Vikan - 30.03.1939, Qupperneq 20
20
V IK A N
Nr. 13, 1939
Jóhann Hjaltason:
Fyrir fjörutíu árum
Eins og sjá má í hinu merka riti Jóns
Aðils, „Einokunarverzlun Dana á
íslandi“, voru lengi fram eftir öld-
um aðeins tveir verzlunarstaðir við Húna-
flóa, þ. e. Skagaströnd og Kúvíkur í Reykj-
arfirði hinum syðra á Ströndum norður.
Að þessu var, eins og nærri má geta,
geysilegt óhagræði fyrir flestalla íbúa
hinna stóru héraða, sem að þessum kaup-
stöðum lágu og hggja. En ekki bættist úr
þeim meinum fyrr en á s. 1. öld, og það
ekki hvað Strandasýslu snerti, fyrr en rétt
undir aldamótin 1900, að föst verzlun kom
á Hólmavík, en áður hafði þá um nokkur
ár komið lausakaupmaður á Skeljavík og
legið þar nokkrar vikur að sumrinu.
Slíkir kaupmenn voru nefndir „spekú-
lantar“ og skipin „spekúlantsskip“.
Eigi höfðu bændur þá aðra framleiðslu
til að verzla með við „spekúlantana" en
ull og svo dún, lýsi og selskinn frá hlunn-
indajörðum. Allur almenningur gat því
lítið keypt af útlendri vöru. Það voru stór-
bændurnir einir, er gátu birgt sig upp með
kornvöru, kaffi og sykri o. fl. til ársins.
Fátækari bændur við Steingrímsf jörð urðu
því eftir sem áður að sækja norður í kaup-
stað, sem svo var nefnt, þ. e. norður í
Kúvíkur eða vestur að Djúpi.
1 byrjun jólaföstu fóru margir vestur
að Amgerðareyri með einhvem píring af
smjöri og mör til að kaupa fyrir glaðning
upp á jóhn, kaffi og sykur og tár af víni.
Skal þér nú sagt frá einni slíkri ferð,
er tveir Steingrímsfirðingar fóm á jóla-
föstu rétt eftir 1890.
Þeir lögðu upp snemma dags í sæmi-
legri færð, en ekki góðu veðurútliti. Þeir
drógu sleðakjagg lítið og þar á smjör og
mör, er þeir ætluðu að kaupa fyrir á Am-
gerðareyri. Þeir fóru svonefnt Hólatagl,
sem er styttri leið en upp frá Kleppustöð-
um. Um fullbirtu tekur að dimma að með
hríð og er þar skemmst af að segja, að
innan skamms skellur á þá stórhríðarbylur
með miklu frosti, og sjá þeir ekki annan
kost vænni en skilja þar eftir sleðann og
snúa við og freista þess að ná lausir til
byggða. Það gera þeir og farnast vel. En
í sex daga stóð hríðin svo að varla var
uppstytta. Á sjöunda eða áttunda degi
gerir gott veður og leggja þeir þá enn á
stað. Finna þeir sleðakútinn, komast vest-
ur og ljúka þar erindum sínum, og gista á
einhverjum bæ í nánd við Arngerðar-
eyri.
Um nóttina gerir hláku og em suðvest-
an hryðjur, er þeir leggja upp frá nátt-
stað sínum. Er þeir hafa skammt farið,
gerir svo mikla úrkomu af bleytukafaldi,
að þeir sjá ekki annan úrkost en leita
skjóls á bæ einum, er þar var nærri, enda
vom þeir lítt búnir að hlífum og þá meir
til að mæta frosti en vætu. Á bæ þessum
er þeim boðið til baðstofu, sem er lág undir
loft, súðarlaus og aðeins reft á langbönd
og sperrur, svo sem nú tíðkast í fjárhús-
um. I baðstofunni er margt fólk, böm og
unglingar. Innst við gafl liggur bóndi í
rúmi sínu og er hann ber, að svo miklu
leyti, sem þeir sjá, með brekán og gæm-
skinn ofan á sér. Og allsstaðar voru skinn
yfir rúmum, því að baðstofan lak mjög.
Er 'þeir hafa þarna langa stund verið, án
þess við þá væri talað, kemur kona bónda
með rjúkandi saltsteinbít í trogi, er hún
setur á kistil við rúm bónda síns. Rís hann
þá upp við olnboga og skammtar hverjum
af þeim, sem inni var, sinn skerf úr trog-
inu á þjótur og trédiska, en engin voru
þar önnur mataráhöld, hvorki hnífur né
gaffall. Bræddur mör fylgdi, og dyfu ahir
í sama bollann. Eigi fengu þeir þar ann-
an beina.
Enda var það tíðast í þá daga, að vest-
urferðamenn, hvort sem það voru nú ver-
menn eða aðrir, höfðu með sér mat í nesti
að heiman og hfðu að mestu á því.
Þó var yfirleitt næturgestum borinn
matur, sem oftast var grautur og mjólk.
Muna margir eldri vermenn eftir því, að
það var lengi siður á minni háttar bæjum
vestan heiðar, að bera grautinn fram í
tarínum eða smáum trogum, þar sem tveir
voru um hvert ílát og stundum fjórir.
Kaffi var þá lítið notað og því sjaldan
borið ferðamönnum.
Þegar af létti hryðjunni fóru Steingríms-
firðingarnir að hugsa til ferðar, þökkuðu
fyrir sig og kvöddu heimafólk.
Hafði bóndi þá aftur hlúð að sér gæru-
skinnunum og leizt þeim svo sem hann.
myndi eitthvað krankur vera.
Þeir komust að Lágadal um kvöldið og
voru þar þá nótt. Daginn eftir var frost
og norðvestan ágangsél, þó lögðu þeir á
heiðina snemma dags, en þá var Stein-
grímsf jarðarheiði sæluhúslaus og htt vörð-
uð, og því nokkuð annað að fara hana en
nú. Annar þessarra ferðamanna var nokk-
uð við aldur, en hinn ungur og kapps-
fullur og eigi svo búinn að skjólklæðum
sem skyldi. Þeir fóru fram svo nefndan
Kúludal og stefndu á Sótavörðuhæð, sem
er nær miðri heiði. Er þeir koma alllangt
fram á dalinn, gerir él eitt mikið, og vill
hinn eldri þá aftur hverfa og freista að
ná Lágadal. Hinn kveður það aldrei skulu
henda og verði nú fram að halda svo sem
horfi, að hverju sem það verði. Hlýtur
hann að ráða og halda þeir nú áfram um
hríð eftir tilvísun stormsins.
Gamli maðurinn er við og við að þreyfa
á búnaði félaga síns um handleggi, háls
og hendur og hafa orð á, að þunn séu
klæðin og muni þau brátt frjósa, en hann
kala og gefast upp. Pilturinn kveður það
enn óséð, hvorn fyrr þrjóti gönguna, og
því bezt að geyma allar hrakspár. Eigi
miklu síðar birtir nokkuð í lofti og verða
þeir þess þá vísari, að þeir eru komnir
undir Sótavörðuhæð og hafa lítið eða
ekkert afleiðis farið meðan á stóð hríð-
inni.
Fór veðrið batnandi úr því og komust
þeir norður og heim um kvöldið við góðan
leik, og þótti sín för giftusamleg eftir at-
vikum.
Suðurlands
Reykjavík. Sími 1249 (3 línur).
HEILDSALA: Lindargötu 39.
Niðursuðuvörur, kjöt, íiskmeti,
Allskonar
pylsur og annar áskurður á brauð.
SMÁSALA:
Matardeildin, Hafnarstræti 5. Sími 1211.
Matarbúðin, Laugaveg 42. Sími 3812.
Kjötbúðin Týsgötu 1. Sími 4685.
Kjötbúð Austurbæjar. Sími 1947.
Kjötbúð Sólvalla. Sími 4879.
Konan: Ég skil
ekki, hvernig þú
fórst að hlæja að
allri þeirra vitleysu,
sem úr honum vall.
Hann: Ég varð.
Ég skulda honum
100 krónur!
*
Jón: Það er mað-
ur, sem kann að
halda ræðu, prest-
urinn okkar. Hann
talaði svo ljóst og
kunnuglega um hel-
víti, að það var eins
og hann væri fædd-
ur þar og uppalinn.
Gunnar: Þó að
það sé nú ef til vill
ýkjur, að hann sé
alinn þar upp, þá
var samt auðheyrt,
að hann var dável
kunnugur þar neðra