Vikan


Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 7, 1939 vitin og opnar það áður en þér deyið ? sagði hann. — Við verðum að hætta á það, sagði Hanna og yppti öxlum. En ég býst ekki við, að hún geri það. Ég lokaði því með lakki og setti signetmark á það. — Hún kynni að opna það og þegja yfir því, sagði húsbóndi hennar. Hanna brosti ógeðslega. Ég fengi fljótt að vita það, sagði hún digurbarkalega. Og aðrir með. Ja, þá yrðu nú einhver læti. Fólkið hérna í Chidham fengi þá eitthvað til að tala um. Við kæmumst bæði í blöðin. Goddard reyndi að brosa. Herra minn trúr! sagði hann blíðlega. Penninn yðar er víst hættulegt vopn, Hanna. En ég vona, að ekki þurfi að opna það næstu fimmtíu árin. Þér eruð mjög hraustlegar. Konan kinkaði kolli. Ekki skal ég kvarta yfir vanheilsunni fyrr en hún kemur, sagði hún. — En það skaðar ekki að reyna að hindra að hún komi. Hindrun er betri en lækning. — Rétt er nú það, sagði húsbóndi henn- ar. Það er annars óþarfi, að nokkur viti um þetta fjárhagslega samkomulag okk- ar. Ég yrði ef til vill óvinsæll meðal ná- granna minna fyrir að gefa illt eftirdæmi. Ég læt yður auðvitað fá þessa upphæð, af því að ég álít yður verða þess. — Auðvitað, sagði Hanna. Ég veit ekki nema ég sé í raun og sannleika enn meira virði, en þetta getur gengið til að byrja með. Ég mun reyna að fá stúlku fyrir minna kaup en við borguðum Millu, og það verður svolítil uppbót fyrir mig. — Vitanlega, sagði Goddard og brosti aftur. — Við nánari íhugun, sagði Hanna og stanzaði við dymar, — þá er ég ekki viss um, að ég fái neina aðra. Þá fæ ég enn meira. Ef ég geri verkin, þá er ekki nema rétt, að ég fái launin. Húsbóndi hennar hneigði sig, og settist niður, er hann var orðinn einn og fór að hugsa um aðstöðu, sem var bæði óþolandi og stórhættuleg. Með mikilli áhættu hafði hann komizt undan valdi einnar konu, að- eins til að falla hjálparlaus í hendur ann- arrar. Svo óljós og óstaðfestur sem grunur Hönnu kunni að vera, þá var hann nógur. Sannanirnar var hægt að grafa upp. Hann ýmist skalf af hræðslu eða brann af heift, og leitaði árangurslaust að leið út úr klíp- unni. Það voru gáfur hans á móti ill- gjömum heimskingja, en einmitt heimsk- an gerði hana hættulegri. Þar að auki drakk hún. Þegar hún fengi hærra kaup, myndi hún drekka meira, og eitt ölæðis- stóryrði gat kostað hann líf hans. Það var auðséð, að hún naut valdsins. Síðar myndi hégómagirnd hennar koma henni til að sýna öðmm það, og það myndi eyðileggja alla von um undankomu. Hann studdi hönd undir kinn. Það hlaut að vera einhver leið, og hann varð að finna hana — og það fljótt. Hann varð að finna hana áður en umtalið byrjaði. Áður en hin breytta aðstaða húsbóndans og þjóns- ins gæti stutt sögu hennar, þegar sagan kæmist á loft. Hann skalf af hatri, er hann hugsaði um langan, ljótan hálsinn á henni og þá nautn, að kreista úr henni lífið með fingmnum. Allt í einu tók hann viðbragð. Nei, ekki fingur, heldur kaðall. Hann var glaður og reifur út á við og meðal vina sinna, en heima var hann hæg- ur og fáskiptinn. Milla var farin, en hann lét ekki á neinu bera, þótt þjónustan væri talsvert lakari og ekki tekið til í stofunum. Hann kvart- aði ekki, þótt bjöllunni væri ekki anzað, þegar hann hringdi, og lét jafnvel vísvit- andi ósvífni afskiptalausa. Þegar Hanna brosti yfir þessari viðurkenningu á valdi hennar, þá brosti hann á móti, — blíðu brosi, sem gerði hana þó órólega. — Ég er ekki hrædd við yður, sagði hún einu sinni, ógnandi. — Það vona ég ekki, sagði Goddard og lét sem hann væri undrandi. — Sumir væm það kannske, en ég er það ekki, sagði hún. — Ef eitthvað kæmi fyrir mig . . . — Ekkert gæti komið fyrir jafn gætna konu og þér eruð, sagði hann og brosti. — Þér ættuð að geta orðið níræðar, ef heppnin er með yður. Honum var það ljóst, að taugar hans voru að bila. Hann dreymdi illa um næt- ur, en mundi ekki draumana, er hann vaknaði. Honum fannst einhver mikil, óum- flýjanleg óhamingja vera að steðja að sér, en gat aldrei uppgötvað, hver hún var. — Hvem morgun vaknaði hann óhvíldur til að mæta nýjum, óþolandi degi. Hann þorði ekki að horfast í augu við Hönnu, svo að hún gæti ekki lesið hótunina í augnaráði hans. Það var hættulegt og heimskulegt að hika. Hann hafði þegar hugsað út hvern leik í þessari gáfnaraun, sem átti að taka skugga hengingarólarinnar frá hálsi hans og vef ja henni um háls konunnar. Það var dálítil áhætta, en mikið var að vinna. Hann þurfti aðeins að setja hnöttinn af stað, svo myndu aðrir velta honum áfram. Það var tími til kominn að hefjast handa. Hann var dálítið þreytulegur, þegar hann kom úr síðdegisgöngu sinni og leit ekki við teinu. Hann borðaði aðeins lítinn kvöldmat, og sagði konunni, að sér hefði orðið dálítið kalt. Hann hugsaði með sér, að henni hefði orðið meira um, hefði hún vitað um ástæðuna. Hann var ekkert betri daginn eftir og fór til læknis eftir hádegisverðinn. Lækn- irinn sagði, að ekkert væri að honum nema smávegis meltingarkvilli, og hann fór heim aftur með meðalaglas í vasanum. 1 tvo daga tók hann tvær matskeiðar í vatni, þrisvar á dag, en árangurslaust. Síðan lagðist hann í rúmið. — Nokkrir dagar í rúminu skaða yður aldrei, sagði læknirinn. Lofið mér að sjá tunguna í yður aftur. — En hvað gengur að mér, Roberts? spurði sjúklingurinn. Læknirinn hugsaði sig um. — Það er ekkert hættulegt. Taugarnar eru dálítið veiklaðar, svolítil óregla á melt- ingunni. Yður verður batnað eftir nokkra daga. Goddard kinkaði kolli. Allt gekk eins og í sögu. Roberts var mesta þarfaþing. Hann brosti, er hann hugsaði um, hve hissa hann yrði áður en langt liði. Þetta var kannske dálítið hart fyrir Roberts og álit hans sem læknis, en það var ekki hægt að komast hjá því. Hann hallaði sér aftur á bak og fór yfir áætlunina. I einn eða tvo daga færi hon- um smáversnandi, svo fengi hann dálitla ógleði. Síðan færi sjúklingurinn, órólegur og dálítið skömmustulegur að gefa ýmis- legt í skyn. Honum fyndist maturinn svo skrítinn á bragðið, og honum versnaði við ' að borða. Hann vissi, að það væri hlægi- legt, en þarna væri dálítið af kjötseyðinu hans, sem hann hefði tekið frá, — kannske læknirinn vildi rannsaka það ? Og meðalið ? Og saurinn líka, kannske hann vildi rann- saka hann? Það myndi finnast vottur — örlítill vott- ur — af arseniki í saurnum. Og meira en vottur í hinu. Það myndi bersýnilega vera um morðtilraun að ræða. Og veikindi konu hans höfðu hagað sér alveg eins. Hanna myndi eiga erfitt með að komast út úr vefnum, sem hann var að spinna. Hvað bréfinu viðvék, sem hún hafði verið að ógna honum með, þá mátti hún koma með það. — Það myndi verða henni sjálfri fyrir verstu. Fimmtíu bréf gátu ekki frels- að hana frá örlögum þeim, sem hann var að búa henni. Það var um hennar eða hans eigið líf að tefla, og hann myndi enga vægð sýna. í þrjá daga eitraði hann fyrir sjálfan sig með mestu gaumgæfni. Hann vissi, að taugar hans voru að bila. Hann átti eftir að ganga í gegn um uppgötvun- ina, handtökuna og réttarhöldin. Mála- flækjurnar um dauða konu hans. Langar málaflækjur. Það var bezt að bíða ekki lengur, heldur byrja þegar í stað. Klukkan var að ganga tíu um kvöldið, þegar hann hringdi bjöllunni, og hann þurfti að hringja f jórum sinnum, áður en hann heyrði þunglamalegt fótatak Hönnu í stiganum. — Hvað viljið þér? spurði hún í dyr- unum. — Mér er mjög illt, sagði hann og tók andköf. Náið þér í læknirinn. Fljótt! Konan starði á hann, steinhissa. Hvað, svona seint um kvöld? hrópaði hún. — Það held ég varla. — Ég er að deyja, sagði Goddard með brostinni rödd. A — O, ekki held ég, sagði hún ruddalega. — Þér verðið betri í fyrramálið. — Ég er að deyja, endurtók hann. — Sækið þér læknirinn, segi ég. r Konan hikaði við. Rigningin buldi stanz- laust á gluggunum, og hús læknisins var mílu vegar í burtu. Hún leit á manninn í rúminu. — Það er ekki hundi út sigandi, nöldr- . aði hún. Framh. á bls. 18.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.