Vikan


Vikan - 30.03.1939, Side 14

Vikan - 30.03.1939, Side 14
14 VIKAN Nr. 13, 1939 0 0 Nú fara allir, sem vettlingi geta valdið, á skíði, sér til hressingar. En það er margs, sem þarf að gæta, og margar kröfurnar, sem vetraríþróttirnar gera. Fyrst og fremst klæðnaðurinn. Auðvitað verður fólk, sem stundar skíðaíþróttina, að klæða sig vel, en byrjendum hættir við að klæða sig of vel, svo að þeir eiga bágt með að hreyfa sig og verða fljótt þreyttir og sveittir. En það er líka hættulegt að búa sig illa. Ullarföt og skinnföt eru lang hentugust. Til að forðast snjóblindu, sem ultrafjólubláu sólar- geislarnir á fjöllunum valda, er bezt að nota græn eða grá sólargleraugu, sérstaklega í marz og apríl. Ef þér farið ekki rétt með andlitshúð yðar, getur hún stórskemmzt. Sérstaklega varimar. Þessvegna skuluð þér nota feitt varasmyrsl og andlitssmyrsl á ferðalaginu. Það hefir enga þýðingu að nota þessi venjulegu dagsmyrsl, því að í þeim er oftast vatn, og frostið hefir áhrif á þau. En á kvöldin getið þér notað dagsmyrsl og andlitsduft, eins og þér eruð vanar. Hendumar verða einnig fljótlega rauðar og gprungnar, ef þér gætið þess ekki í tæka tíð að bera á þær handáburð. . Þó eru það sérstaklega fætumar, sem þér þurfið að hugsa um. Það er ágætt að nudda þá með fóta- dufti, ef þeir em sárir af kulda, svita, eða særðir undan stígvélunum. Þess þarf að gæta við skíðaíþróttina — eins og við allar líkamsæfingar — að byrja gætilega. Blóð- rásin og andardrátturinn þurfa að venjast loftinu og erfiðinu. Ef þér hafið ekki gaman af að renna yður á skíðum, er það áreiðanlega af því, að þér hafið ofboðið hjarta yðar og lungum, og til þessa þurfið þér að taka tillit. H erraherbergi. Hér er laglegt herraherbergi. — Húsgögnin eru úr svörtu mahogni, og eru bæði falleg og sterkleg. Legubekkurinn og stólamir eru klæddir grænu efni. Við gluggann er hentugt skrifborð, sem lítið fer fyrir. Gæfa fylgir góðum hring. Kaupið trúlofunarhringana hjá Sigurþóri. Sendið nákvæmt mál. SIGUBÞÖB Hafnarstræti 4. Reykjavík. CcuvúMícl Dömubindi og Belti. Gúmmíhanzkar, Leguhringar og Hitapokar. Edinborg Tilkynning. Hin hollu og bætiefnaríku brauð og kruður úr heil- möluðu hveiti, era ávallt til í brauðsölum minum, fyrir utan allar þær brauð- tegundir, sem ég áður hefi bakað, og hafa farið sig- urför um borgina. Fást á eftirtöldum stöðum: Bræðraborgarstíg 16. Bræðraborgarstíg 29 (Jafet). Blómvallagötu 10. Vesturgötu 27. Ásvallagötu 1. Keykjavíkurveg 19 (J. Bergmann) Laugamesveg 50 (Kirkjuberg). Jón Símonarson, Bræðraborgarstíg 16. Sími 2273. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Fríða Jónasdóttir og hr. Ingólfur Rögnvaldsson jámsmiður. Heimili þeirra er á Bergstaðastrætl 30. (Sigurður Guðmundsson tók myndina). Það segir sig sjálft, að aðeins grannvaxnar stúlk- ur geta gengið i þessum þverröndótta kjól. Hann er úr dökkbláu efni með hvítum röndum. Fallegur kjóll fyrir háar og grannar stúlkur. Dökkhærðar stúlkur gabba oft, en Ijóshærðar stúlkur svíkja alltaf. Octave Uzanne. ■ * Konan er grimmari en maðurinn í ást og hatri. Nietzche. * Ef eitthvað er sagt í gamni, er óheiðarlegt að taka það alvarlegar. Plautus. * Ástin deyr þegar hún hættir að vaxa. Chateaubriand. * Hinn reyndi unnandi veit, að þrisvar sinnum nei þýðir já. Compoamor. • Kvartaðu ekki undan náttúrunni, hún hefir gert sitt. Milton.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.