Vikan - 13.04.1939, Side 5
Nr. 15, 1939
VIKAN
5
eimssýningin —
og heimur framtíðarinnar.
Eftir ALEKO E. LILIUS.
I eftirfarandi grein er sagt frá fyrir-
komulagi Heimsýningarinnar í New
York og hinum mörgu og furðulegu
byggingum og æfintýralegu uppfinn-
ingum, sem þar getur að líta.
IjHJjJ vor mun fólk streyma hvaðanæfa að til að vera við-
statt heimssýninguna í New York 1939, mestu sýn-
ingu þessarrar aldar.
í Bandaríkjunum er allt meira, betra og dýrara en á
nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það verður heims-
sýningin í New York 1939 einnig — bæði betri, mikilfeng-
legri og dýrari en nokkur önnur heimssýning, sem haldin
hefir verið.
Það, sem er aðalhugsjón þessarrar sýningar, er að sýna
heim framtíðarinnar. Hún hirðir lítið um fortíðina eða nú-
tíðina — það er þróunin, sem menn hafa áhuga á — hvernig
mennirnir á komandi tímum munu hagnýta sér efnin, vís-
indin, vélarnar, samgöngutækin, náttúruauðæfin, fæðuteg-
undirnar o. s. frv.
Rafmagnið verður áreiðanlega mikið notað. Kannske
verður hægt að þrýsta á hnapp í vasa sínum, hvar sem
maður er staddur, og fá í sömu andrá ultra-stuttbylgju-
samband við einhvern, sem mann langar til að tala við í
gegnum vasa-talsímann, sem maður getur hæglega haldið
á í lófanum. I hinni hendinni gæti maður svo haldið á fjar-
sýnis-áhaldi á stærð við venjulega púðurdós og séð þann,
sem maður er að tala við.
En við skulum halda okkur við sýninguna. Ég byrja á
að kynna ykkur fyrir vini mínum, Jasper Svendsen.
Ég hefi farið oft og mörgum sinnum um sýningarstaðina
með Jasper Svendsen. — Jasper Svendsen er nálægt fer-
tugu. Þriggja ára gamall kom hann með föður sínum
til Ameríku. Afi hans var finnskur, amma hans norsk,
faðir hans danskur og móðir hans sænsk, svo að
Jasper skoðar sig ósvikinn Skandinava, og það er
hann líka. Hann hefir blá augu, hörgult hár og er
rúmlega 2 metrar að hæð. — Jasper hefir, eins og
flestir Skandinava-Ameríkumenn, gegnt ýmsum störf-
um. Þegar hann hafði lokið við skólann, fór hann í
háskóla. En lífið brosti ekki við honum. Hann fékk
ekkert að gera, svo að hann fór í sveitavinnu. Því næst
reyndi hann fyrir sér eins og Knut Hamsun sem vagn-
stjóri í Chicago, og síðar fetaði hann í fótspor Jack London
og fór til Alaska, þar sem hann gerðist fiskimaður. Hann
hefir líka verið skógarhöggsmaður í British Columbia og
auglýsingastjóri blaðs í Settle.
Jasper er víðlesinn maður og talar svo vel ensku, að
það er unun á að heyra. Það er háskólamenntuninni að
þakka. Eftir heimsstyrjöldina gekk hann í þjónustu stjórn-
arerindrekanna. Hann hefir aldrei viljað tala um, hvaða
starf hann hafði þar. — Þar sem við erum báðir Skandin-
„Trylon" og „perisphere", miðbyggingar heimssýning-arinnar. „Trylon“ er
210 m. hár, þrístrendur pyramídi, en ,,perisphere“ 60 m. há kúla, og í
henni er borg framtíðarinnar ,,Democra-City“.