf-
aði að framgangi leikmálanna engu
ótrauðlegar en meðan hans naut við hér
í bæ. Það var Guðlaugur Guðmundsson
sýslumaður, og er nafn hans órjúfanlega
tengt leiklistarviðleitni þeirra Akureyrar-
manna. Hann lék í fyrsta skipti í skóla,
Sigríði í Nýársnóttinni gömlu, en var með-
al stofnanda Gleðileikjafélagsins í Glas-
gow. Þar sem hann meðal annars lék
Argan í Imyndunarveiki Moliéres og á móti
Morten Hansen og Guðrúnu Vigfúsdóttur
í „Box og Kox“. Hver áhrif hinn ítur-
vaxni menntamaður hefir haft á áhorfend-
ur með leik sínum, má ljóslega lesa milli
línanna í blaðaummælum þeirra tíma. Um
Argan segir svo: „Guðlaugur Guðmunds-
son lék afbragðsvel hinn ímyndunarveika“
og aftur „yfir höfuð var leikið vel og af
sumum snilldarlega, t. a. m. cand. juris
Guðlaugi Guðmundssyni“, en um „Box og
Kox“: „Guðlaugur Guðmundsson, Morten
Hansen og Guðrún Vigfúsdóttir leika
hvort öðru betur“. Við þetta tækifæri var
og sýndur „Konungsins valdsmaður" eftir
Kjelland og segir þar um að „vandleiknast
er jafnan, er efnið er meir alvara en gam-
an“. En einnig á því sviði skaraði Guð-
laugur fram úr.
Það hafði verið í ráði að ungur piltur,
Árni Eiríksson, aðeins 17 ára, léki Toin-
ettu á móti Argan Guðlaugs Guðmunds-
sonar. Ekki var að því ráði horfið og pilt-
inum fengið annað hlutverk 1 „Konungs-
ins valdsmanni“, en það má nærri geta,
að hinn ungi, einarði og áhugasami sveinn
hafi tekið eftir leik sér reyndari manna og
þá fyrst og fremst Guðlaugs Guðmunds-
sonar. Löngu síðar hafði Árni Eiríksson
tækifæri til að leika Argan í Imyndunar-
veikinni, og ef að líkindum lætur, hefir
hann þá minnst fyrirrennara síns í því
hlutverki. Þriðji leikarinn, Friðfinnur Guð-
jónsson, hefir leikið þetta hlutverk tvívegis
með miklum ágætum, og er ástæða til að
ætla að leikmeðferðin í þessu hlutverki sé
í svo föstum skorðum hjá oss, sem raun
ber vitni um, vegna hinnar snilldarlegu
fyrirmyndar, sem Guðlaugur Guðmunds-
son gaf á sínum tíma. Meðal annara hlut-
verka, sem Guðlaugur lék hér var Láren-
tíus sýslumaður í Skugga-Sveini, en það
hlutverk hefir síðar sætt hinni misjöfn-
ustu meðferð, þangað til nú fyrir skömmu,
að því voru gerð svipuð skil og Guðlaug-
ur gerði því í Gleðileikjafélaginu í Glasgow.
Annar samferðamaðurinn var Sigurður
Magnússon cand. theol. frá Flankastöðum.
Samtímis því að gleðileikirnir hefjast í
Glasgow, beitir hann sér fyrir því stór-
ræði í skólapiltahóp, að láta Bindindisfé-
lag skólapilta ganga í kaup á leiktjöldum,
smíðuðum af Helga Helgasen trésmið, og
kostuðu 118 krónur. Og nú var tekið til
óspilltra málanna. Á fyrsta vetri sýndu
skólapiltar 4 leikrit fyrir forgöngu Sigurð-
ar Magnússonar og nokkurra annara
skólapilta, en veturinn eftir er ráðist í að
sýna Andbýlingana eftir Hostrup og
Erasmus Montanus eftir Holberg, auk
tveggja smáleikrita. Aðgangur að þessum
leiksýningum var ókeypis, en fjár aflað
með samskotum milli kennara og bindind-
ismanna í bænum, enda átti þessi leiklist-
Framh. á bls. 21.