Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 9
Nr. 16, 1939
VIK A N
9
Á leið til
Lisa var minni, grennri og fölari en
átta ára stúlkur eru yfirleitt. Hár
hennar hékk í tveimur, þunnum stýr-
um yfir grannar herðarnar. María gamla,
fóstra hennar, þreif alltaf í hárið á henni,
þegar hún reiddist.
María klappaði oft hvítu köttunum sín-
um svo alúðlega, að Lísa fölnaði af öfund.
Kettirnir fengu að sofa í rúmi gömlu kon-
unnar, annar í fangi hennar, hinn við fæt-
ur hennar, en Lísa varð að sofa í hálm-
fleti undir stiganum í ganginum.
Ef pósturinn haltraði fram hjá litla hús-
inu hennar Maríu í skógarjaðrinum í byrj-
un hvers mánaðar, í stað þess að koma inn
og afhenda henni umslag með peningum í,
barði María Lísu litlu í bakið með harða
vendinum sínum.
— Hítin þín, sagði hún alltaf, þegar
Lísa bað um brauðbita.
Ef pósturinn kom ekki heldur daginn
eftir, studdi María báðum höndum á
mjaðmir, horfði illilega á Lísu og sagði:
— Þú verður mér þyngri byrði með
hverjum deginum sem líður.
Og þau kvöld fór Lísa sársvöng að sofa.
En kæmi það fyrir, að pósturinn færi
þriðja daginn fram hjá húsinu, sagði sú
gamla:
— Aldrei á æfi minni hefi ég þekkt eins
aumt fósturbarn og þig. Ég sendi þig strax
á morgun til móðurmyndarinnar þinnar.
Við þessa hótun létti Lísu stórum. Ef
hana langaði til einhvers, þá var það ein-
mitt að komast til þessarrar móður, sem
hún hafði aldrei þekkt. Vakandi og sof-
andi dreymdi hana um kossa og blíðuatlot.
Og hún bað guð að láta peningana ekki
koma, svo að hún yrði send til móður
sinnar.
En fjórða daginn kom þetta langþráða
bréf, það var eins áreiðanlegt og dagur
kemur á eftir nótt, og þar með var ekki
minnst á borgina eða móðurina.
Einn daginn var Lísa að hugsa um þessa
móður, sem lét hana vera hjá henni Maríu,
og þar sem engir aðrir voru viðstaddir en
kettirnir, sem hún gat svalað reiði sinni á,
réðst hún á þá með vendinum. Augu gömlu
konunnar urðu eins stór og undirskálar.
Hún kipraði mjóar varirnar saman, þreif
vöndinn af Lísu og lúbarði hana:
Og síðan sagði hún:
— Reyndu ef þú þorir að berja kettina
mína aftur.
En þrátt fyrir sársauka sagði Lísa litla
þrjózkufull og kjökrandi:
— Já, ég skal — ég skal — ég skal!
María lét vöndinn dansa á baki Lísu á
meðan kraftarnir entust. Síðan fór hún til
næsta bæjar, því að hún vissi, að bóndinn
þar ætlaði að fara í kaupstaðinn með svín
fljótsins.
Smásagá.
daginn eftir, og hún bað hann að fara með
Lísu.
En Lísa lá í hálmfletinu og óskaði þess,
að hún fengi, þó að ekki væri nema einu
sinni, önnur eins blíðuatlot og hvítu kett-
irnir.
Hinn stóri, grannvaxni skraddari, Ivar,
sat glaður og ánægður við borð sitt, sem
var hlaðið öllu því, sem gleður manns-
hjartað. Fyrir framan hann sat hin feita
kona hans með sokk á prjónunum, vinstra
meginn við hann stóð vagga með átta mán-
aða gömlum skraddara í, og í rúminu til
hægri handar sat Anna, fimm ára gömul
stúlka, sem var á góðum vegi með að ná
sér eftir vont kvef.
Sonurinn og dóttirin voru bæði alveg
eins og f aðirinn — yndisleg börn! Ivar gat
ekki stillt sig um að taka drenginn upp
úr vöggunni og rugga honum dálítið á
hvössum hnjánum um leið og hann brosti
hreykinn til Önnu litlu í rúminu.
Síðan opnuðust dymar skyndilega í
hálfa gátt, og bóndi birtist á þröskuldin-
um. Þegar hann kom auga á skraddara-
konuna, ýtti hann lítilli telpu inn í stof-
una.
— Hér er ég með dálítið til þín, sagði
hann og hvarf um leið, án þess að bíða
eftir nokkm þakklæti.
Konan missti prjónana út úr höndun-
um og glápti á Lísu eins og hún væri aft-
urganga.
Skraddarinn var enginn heimskingi. Lísa
hafði komið áður en konan hafði sagt sín-
um ástkæra eiginmanni frá leyndarmálinu
um tilveru barnsins.
— Þetta er laglegt — laglegt!
Hann þreif vesti, sem hann var að ljúka
við að sauma, henti því út í horn og
steytti síðan báða hnefa framan í konu
sína.
Lísa nudaaði sér upp við vegginn. Hún
hafði stungið einum fingrinum upp í sig
og deplaði augunum óttaslegin. Að lokum
tókst henni að stama:
— Mamma!
— Þú kallar mig ekki mömmu, sagði
skraddarakonan reiðilega.
— Mamma, endurtók Lísa þrjózkulega.
Mamma!
— Ef þú segir það einu sinni enn, þá
. . . Konan rauk að barninu og reif fing-
urinn út úr munni þess og ýtti henni síðan
fram í dimmt eldhúsið. Þarna stóð Lísa
skjálfandi þangað til skraddarinn dró hana
inn í birtuna.
— Hvemig lítur hún þá út? æpti hann.
— Ekki vitund hk þér. Augun hans —
nefið hans. Laglegur maður! Ha? Hann
mældi Lísu út frá hvirfli til ilja. Líklega
líf vörður ?
Skraddarinn réði sér ekki fyrir afbrýði-
semi. En nú varð konan líka viti sínu f jær.
— Já, æpti hún. — Hann var fínn mað-
ur! Að minnsta kosti var hann ekki klæð-
skeri.
ívar barði konu sína í bakið. Síðan fór
hann í frakkann og hvarf út úr dyrunum,
sem hann skellti á eftir sér, svo að hrikti í.
Konan varð alveg orðlaus. Maðurinn
hafði lagt hendur á hana í fyrsta skipti.
Nú var úti um heimilisfriðinn fyrir fullt
og allt. Hún kastaði sér niður á gólfið og
hágrét. Lísa læddist til hennar.
— Mamma, hvíslaði hún og varir henn-
ar skulfu.
En skraddarakonan hélt áfram að gráta.
Lísa kippti gætilega í kjólinn hennar.
— Mamma — Mamma!
Konan lyfti höfðinu og leit rugluð á
barnið.
— Mamma, endurtók barnið.
— Er ég ekki búin að banna þér að kalla
mig mömmu, hrópaði kona skraddarans
áköf. Öll þessi leiðindi voru baminu að
kenna.
— Jú, mamma!
— Mamma — mamma — mamma, ef
þú segir það oftar . . .
Vesalings konan réði sér ekki fyrir reiði.
Hún þreif í hárið á Lísu og reif upp heilan
lokk. Skömmu síðar sagði hún rólega:
— Það er bezt að reyna að koma þér í
burtu, áður en maðurinn kemur heim. Þú
getur sofið á dýnunni í geymslunni.
Lísa var lögð í flet á gólfinu.
— Farðu að sofa, sagði móðir hennar
stuttaralega.
Barnið hlustaði í örvæntingu sinni á
raddimar innan úr stofunni. Hún hafði
legið góða sund og starað út í bláinn, þegar
hún reis upp við dogg og gægðist inn til
þeirra í gegnum rifu á hurðinni. Hún sá,
að skraddarakonan hélt á hvítum kjól með
rauðum borða fyrir framan litlu stúlkuna
í rúminu.
— Hættu nú að skæla, sagði móðirin
og klappaði barninu á kinnina. — Sko,
mamma ætlar að klæða þig í þennan fallega
kjól, þegar þér er batnað.
Og Lísa sá, að barnið, sem mátti segja
mamma, var þar að auki kysst. Hún lagð-
ist fljótt niður og lokaði augunum, þegar
skraddarakonan kom fram með kjólinn á
handleggnum.
Móðirin var alveg búin að gleyma dýn-
unni hennar Lísu, því að hún datt um hana
og velti um vatnsvötu.
Lísa fann kalt vatnið renna yfir fætur
sínar, en hún opnaði hvorki munn né augu.
— Það var nú svo sem auðvitað, sagði
konan. — Nú er allt á floti. Sjaldnast er
ein báran stök.
Og Lísa heyrði hana tauta fyrir munni
sér á meðan hún var að fálma sig áfram
í myrkrinu: