Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 14
14
VIKAN
Nr. 16, 1939
Fegurð og tízka.
Samtal við frú GUNNLAUGU BRIEM.
Vikan hefir átt tal við frú Gunn-
laugu Briem, sem er nýkomin
heim úr ferðalagi um England,
Þýzkaland og Norðurlönd. Erindi henn-
ar var að sjá vortízkusýningar.
— Ég fór beint til London og dvaldi
þar í vikutíma. Þaðan fór ég til Þýzka-
lands. Ég má þó helzt ekki til Þýzka-
lands koma, því að þá tekur Hitler nýtt
land. í fyrra tók hann Austurríki á með-
an ég stóð við í Berlín, og daginn sem
ég kom þangað núna, tók hann Tékkó-
slóvakíu. Nú fannst mér fólkið ekki vera
eins kampakátt og í fyrra. Það var
þvert á móti dapurlegt, og ég hafði það
á tilfinningunni, að allir óttuðust, að nú
hefði boginn verið spenntur of hátt.
Sannleikurinn er sá, að hin stórkostlega
aukning á útgjöldum ríkisins hefir
aðallega komið niður á millistéttunum
og lágstéttunum, og er afkoma þeirra
nú orðin full örðug.
— Hvað sáuð þér eftirtektarvert af
kventízku í Þýzkalandi?
— Um tízku er tæplega að ræða, því
að stjórnin hvetur kvenfólk óspart til
að klæðast einkennisbúningum national-
sosialista-kvennasambandsins. Athafna-
mestu menn í tízkuiðnaðinum hafa löng-
um verið Gyðingar, en nú hafa þeir
orðið að flýja úr landi, enda flestir eða
Nýtízku vorhattur, skreyttur slöri og blómum
allir misst verzlunar- og iðnaðarleyfi
sín. Tízkuhús þau, sem þeir hafa rekið,
eru þó rekin áfram, að nokkru leyti með
sama starfsfólki, og þar er margt
fallegt að sjá, þó að lítið gæti þess varn-
ings á götum úti.
— En svo fóruð þér til Norðurlanda ?
— Já, þar kveður strax við annan
tón, — tóm lífsgleði, þó að nokkuð gæti
í Danmörku ótta um framtíð Suður-
Jótlands.
— En það var tízkan-------?
— Já, alveg rétt. Við ætluðum að tala
um tízkuna, en hún er ekkert einstakt
fyrirbrigði, sem skýrð verður án sam-
hengis við aðra viðburði og ástand.
Tízkan verður að sjálfsögðu barn sinn-
ar tíðar, ekki eingöngu verk einstakra
„tízkukónga", sem stinga saman nefj-
um suður í París, heldur afleiðing af
hugsunarhætti, sem mótast og breytist
í samræmi við aldarháttinn.
Tízkan beinist að æsku og því, sem
kvenlegt er. Kjólarnir eru vandaðir og
mikið unnir. Þeir eru stuttir, ca. 40 cm.
frá gólfi (miðað við meðalhæð). Algeng-
ar eru blússur með knipplingum eða út-
saumi og yfir þeim bolero-jakkar. —
Kjólamir em aðskornir í mittið. Litir
djúpir og sterkir. — Aðaltízkuhtur-
inn er svart, en nýir litir em cyklamen, turko, djúp-
blátt, hnotbrúnt, ljósbrúnt og
grátt. Formiðdagskjólar eru
aðallega úr ull og jersey. Eftir-
miðdagskjólar em svipaðir, en
þó má geta þess, að við þá eru
notaðir vandaðir undirkjólar,
sem em oft látnir ná örlítið
(1—2 cm.) niður fyrir kjólinn.
Hvað kvöldkjólum viðvíkur,
gætir hinnar rómantísku tízku
frá 1860—70. Þröngir í mittið,
víðir að neðan, oft með stífum,
útsaumuðum undirkjólum, sem
er mjög fallegt við gagnsæ eða
hálfgagnsæ pils. Hálsvíddin er
ákaflega misjöfn og eins eru
ermar með ýmsu móti, mest ber
þó á púff-ermum. Efnin eru
chiffon, knipplingar, tyll, satín
duchesse, organza og taft. Oft
skreytt palliettum og útsaum.
Litir eru bæði sterkir og mjúk-
ir pasteel-litir, en þó er hvítt
einna mest áberandi.
Meðal hinna minni atriða má
nefna blússur, sem nú eru mjög
í tízku, dragtir úr tweed og
kamgarni, oft kragalausar og
með herrasniði.
Hvað kápur snertir, er sér-
staklega tvennt eftirtektarvert:
að þær eru aðskomar í mittið
Sumardragt úr gráu ullarefni.
eða með swagger sniði. Þær em
bæði hafðar með krögum og
kragalausar. Algengastir eru
swaggerar í % lengd. Kápuefni
em ull og tweed, oft í sterkum
litum, tíglótt eða röndótt.
— Hvað líður höttunum?
— í hattatízkunni ber mest á.
slömm. Þau eru höfð ofan á
kollinum, niður fyrir andlitið,
bundin undir hökuna og niður
eftir hnakka og baki. Auk þess
ber mikið á blómum og fjöðr-
um. Hattarnir eru mjög fjöl-
breyttir að gerð, einkum með
tilliti til hárgreiðslunnar. Þó ber
einna mest á höttum, sem sitja
framarlega á höfðinu. Á því
sviði ryður uppsetta hárið sér
meir og meir til rúms, eins og
eðlilegt er, því að sú greiðsla
gerir hnakkasvipinn frjálslegri
og yfirbragðið léttara. En hún
er erfið og hefir því átt erfitt
uppdráttar. Ég hefi orðið vör
við, að dömur hér em hálf-
smeikar við uppsetta hárið, en
það er alveg óþarfi, því að flesta
klæðir það mjög vel. En hatt-
amir falla líka ágætlega við
uppsetta hárið. Hnakkaböndin
gera það að verkum.
Framh. á bls. 22.