Vikan


Vikan - 30.03.1939, Side 19

Vikan - 30.03.1939, Side 19
Nr. 13, 1939 VIK A N 19 Skranmarkaðurinn í Prag. Vordagar í Bæheimi Framh. af bls. 5. aðalatvinnuvegur landsins. Landið er auð- ugt að fossum, svo að nóg er af ódýrri raf- orku. Landbúnaður stendur á mjög háu stigi, einkum í Bæheimi og á Mæri, akur- yrkja, kvikfjárrækt og ávaxtarækt eru stundaðar af hinu mesta kappi. Og þó er Tékkóslóvakía fyrst og fremst iðnaðarland, eitt hið mesta í Evrópu. I árslok 1935 voru í landinu 11 þúsund verk- smiðjur, stórar og smáar, sumar risavaxin fyrirtæki, eins og Skoda vopnaverksmiðj- urnar í Pilsen, ölgerðariðjan í Pilsen, skó- fatnaðarverksmiðjurnar í Zhn og malt- gerðin í Brno. Glergerð og málmiðnaður, efnagerðariðnaður og vefnaðariðnaður standa einnig á mjög háu stigi. Hafa Tékk- ar og Sudetar náð í þessum iðngreinum fullkomnun, sem aðeins fæst með reynslu margra alda. 1 skógahéruðum Bæheims og f jarlægum sveitum mátti heita, að lífið allt væri með miðaldablæ, þangað til fyrir tuttugu árum, að þjóðin fékk það sjálfstæði sitt, sem nú er glatað. Síðan hefir öllu fleygt fram með risaskrefum í borg og byggð, einkum meðal Tékkanna, sem eru mannaðastir og ötulastir allra Slava, en Slóvakarnir hafa líka drjúgum reynt að fylgja þeim eftir, þó að enn sé þar meiri fyrnska í háttum. 1 þrjár aldir lutu Tékkar og Slóvakar hinu austurríska keisaradæmi og lengst af hart leiknir. Á þessum öldum urðu Tékk- arnir að harðgerðri og hagsýnni þjóð, sí- vinnandi og sparsamri, sem lærði það í ströngum skóla, að henni tjóaði engum að treysta nema sjálfri sér. Þessi einkenni marka Tékkana enn þann dag í dag. Þeir eru í senn rómantískir og hagsýnir, at- hafnamenn og listfengir. Og eitt er sam- eiginlegt einkenni allra Tékka: Þeir eru ákafir frelsis og föðurlandsvinir, unnend- ur alls, sem þjóðlegt er. Kemur þetta hvað gleggst fram í rækt þeirra við þjóðlega tónlist, þjóðlega myndlist og byggingar- list. Tékkar eru mjög söngvin þjóð. Tveir af ágætustu tónskáldum veraldarinnar, Dvorak og Smetana, eru Tékkar, og það er ekki fyrst og fremst tékknesk snilli, heldur tékkneskur andi og tékkneskt feg- urðarskyn, sem birtist í tónlist þeirra, tregaþrungin glaðværð og glettin alvara. Maí 1929. — Ennþá er heimurinn bjart- sýnn og horfir fram til betri tíma. Ennþá trúir hann á frelsi og frið. Hvergi hefi ég fundið þetta betur en einmitt í Prag, höfuð- borg hins nýja lýðveldis, þar sem fortíð- in og framtíðin mætast á svo sérkenni- legan hátt. Hvar sem ég kom, við hvern, sem ég talaði, þótti mér mest um vert bjartsýni þessa fólks og stórhugur. Það leit aftur til liðinna alda á svipaðan hátt og við íslend- ingar minnumst einokunarverzlunarinnar. Alls staðar var verið að taka á stórum, nýjum viðfangsefnum, byggingum, vegum, skógrækt, verksmiðjurekstri, nýjum átök- um í fræðslu- og félagsmálum. Fátækt liðinna alda var að þoka fyrir nýrri velmegun. Hávirðisár höfðu gengið undanfarið, og elf- ur nýs f jármagns og gróða höfðu flætt inn í landið. Enginn var þá farinn að láta sér detta í hug f jármála- og við- skiptakreppuna, þaðan af síður algert hrun lýðræðisins í Mið- Evrópu. Tékkóslóvakía átti sér engan fjandsamlegan nágranna ennþá sem komið var. Hún er hið unga, stórhuga riki, sem í fyrsta sinni í margar aldir reisir höfuðið stolt og frjálst, og vakir um leið með tryggð og ást yfir sínum fornu minningum, þjóðsiðum og menningu. Og svo kemur að því fyrir mér að fara, — kveðja, eins og ferðamannsins er siður. Ég stend á vormorgni á Hradschin hæð- inni. Að baki mér er hin volduga forna konungshöll, þáverandi bústaður Masa- ryks forseta. En framundan mér blasir við Prag í silfurhvítri morgunþoku, — hið forna aðsetur drottnara hins heilaga, róm- verska ríkis. Ennþá sér aðeins upp úr þokuhafinu á hæstu turna og hallarþök. En smám saman skýrist myndin, gylltum koparhvelfingum kirknanna skýtur upp, brúarturnum og skrautbyggingum frá öll- um öldum og tímum. Ég reika niður á gamla torgið, þar sem minnismerki Johans Húss stendur, hátignarlegt og fagurt, fram hjá gamla ráðhúsinu með sína frægu klukku frá 1490, klukkuna, sem sýnir alla heimsins viðburði langt fram á óra vegu komandi alda. I hvert sinn, sem klukkan slær, birtast Jesús Kristur og allir hans tólf postular til þess að minna hinn hvik- lynda borgarlýð á alvöru hins líðandi augnabliks, og hverfa síðan aftur í skýli sín, þegar ómur klukkunnar er dáinn út. Ég reika áfram í undarlegum hug, eins og maður, sem stiklar á mörkum tveggja heima, í gegnum breiðar verzlunargötur með nýtízku hallir úr steini og gleri, belj- andi umferð og glaðværan þys, inn í ör- mjóar miðaldagötur, með einnar hæðar hús og há, slútandi þök, svo mjóar, að engu nútíma ökutæki er um þær fært, og húsfreyjumar tala saman í makindum, hvor úr sínum glugga, þvert yfir götuna yfir öxl vegfarandans. Mér dettur í hug, að svona hafi Prag verið, er snillingurinn Tycho Brahe dvaldi hér landflótta 1599. Ég nem staðar við kirkju heilags Wenzeslavs, er myrtur var 936. Kirkjan er lítið guðs- hús, æfafornt, en mestur helgidómur í borginni. Stendur hún þröngt í hinum elzta hluta borgarinnar, turnlaus og lítt ásjáleg. Upp á það hafa síðari kynslóðir bætt með því að byggja glæsilegan turn hinum meg- in við götuna, og er hann mannvirki út af fyrir sig. Og hér sé ég einkennilega mynd af trúarlífi tékkneskra manna, — og í svip- inn finnst mér, að ég hljóti að vera stadd- ur í einhverri miðaldaborg. Fjöldi manna gengur í kirkjuna til að gera bæn sína, verkamenn, snarlegir kaupsýslumenn, ung- ar meyjar og hefðarkonur. Kaupa þau kerti í anddyri kirkjunnar, kveikja á því og færa dýrlingi þeim, sem þau ætla að eiga mál við þann dag. Margar hefðar- konur hafa hunda sína með sér. Fyrir dyrum úti standa beiningamenn og bjóð- ast til að halda í hundana fyrir nokkra aura á meðan þær ljúka erindum sínum í kirkjunni. Það er slíkum manni happa- dagur, ef hann fær tvo til þrjá hunda til að passa. Einn af þeim, sem tekið hefir sér stöðu við kirkjuna þennan morgun, er, ef svo mætti segja, hundheppinn; hann fær þrjá hunda í gæzlu. Þegar hann hefir afhent eiganda síðasta hundinn, á ég von á því, að hann fari rakleitt á ölknæpu og kaupi sér brauð og öl í svanginn. En hann gerir það alls ekki. Hann veit, að það kem- ur dagur eftir þennan dag, þegar hann þarf á aðstoð helgra manna að halda, ef hann á að verða jafn fengsæll. Þessvegna fer hann inn í kirkjuna og kaupir tveggja aura kerti og gefur heilögum Wenzeslavs, krýpur síðan niður og gerir bæn sína. Ég kaupi líka 5 aura kerti og gef hinum helga manni, segi honum allt um ferðir mínar og trúi honum fyrir dálitlu leyndarmáli, sem mér er mjög hugarhaldið um, ef hann vilji svo vel gera. Og viti menn: Eftir 3 vikur varð mér að bæn minni suður í Wien, og svo fremi, að það sé kerti mínu og fyrir- bæn hins heilaga manns að þakka, þá hefi ég aldrei varið neinum 5 aurum betur á æfi minni. En því miður er það algert einkamál, hvað ég bað hann um. En þá er kjarkurinn óbilandi — — Ég hefi, segir nafnkunnur rithöfund- ur, þekkt margar stúlkur, sem aldrei þorðu að koma á hestbak, af því að þær voru svo hræddar um, að hesturinn mundi fælast. Aðrar hefi ég vitað varast að fara á sjó, því að þær voru svo hræddar um, að bátnum mundi hvolfa. Enn hefi ég þekkt stúlkur svo huglitlar, að þær hafa forðast að koma út þegar dögg hefir verið á jörðu til að væta sig ekki í fæturna. En ég hefi aldrei vitað stúlku bresta áræði til að giftast, og er það þó meiri áhætta en allt hitt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.