Vikan


Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 8
8 V I K A N Nr. 16, 1939 Marcó Póló, a^lmíuþicdmújbw^jbm. mlddí Árið 1295 komu þrír langferðamenn til Venedig, illa til fara og einkennilegir í framkomu. Þeir þóttust vera þaðan; en þeir fengu þó hvergi inni, af því að enginn kannaðist við þá. Og líklegast þótti, að þeir hefðu tekið sér fölsk nöfn, því að nöfnin könnuðust margir við, en mennina eng- inn. 24 árum áður höfðu tveir bræður frá Venedig, Póló að nafni, farið í verzlunar- erindum til Miklagarðs, og farið svo það- an eitthvað austur á bóginn til Turkestan. 1 för með þeim hafði og verið ungur son- ur annars þeirra bræðra, sem Marcó hét. Það var almennt talið, að þeir hefðu farizt á því ferðalagi, líklegast verið drepnir. Nú leit helzt út fyrir, að þessir þrir ferðalangar hefðu tekið sér nöfn þeirra, og engum af Póló-ættinni leizt þannig á þá, að þeir vildu taka á móti þeim. En þeir ferðafélagarnir tóku þá það til bragðs, að þeir buðu öllum ættingjum sín- um, sem þeir sögðu vera, í samsæti, og veittu ríkmannlega, þó að þeir væru sjálfir líkari beiningamönnum en auðkýfingum til fara. Er samsætið var um það leyti að byrja, höfðu þeir þó loks fataskipti, og klæddu sig nú í rautt satin, sem öllum þótti mikið til koma, enda komu þessi umskipti öllum á óvænt. Og á meðan á samsætinu stóð, höfðu þeir aftur fataskipti tvisvar sinn- um, og voru þá klæði þeirra í fyrra skiptið úr fagurrauðu damask, en í síðara skiptið úr flaueli. En fötin, sem þeir fóru úr í hvert skipti, gáfu þeir veizluþjónunum. 1 veizlulok sendu þeir loks Marcó Póló eftir fataræflunum, sem þeir höfðu komið í. Síðan ristu þeir þá í lengjur með hníf- um, að gestum öllum áhorfandi, og hrundu þá úr þeim, niður á gólfið, perlur allskon- ar og gimsteinar, saffírar, smaragðar og rúbínar, meira virði en dyngjur gulls og silfurs. Enda hefðu þeir ekki getað flutt með sér svo mikinn auð í peningum, bæði vegna þyngsla og vegna áhættu, á jafn löngu ferðalagi. Rán og manndráp voru þá tíð og hverjum lífshætta búin. Nú fóru menn að kannast við þá félaga, svo að allir þóttust þeim eitthvað skyldir eða venslaðir. Stórmenni bæjarins kepptust um að sýna þeim virðingu. Og menn þreyttust ekki á að hlýða á ferðasögur þeirra, eínk- anlega austan frá Kína, en þar höfðu þeir lengstum verið allan þann tíma, sem þeir voru að heiman, og ratað í margskonar æfintýri og raunir. Nýstárlegastar þóttu Eftir ÓLAF ÖLAFSSON. frásagnir þeirra um siði og hirðlíf hjá Tartara-keisaranum, hinum mikla Kahn. Marcó Póló hafði þá venjulega orð fyrir þeim. Hann var enn maður á bezta aldri, glæsilegur í framkomu og barst nokkuð á. Þegar hann sagði frá tekjum keisarans og auðæfum, þá valt alltaf á milljónum, og var hann þess vegna kallaður Marco Millioni eða Milljóna-Markús. Um þetta leyti bar svo við, að búist var við ófriði í Venedig. Stafaði það af æstri verzlunarsamkeppni milli kaupmanna í Venedig og Genúa. Genúa sendi 70 herskip gegn Venedig, sem mætti þeim með 90 herskipum. En Marcó Póló var skipherra á einu þeirra. Hafði hann verið til þess kjörinn, þar sem hann var vanur svaðilförum og þótti líklegur til stórræða. Hann var líka ofurhugi hinn mesti; og svo framarlega stóð hann í orustunni, að hin skipin drógust aftur úr. Venedig-flot- anum veitti miður, skip Marcó Póló var hertekið, en hann særðist á handlegg og var fluttur sem fangi til Genúa. I Genúa urðu menn brátt þess varir, hvers konar maður Marcó Póló var, og að hann kunni frá mörgu að segja. Fjölmarg- ir komu til að hlusta á sögur hans, og meðal þeirra voru ýmsir af helztu mönn- um bæjarins. Það var farið með hann eins og væri hann gestur, en ekki fangi. Þáði hann góðar gjafir og var margskonar sómi sýndur. Hann fór svo að þreytast smámsaman á látlausum spumingum manna, alltaf um þetta sama. Honum vár þá ráðlagt að skrifa um það bók, og var maður vel að sér í frönsku, honum hjálplegur með það. Og þannig varð til furðulegasta og mest lesna ferðasaga, sem komið hefir út fram á þenna dag. Marcó Póló var að lokum sleppt úr varð- haldinu. Þegar hann kom heim aftur til Venedig fékk hann að vita það, að faðir hans var kvæntur aftur og hafði eignast tvo sonu. Engin vitneskja er til um það, hvað hafi orðið um auðæfi þeirra. En líklegt er, að þau hafi fljótt gengið úr sér, eins og oft vill verða. „Mölur og ryð“ grandar jafnvel gimsteinunum. Marcó Póló var fæddur í Venedig árið 1254. Faðir hans, Nicóló Póló, og föður- bróðir voru verzlunarmenn. Þeir verzluðu við Miklagarð og höfðust þar mikið við. Á ferðalagi í verzlunarerindum fóru þeir norður eftir Volga og komust alla leið til Bakahra. Þeir náðu fundi Kublai Khan, sem hafði höfuðstað í borg einni á norður landamærum Kínaveldis. Hann hafði aldrei áður séð Evrópumenn og tók þeim einstaklega vel, og lét þá segja sér margt frá siðum Evrópumanna, en þó einkanlega frá Rómaveldi og páfan- um. — Þannig orsakaðist það, að Kublai Khan sendi þá á fund páfa til þess að biðja hann um 100 kennara og kristniboða. Er ekki ólíklegt, að saga Kínaveldis hefði orðið önnur, ef páfastóllinn hefði getað orðið við þeim tilmælum. En þannig stóð á, þegar þeir bræður komu til Rómaborgar, en það var 1269, að þá var páfinn nýdauður; og svo liðu 2 ár áður en nýr páfi var kjörinn. Hann gat ekki útvegað nema tvo munka, sem fúsir voru að fara austur til Kína; en þeim sner- ist hugur á leiðinni austur þangað. Bræðurnir Póló fóru austur aftur til Kína 1271, og höfðu nú með sér Marcó, son Nicóló, 17 ára gamlan. Þeir fóru landveg austur, voru 3]/2 ár á því ferðalagi og náðu til hirðar Kublai Khan vorið 1275. Mjög fáir Evrópumenn höfðu farið þá leið áður. Marcó Póló var skýr strákur og lærði fljótt málið. Kublai Khan tók hann í þjón- ustu sína, og í hans erindum var hann sendur víða um ríkið, og þótti ágætari en allir aðrir sendimenn hins volduga keisara. — Hann kynntist því landi og þjóð óvenjulega mik- ið. — Hans er getið í kínverskum annálum árið 1277, og er það góð sönn- un þess, hve þekktur hann hefir verið orðinn í Kína, að hans skyldi get- ið í slíkum skjölum. Keisarinn var orðinn gamall og hrumur. Nú þótti þeim, Póló bræðr- um og Marcó, óvísast, hvað tæki við eftir dauða hans. Þeir höfðu verið Franxh. á bls. 21. Marcó Póló-brúin, skammt frá Peiping. Hann sagði frá steinbrú i Kína, sem væri svo breið, að tíu riddarár gætu riðið samsíða yfir hana. Þótti þetta hin mesta fjarstæða og var brúin nefnd eftir honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.