Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 16
16
VIKAN
Nr. 16, 1939
Klárí reiðilega. — Haldið þér, að þetta sé
opinber staður?
— Liiv hefir framið sjálfsmorð, segir
Alvarez lágt.
Það ríkir alger þögn í stofunni. Liiv hefir
framið sjálfsmorð. Hann hefir ekki viljað
lifa án síns eina vinar og óvinar.
Síðar segir Cathrina:
— En hvað þau bönd eru veik, sem
tengja mann við lífið.
— Hvað tengir yður við lífið? spyr Al-
varez blíðlega.
Cathrina lítur upp og brosir.
— Ég veit ekki. Ef til vill það, að ég
er bækluð. Ég hefi í rauninni þúsund
ástæður . . . Ef til vill er það aðeins
þrjózka.
— Eins er með mig!
— Yður? Þér eruð karlmaður og óbækl-
aður.
— Já . . . og ég berst fyrir flokk, sem
hefir gert mannúð og réttlæti að málum
sínum, en hingað til hefir hann ekki gert
annað en að drepa. Skiljið þér, hvernig
hugsjónir manns geta verið?
— Ætli ég skilji það ekki! Ég get hvergi
verið nema hér. Ástin hefði getað gefið
yður heimili . . .
— Ef til vill gæti hún það ... Fólkið
hér veit það ekki, Cathrina, en ég hefi átt
konu. Ég yfirgaf hana, af því að hún skildi
ekki hugsjónir mínar.
Klárí grípur vægðarlaust fram í:
— Reynið þið að hafa stjórn á ykkur.
Ég held, að hann sé að vakna. Á morgun
vilduð þið helzt geta neitað því, að þið
hafið sagt svona margt um tilfinningar
ykkar. Og þetta, sem viðvíkur ástinni, er
tóm vitleysa. Ég hefi aldrei orðið ástfang-
in. Það er aðeins fyrir fólk, sem hefir ekk-
ert markmið í lífinu. Ég ætla að verða
duglegur læknir. Setjist þið þarna við
gluggann á bak við rúmið, svo að hann
sjái ykkur ekki.
Þau horfa óttaslegin hvort á annað og
ganga út að glugganum. Tennurnar glamra
í munninum á Alvarez. Hann er að hugsa
um, að þjóðfélagsskipulagningunni hafi
heppnazt að koma á ónotalegri reglu á
einstaka, hræðilega viðburði. Til dæmis
þegar slys ber að höndum . . . sími, sjúkra-
bíll, sjúkrahús. Dagurinn er að koma, grár
og kaldur. Sjúklingurinn hreyfir sig.
— Ég ætla heim . . .
— Bardichinov frændi, hlustaðu á mig!
Klárí beygir sig yfir hann.
— Ekki fyrr en ég kemst heim . . . Ég
vil ekki deyja hér.
— Heyrðu, Bardichinov frændi. Við
höfum haldið því leyndu fyrir þér, en nú
get ég sagt þér það, — þú hefir verið ákaf-
lega veikur. Ég segi þér þetta, af því að
þú ert úr allri hættu. Læknirinn sagði það.
1 gær var hættulegasti dagurinn. Þér líður
betur nú — er það ekki? Þetta er fyrsti
dagurinn, sem þér .líður betur. Skilur þú
mig, Bardichinov frændi?
Sjúklingurinn virtist skilja. 1 augum
hans er daufur lífsglampi. Klárí gefur
honum eitthvað að drekka, lætur á hann
nýjan bakstur, tekur síðan í hönd hans og
talar ákaft við hann í lágum hljóðum, svo
lágum, að þau, sem standa út við glugg-
ann, heyra það ekki. Bardichinov tautar
eitthvað, síðan sofnar hann.
Þrem vikum síðar, einn sólskinsdag,
leggja báðir gömlu mennirnir — því að í
augum Klárí eru Bardichinov, sem er
sextíu og átta ára gamall, og Liiv, sem er
fjörutíu og fimm ára gamall, báðir gaml-
ir menn — af stað út í Luxemborgargarð-
inn. Jani heldur á teppunum. Klárí skipar
fyrir eins og herforingi.
— Nei, ekki á þennan bekk — þennan
héma! Hér er meira skjól. Þú ert vitlaus,
Jani. Þú mátt ekki draga teppin eftir jörð-
inni. Já, leggðu þau yfir hnén. En hvað
þú ert erfiður í dag!
Lífið er rólegra þessa dagana. Ef István
sækir Önnu ekki í vinnuna, þá kemur hann
öðru hvoru á kvöldin, og af tilviljun um
matmálstímann. Hann lýgur miklu um
næturskemmtistaðinn, en stillilega. Veð-
lánasalinn er daglegur gestur á skemmti-
staðnum. Skemmtistaðurinn er að fara á
hausinn.------Já, ef til vill hefir István
haft á réttu að standa.---Ef þeir hefðu
aðeins dálítið meiri peninga, hefðu getað
auglýst meira, hefði hann getað þraukað
í nokkra mánuði lengur.
— Komdu heim með mér, Anna. Ég
hefi svo mikið að gera. Þú hefir ekki hug-
mynd um allar þær skyldur, sem á mér
hvíla. Þú ert eina manneskjan, sem getur
hvatt mig-----.
En hann er hættur að segja, að hann
elski hana. Við skulum segja það István
til hróss, að hann hefir ekki sagt það við
Önnu síðan hann hitti Pia Monica. Hann
biður hana aðeins að koma heim með sér,
af því að hann vill hafa hana sem stuttan
og laggóðan milliþátt þangað til — —.
Þetta þangað til er ekki alveg augljóst.
István tilbiður Pia Monica, og hann veit, að
það er ekki auðvelt að vinna þessa litlu,
hláturmildu stúlku. István langar til að
vinna sér inn mikla peninga, svo að hann
geti kvænzt Pia Monica.
13. KAPÍTULI.
Næturskemmtistaðurinn er seldur á op-
inberu uppboði, og Hallay og István verða
að mæta fyrir rétti vegna smáafbrota.
Lögin eru eins tilfinninganæm og snígill.
Ef komið er við þau með puntstrái móðg-
ast'þau, draga sig saman og hella úr sér
syndaflóði af skjölum.
Öll þessi atvik verða til þess að Elémer
er ekki sendur í nýjan skóla. Samkvæmt
ráðleggingum István, fellst Hallay á að
fá Jani til að lesa með syni sínum, svo að
hann geti sætt sig við að fara í franskan
skóla um haustið. En Elémer mótmælir
þessu svo ákaft, að faðir hans hristir höf-
uðið og hættir að hugsa um það.
Eitt kvöldið fyrir lokunartíma fer Anna
inn til Gretl.
— Bíður nokkur eftir yður? Annars
ætlaði ég að fá að fylgjast með yður.
— Auðvitað, kjáni! Hver ætti að bíða
eftir mér? Þér getið komið heim með mér,
ef þér viljið. Þér skuluð fá te.
Gretl býr rétt hjá St. Germainstrætinu.
Ungu stúlkurnar leggja leið sína niður að
Signu.
— Hvað ætluðuð þér að segja, kjáni?
—r Gretl! Þér eruð vitrari og hafið meiri
lífsreynslu en ég. Getur manni þótt vænt
um mann, sem maður fyrirlítur?
Gretl nemur staðar og fer að skellihlæja.
— Kjáni! Maður getur aðeins elskað
mann, sem maður fyrirlítur. Haldið þér, að
það sé nokkur ást, þegar allt er í lagi, og
foreldrarnir eru ánægðir? Hversvegna
nemið þér staðar ? Við skulum halda áfram.
— Nei, það er ekki hægt. Manni þykir
ekki vænt um mann vegna þess, að hann
sé vitur, góður og tryggur. En manni þykir
vænt um hann, þó að hann sé vondur og
ótrúr. Hefi ég nokkurn tíma sagt yður frá
unnusta mínum?
— Nei!
— Jæja, en ég átti unnusta. Hann var
liðsforingi — grannur, spengilegur og hug-
rakkur. En svo kom babb í bátinn. Hann
var sendur heim og spurðist fyrir um
pabba — þér skiljið ? Unnusti minn kvænt-
ist dóttur auðugs verksmiðjueiganda. —
Hann sór alltaf, að hann elskaði mig. Ef
til vill gerði hann það. Hann sagðist að-
eins hafa gert þetta til að koma í veg fyrir,
að f járhagslegir örðugleikar stæðu í vegi
fyrir hamingju okkar. Nú gæti hann leigt
íbúð handa mér og verið með mér . . .
Hann hafði frí seinni hluta dagsins.
— Og þér?
— Ég? Ég fór til Parísar. Það var
erfitt!
— Yður þykir vænt um hann enn?
— Auðvitað þykir mér það. Hefi ég sagt
yður, að hann var vondur og andstyggi-
legur maður? Stundum skrifar hann mér
og biður mig að koma. Nú á hann tvö
börn.
— Þetta er hryllilegt, Gretl.
— Það er það. Og úr því að við erum
að tala um þetta, Anna . . . Ég ætlaði ekki
að segja þetta, en það getur verið, að það
sé betra, að ég tali um það. Þér farið heim
eftir Rue de Rivoli, svo að þér vitið ekk-
ert um það. En ég fer alltaf eftir Torca-
dero og St. Germainstræti. Vinur yðar,
ungverski riddarinn, bíður á hverju kvöldi
eftir skjólstæðing yðar, Pia, á horninu á
Georges V. torginu — ekki fyrir framan
verzlunina, svo að þér getið ekki komið
þeim að óvörum. Anna fölnar.
— Já, svona gengur það, góða mín! seg-
ir Gretl að lokum. — Ef til vill hefi ég
verið allt of hörð, en það er betra, að þér
vitið þetta.
— Það er ekkert á milli okkar, stamar
Anna. — Hann getur verið með hverri sem
hann vill þess vegna.
— Nei, auðvitað er ekkert á milli yðar
og hans, og það er einmitt þetta ekkert,
sem gerir yður leiða. Jæja, en ég sagði
yður þetta aðeins til þess að þér gætuð
losnað við þetta, — ef þér þá getið það.
— Takk, Gretl, ég skal reyna.