Vikan - 16.02.1939, Blaðsíða 16
16
VIKAN
Nr. 7, 1939
komu aðeins af því, að það er hægara að
lifa á góðsemi náungans í auðugu landi.
Á meðal hinna pólitísku útflytjenda og
verkamannanna, sem hafa farið að heim-
an af frjálsum vilja, er enginn tengiliður,
— yfirleitt engin snerting. Þeir geta búið
árum saman í sama ókunna bænum án
þess að sjást. Samt eru til undantekning-
ar: ef einhver þeirra deyr. Þegar pólitísk-
ur útflytjandi er jarðaður, fylgja allir
verkamennirnir, og þegar verkamaður er
jarðaður, fylgja allir útflytjendumir með
tölu. Hvernig fregnast um andlátið og
jarðarförina, er hulin ráðgáta. Blöðin
minnast ekki á það, og enginn sendir til-
kynningu. Hvernig komast þeir á snoðir
um það þrátt fyrir allt? Hvenær, á hvaða
tíma, í hvaða kirkjugarði? Þeir vita það.
Það er eitt af hinum óskiljanlegu leynd-
armálum hinna heimilislausu. Þeir eru
allir samankomnir við kistu hins látna
Ungverja, verkamenn frá Renaultverk-
smiðjunum í Billancourt, verkamenn frá
Vincennes, aðstoðarmenn á leiksviði frá
Joinville-sur-Marne, útflytjendur frá Qu-
artier Latin og frá Montmartre. Þeir
standa í kringum kistuna með hattinn í
hendinni. Þeir fylla kirkjugarðinn. Það er
ákaflega sorglegt að deyja svona langt að
heiman, — það vita þeir allir.
Rue Prangois Miron er aðaldvalarstaður
kommúnistanna. Barabás kærir sig ekk-
ert um að skipta sér af þeim, sumpart af
því, að hann er hræddur við þá, því að
hann er alltaf óánægður, þegar hann fer
heim, ef hann talar við þá. Hann veit
ekki, hvers vegna hann kemur þangað
alltaf endrum og sinnum.
1 hópnum í knæpunni hefir Bardichinov
verið bankamaður, Liiv prófessor og Al-
varez málari — lélegur málari — og Bara-
bás finnst það mikill heiður að vera tal-
inn með þeim. í ungverska veitingahús-
inu situr hann oft á meðal prófessora,
bankamanna og listamanna, og samt finnst
honum enginn heiður að því. Þar er það
hann, sem má sín mest, því að hann get-
ur farið heim, hvenær sem hann vill, ef
hann aðeins langar til þess og hefir pen-
inga. Hinir geta ekki farið heim.
Barabás finnur öfundina allt í kringum
sig. Hann álítur þessa háværu, kveinandi
heimþrá vera eitthvað, sem ekki á við.
— Ég vildi, að ég gæti einu sinni enn
setið á New York veitingahúsinu og drukk-
ið kaffi! segir sessunautur Barabásar and-
varpandi og styður höndunum æðrulega
undir kinnar sér.
Barabás hreyfir sig og er órótt. Þetta
hefir ekki snert hann af því, að hann hafi
nokkumtíma dmkkið svart kaffi á New
York veitingahúsinu, — en hafi maður ver-
ið í fjögur ár erlendis, þá getur maður
skilið allar tilbreytingar heimþrárinnar.
Þetta hefir komið við hann af því, að hon-
um finnst það ókarlmannlegt að tala um
þess háttar hluti og kveinka sér eins og
kona. Það er ekki af því, að konan hans
myndi kveinka sér. Nei, guði sé lof, Bor-
iska er ekki þannig gerð, hún heldur að-
eins áfram að kvelja hann með íbúðinni,
sem hún hefir séð í Veiðikattarstræti, —
þrjú lítil herbergi, eldhús og bað . . . Hún
er ekkert dýrari en herbergið í veitinga-
húsinu.
— Við skulum veðja! Það er Radney
efnaverkfræðingur, sem talar. — Hver
þekkir flest kaffihús í Budapest?
Þeir taka sér blað og blýant í hönd og
eru önnum kafnir við að skrifa niður.
Barabás verður naprara í geði við að horfa
á þá. Honum finnst þetta veðmál vera svo
aulalegt, — hvað maður þekki mörg kaffi-
hús, hvar ákveðinn sporvagn nemi staðar
og þess háttar, — dægrastytting fyrir
börn, sem fullorðið fólk ætti að skammast
sín fyrir. Barabás fer heim. Hann er reið-
ur og leiður, og í margar vikur ætlar hann
ekki að skipta sér af þessum mönnum.
Kvöld eitt er Barabás nýkominn heim
úr Rue Frangois Miron. Hann er reiður
og syf jaður. Húsið er allt í uppnámi. Frú
Barabás hágrætur uppi á herberginu
þeirra. Börnin eru úti. Hinir gestir veit-
ingahússins standa í hóp og tala saman
af miklum ákafa. Ungverski trésmiðurinn
í næstu götu, Rue de Lavante, hefir myrt
konuna sína.
Barabás hleypur þangað til að reka
börnin heim. Bakhliðin á veitingahúsinu í
Rue de Lavante er áföst við bakhliðina á
veitingahúsinu, sem Barabás býr í, þau
gætu vel verið tvíburar. Ef skipt væri um
þessi tvö veitingahús einhverja nóttina,
mundu nágrannarnir ekki taka eftir því.
Fyrir framan veitingahúsið og í knæp-
unni er múgur og margmenni. Ungverski
trésmiðurinn hefir flúið. Þegar hann hafði
drepið konu sína, fór hann með blóðuga
exina til lögreglunnar og sagði sjálfur frá
því. Lögreglan er uppi. Barabás ryður sér
braut gegnum hópinn og nær í böm sín.
Jani virðist hafa séð líkið ásamt René, sem
er sonur „le patron“ — Gaston Rue de
Lavante veitingahússins. — Þeir læddust
inn í herbergið við hliðina. Þar era fransk-
ar dyr með dálitlum svölum fyrir framan,
eins og í Rue de la Huchette. Drengirnir
klifruðu út • og sáu yfir á næstu svalir,
sem voru fyrir utan dyraar hjá nágrann-
anum . . . Það fer hrollur um Barabás,
þegar sonur hans gortar af fimi sinni, —
hann slær hann utan undir og rekur síð-
an bamahópinn heim.
Vassja situr þá uppi í herberginu hjá
frú Barabás — Vassja, sem alltaf veit,
hvar hann getur komið að gagni. Honum
hefir tekizt að gera hana dálítið rólegri,
nú grætur hún í hljóði. Allt í einu fer
Anna að gráta. Guð má vita hvers vegna,
kannske aðeins til að auka á ókyrrðina,
eða kannske til að láta Vassja hugga sig
líka. Vassja huggar hana, og það verður
ljúfasta endurminning Önnu: Kvöldið þeg-
ar Vassja faðmaði hana að sér, klappaði
henni og talaði vingjamlega og hughreyst-
andi við hana.
— Hjálpaðu mér, Anna mín. Við skul-
um hátta krakkana, segir Vassja, og Anna
gleymir undir eins áhyggjum sínum. Bara-
bás hefir flýtt sér aftur til Rue de Lav-
ante. Þau hátta börnin og tala síðan lengi
við frú Barabás. Barabás er í þungu skapi,
þegar hann kemur heim aftur. Þeir eru
nýbúnir að bera líkið út þama fyrir hand-
an. Barabás sezt inn í knæpuna. Liiv og
Alvarez setjast hjá honum. Bardichinov
kemur líka heim eftir miðnætti, hann fær
að heyra fregnina, sezt niður stundarkorn,
en Bardichinov er ekki lengur ungur, hann
getur ekki vakað lengi. Hann býður fljót-
lega góðar nætur og fer að hátta. 1 stað
hans kemur Papadakis, og síðan Fedor.
Fedor er spariklæddur og með einglymið.
Hann sezt við borðið hjá þeim. Það hefir
hann aldrei gert áður. Hann drekkur mik-
ið brennivín, segir ekki eitt einasta orð og
situr fram undir morgun hjá Barabásf jöl-
skyldunni.
Daginn eftir fara hvorki Barabás né
Anna í vinnu. Blöðin skýra nákvæmlega
frá því, sem komið hefir fyrir. Monsieur
Alphonse, Gaston tvíburaveitingahússins,
ber það, að trésmiðurinn hafi verið fús til
að lofa konu sinni að fara heim. Þau hafi
rifizt um þetta árum saman, en nú hafi
hann látið undan. Hann vildi ekki fara
strax, var að safna peningum til að geta
sett upp verkstæði á eigin spýtur, þegar
hann kæmi heim. En hann sagði við konu
sína, að hún yrði þá að fara, úr því að
hana langaði svo mikið til þess. Síðan,
þegar hún hafði gengið frá farangri sín-
um og var tilbúin til að fara með níu-lest-
inni, varð trésmiðurinn brjálaður og þreif
exina . . .
Það var þetta, sem komið hafði fyrir.
1 nokkra daga verður veitingahúsið fullt
af fólki, og þegar trésmiðurinn stendur
fyrir rétti, verður það aftur fullt. Tré-
smiðurinn verður dæmdur í margra ára
fangelsi og mun líklega aldrei geta safn-
að peningum til að koma upp litla verk-
stæðinu sínu.
En það kemst aftur kyrrð á lífið. Anna
fer til vinnu sinnar. Hún verður ró-
legri og vitrari. Áður hélt hún, að hún ætti
erfiðast, er hún varð að sjá um mat handa
fjölskyldunni, halda öllu í röð og reglu,
fara á torgið, í búðir og á skrifstofur. Nú
veit hún, að það er ekkert verra en að
vinna hjá útlendingum. En þekking henn-
ar er byggð á viti og stillingu, hún finn-
ur ekki til reiði eða mótþróa, því að hún
hefir lært svo margt. í fyrsta lagi: Glæp-
urinn er ekki í því fólginn, að Ungverja-
land var á móti Frakklandi í heimsstyrj-
öldinni, — litla saumakonan ber lítið skyn
á þess háttar, — og ekki í því, að hún,
Anna, er óvinur, heldur í því, að hún er
útlendingur. Og í öðm lagi: Það er henni
sjálfri að kenna. Það er orsökin til margra
auðmýkinga og kvala, það er orsökin til
fyrirlitningarinnar.
Falskur vinur er líkur skugga manns.
Þegar sólin skín, fylgir skugginn manni,
en þegar ský dregur fyrir sólina, hverfur
skugginn.