Vikan


Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 7
Nr. 16, 1939 VIK AN 7 opnar körfu, sem er við hlið hans, og við sjáum hausa á stórum slöngum. Hann þrífur hljóðfæri og tekur að leika á það, en slöngurnar dilla höfðunum upp og niður eða til hliðar eftir hljómfallinu. Við stöndum dálítið frá, en kaupmaður- inn bendir okkur að koma nær um leið og hann segir þau einu ensku orð, sem hann kann, fyrir utan money (peningar): no danker (á að vera no danger — engin hætta). Við göngum lítið eitt nær, hægt og gætilega. I nokkrum pokum eru mungoar. Mungo er líkur merði. Evrópumenn í Austurlönd- um hafa þá til að drepa slöngur. Leiðsögu- maður okkar segir, að slöngutemjarinn ætli að fórna einni slöngu, ef við borgum vel. Slöngunni er sleppt og mungoanum, sem ræðst á slönguna og drepur hana undir eins. Slöngutemjarinn býður okkur skinnið af slöngunni, en við afþökkum það. Við vitum, að það er einskis virði, annars myndi hann ekki bjóða okkur það. Ind- verjar eru meiri verzlunarmenn en það. Rétt hjá eru 5 eða 6 risavaxnir gamm- ar, sem berjast um kjötleifar af dauðu dýri. Þessa stóru, svörtu fugla þarf að varast. Þeir eru oft ótrúlega frakkir. Einu sinni var drengur, sem er hjá okkur, að bera kjúklinga frá eldhúsinu inn í bjálkahúsið, þegar gamm- ur flaug allt í einu niður og hernumdi tvo kjúklinga. Nú komum við að brauðabúð, þar sem eru seldar heimabak- aðar kökur, sætar, súrar og kryddaðar. í búðinni er verið að þvo þvott. Vatnið er sótt í brunn, fötunum difið ofan í það og síðan er þeim slegið við slétt- an stein. Ef viðskiptavinur kem- ur inn, er hlaupið frá þvottin- um, svitinn á andlitinu þurrk- aður með höndunum, sem svo þrífa hinar ólystugu kökur og Skraddarinn að vinnu sinni. Vinnan er ekki vönduð, þar sem hann þarf að tala svo margt við vegfarendur. Evrópumenn eru ekkert sérstaklega hrifnir af hinum krydduðu kökum Indverja. En verzlunin borgar sig samt. Vörumar eru bomar í körfum á markaðinn. Það er óskiljanlegt, hvað Indverjar geta borið mikið. Þeir ganga margar míiur með vörur sinar til að fá nokkra aura (1 anna er 10 aurar). Minni bögglar em venjulega bomir á höfðinu. afhenda viðskiptavininum þær. Síðan er haldið áfram að þvo. Þvotturinn breiddur út, og sól- in þurrkar hann á stuttum tíma. Lítil telpa kemur háskælandi til okkar. Hún hefir týnt kiðl- ingnum sínum og snýr sér til okkar. Indverjar bera tak- markalaust traust til Evrópu- mann. En hvernig á að finna lítinn kiðling í öllum þessum hávaða og látum? Það er ómögulegt að standast þetta út- grátna, óhreina andlit með stór- um biðjandi augum. Við heitum fundarlaunum og skömmu síðar er komið með kiðlinginn. Litla telpan fellur á kné og kyssir skóna okkar í þakklætisskyni. Það er skemmtilegt að reika hér um og athuga þetta undar- lega líf, undarlegs þjóðflokks, sem heldur fast við sínar aldagömlu sið- venjur og lætur hvergi glepjast af menn- ingu fjarskyldra þjóðflokka. Nú er sólin komin hátt á loft. Manni finnst, að þetta líf hljóti að vera erfitt og þreytandi, en Indverjarnir taka því með ró. Þeir virðast vera hamingjusamir menn. Markaðsdagurinn er hin mikla há- tíð í lífi þeirra. Þeir virðast blátt áfram vera í hjarta sínu ánægðir, þó gróðinn af öllu erfiði og bjástri markaðsdagsins nægi þeim vart til að draga fram lífið til næsta markaðsdags. En sumir eru ánægðir með lítið, en öðrum nægja ekki öll heimsins gæði til að höndla gleðina, hamingjuna og hvað það nú allt heitir, sem sennilega fellst þó allt í hinu eina sakleysislega orði: nægjusemi. Við leggjum af stað heim, því að nú er farið að drekka. Indverjamir em síðan þarna til morguns, en þá fara þeir heim í uxakerrunum sínum, ölvaðir eða sof- andi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.