Vikan


Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 30.03.1939, Blaðsíða 17
Nr. 13, 1939 VIKAN 17 Sporin að var hlýr og bjartur sumardagur. Dagurinn, sem menn þrá í hráslaga- legum haustrigningum, í hríðum og frosti vetrarins, og á köldum vorum. Dagurinn, sem er svo fátíður hér á íslandi. Yfir heiðadragið, sem aðskildi Lauga- sveit og Fjarðahrepp, kom maður gang- andi. Hann var þreklegur og beinaber, kýtt- ur í herðum. Andlitið var stórskorið og hrukkótt, augun döpur, og þungar brúnir slúttu fram yfir þau, eins og til að hylja tóm þeirra. Hann var klæddur mórauðum vaðmálsfötum, og virtist nokkuð við ald- ur. Hann fór sér hægt, staldraði við annað veifið og horfði í kringum sig. Stundum settist hann á þúfu eða stein, sem urðu á vegi hans, og starði hugfanginn á einhvern fagran blett í nágrenninu. Það var eins og hinir fátæklegu, gróðurlitlu hvammar og yfirlætislausu lækjarsprænur samein- uðu fyrir augum hans alla fegurð verald- arinnar. Þegar hann horfði þannig, var eins og augun lifnuðu undir hinum loðnu brúnum, harðir drættir andlitsins milduð- ust, og angurvært bros lék um varirnar. Svo hélt hann áfram, og hreyfingarnar urðu styrkari og léttari eftir því, sem á leið, og það réttist ofurlítið úr kýttum herð- unum. Hiti sumardagsins dró svitaperlur fram á ennið, sem sameinuðust síðan og runnu niður andlitið, og hann strauk sér ósjálfrátt í framan. Þannig hélt hann áfram yfir heiðina, í áttina til Lauga- sveitar. Hann var hér á gamalkunnum slóðum. Sem unglingur hafði hann kannað hér hverja laut, hvern læk og hvamm. Hér í einverunni hafði hann byggt sér stórbýli og fagrar lendur, í heimi hugans. Hér hafði hann reikað um, hugfanginn yfir fegurð sumardagsins, og glaðst yfir fundi nýrra lauta og blóma eins og fáséðra gersema. Og nú var hann í annað sinn að upp- götva hina fátæklegu fegurð hrjóstugrar heiðar, og nú dreymdi hann um áhyggju- lausu æskuárin, eins og um framtíðina forðum. Eftir skamma stund var hann kominn fram á heiðarbrúnina, og hin blóm- lega Laugasveit blasti við honum litrík og hlýleg. Víða stóðu upp reykjastrókar frá hverum og laugum, og stigu beint upp í logninu, hærra og hærra fylgdi hann þeim með augunum, þangað til þeir dreifðust í ósýnilegum úða. Þeir voru eins og fórnir, þakklátlega meðteknar af guði sumarsins. Hann renndi augunum yfir sveitina, — staldraði við hvern bæ og hafði nafn hans upp í huganum, og ótal gleymd og grafin atvik rif juðust upp fyrir honum. Þetta var æskusveitin hans. En allan tímann hafði hann ósjálfrátt skotrað augunum í ákveðna átt, — heim. En hann vildi ekki trúa sínum eigin augum. Gat þetta verið heim. Smásaga eftir Jón Aðils. Laugatún, — svona breytt? Þarna voru veglegar, hvítmálaðar byggingar og f jöldi útihúsa, næstum heilt þorp, og víðlend tún lágu nú þar, sem áður var kargaþýfi. En hvað var orðið af gamla bænum? Hann hvessti augun og reyndi að töfra hann fram meðal hinna glæsilegu bygginga. En hann fannst ekki. En nokkru fyrir ofan þær gat hann greint húsatóftir, girtar ofurlitlum grænum reit, sem stakk í stúf við hinn ljósari lit nýsleginna túna. Það var æskuheimilið hans. Svona var þá allt orðið breytt. Ekkert af því, sem hann hafði unnað, nema tóftabrot. Hann settist á stein og dró andann djúpt. Það var sem allt líf væri afmáð af andlit- inu, og fjörið, sem á leiðinni hafði lifnað í þreytulegum augunum, var nú gersam- lega horfið. Þar var ekkert nema tóm brostinna drauma, sem á liðnum árum höfðu glatt hann, drauma um æskuheim- ilið, sem hann ætlaði að sjá einu sinni enn á æfinni. Hann hafði hlakkað til þessarar ferðar í langan tíma, bollalagt og athugað, hvemig hann ætti að haga ferðinni frá Reykjavík, því að það var ekki auðhlaupið fyrir verkamann með stopula vinnu að fara þótt ekki væri lengra en í Laugasveit. Og svo til að rekja æskusporin hafði hann gengið hér yfir heiðina, í stað þess að fara með bílnum alla leið. Og nú var hann hér um bil kominn heim. En honum fannst hann ekkert erindi eiga þangað lengur. Þetta var ekki æskuheimili hans. Enginn þarna, sem hann þekkti. Það voru þrjátíu ár síðan hann hafði flutzt þaðan, selt föðurleifðina, og haldið ásamt konu sinni til Reykjavík- ur. Þar var þá nóg að gera. Peningar milli handanna, sem hann hafði lítið af áður. Já, það höfðu margir leitað í dýrðina í Reykjavík. Þar var vinna og vissar tekj- ur, og engar búsorgir. En föðurleifðin hans hafði gengið kaup- um og sölum, og fyrir tíu árum hafði nýi bóndinn flutzt þangað, og svona var orðið úthts þar í hans tíð. Stórfelldir vermireitir og víðlend tún. Já, það var orðið búsæld- arlegt. Og nú var ný ætt að festa rætur á föðurleifðinni hans. — Ósjálfrátt skýrðust myndirnar í huga hans. Hann var kominn þrjátíu ár aftur í tímann. Það voru andstæðar tilfinningar, sem börðust í brjósti hans, þegar hann var að taka sig upp og flytja alfarinn frá æskuheimilinu. Vonir og tilhlökkun yfir hinu nýja, óþekkta, sem var framundan, og söknuður yfir því, sem hann lét að baki sér. Og svo komu hinar nýstárlegu myndir frá Reykjavík, sem hann sá í fyrsta skipti. Það var margt ólíkt því, sem hann hafði áður þekkt. Og oft leitaði hugur hans til gróðursælu sveitarinnar, og litla torfbæj- arins. Hann var hraustur og liðtækur mað- ur á þeim árunum, og sat því víðast fyrir vinnu. Það féll varla dagur úr hjá honum, hann lifði góðu lífi, hafði nóg að bíta og brenna og gat lagt dálítið til hliðar. Það var oft langur vinnutíminn hans, og erfiðið mikið, en hvað fékkst hann um það. Hann var vanur að erfiða, og krónurnar urðu því fleiri. Og til hliðar lagði hann hverja krónu, sem aflögu var. Þar var engu eytt í óþarfa. Hann var farinn að hugsa um að leggja í einhvern sjálfstæðan atvinnurekstur, eða jafnvel kaupa sér lítið hús, með túnskika og garðholu. Ef hann gæti nú fengið sér kú og nokkrar kindur, þá missti hann ekki alveg tengslin við búskapinn, og börnin gætu haft eitthvað að sýsla við heima. Og svo rann loks upp sá dagur, að hann gat keypt lítið hús uppi í Holti, og með því fylgdi allstór, en óræktuð lóð. Húsið var nýtt og vandað, byggt af manni, sem leitað hafði á mölina, en eigi tollað þar til lengd- ar, og síðan horfið aftur til fyrri heim- kynna. Og nú var að taka til óspiltra mál- anna við að ryðja landið. En það var ekk- ert auðhlaupaverk. Bæði var, að hann varð að vinna allar stundir til að framfleyta heimilinu og greiða eftirstöðvarnar, sem hvíldu á eigninni, og svo var landið svo grýtt. Þau voru ekki fyrirferðarmikil dagsverkin hans, er hann leit yfir landið, og grjótið hlóðst upp. Alveg ótrúlegt, hve mikið var af því. Og smámsaman gaf hann frá sér von- ina um kúna. Það yrði líka of umstangs- mikið. Nú var hann farinn að sætta sig við tilhugsunina að hafa þarna aðeins væn- an kartöflugarð. Og smám saman fjölgaði börnunum, og heimilið þyngdist. En það var ekki svo að skilja, að hann tæki það nærri sér, nei, síður en svo. Börn- in voru hraust og myndarleg, sannkölluð guðsblessun, og hann var ánægður meðan hann gat séð sómasamlega fyrir þeim. Og þau veittu honum marga ánægjustundina, er hann kom þreyttur heim, að loknu erfiðu dagsverki. Og svona liðu árin eitt og eitt, án þess að hann veitti því neinn sérstakan gaum. Það komu stundum erfið- ir tímar, dagar sem féllu úr, aðstreymið til bæjarins var svo mikið, allir sóttu í vinnuna og dýrðina í Reykjavík. Og þá varð stundum þröngur kostur á heimilinu, því að margir voru munnarnir að metta. Hann var nú orðinn stirðari, því oft hafði hann tekið nærri sér, og gat varla lagt eins að sér með vinnu og áður. En börnin tóku að stálpast, og það var nú von um, að þau elztu gætu farið að hjálpa til, áður en langt um liði. Það vonaði hann, því að honum var farið að ganga erfiðlega að sjá fyrir heimilinu. Svona liðu árin, og tímarnir breyttust. Nú voru farin að koma Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.