Vikan


Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 6

Vikan - 20.04.1939, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 16, 1939 lega kolli, klippir síðan aftur, skoðar enn hárið o. s. frv. Hann er mikill listamaður og honum finnst hann hafa gert kraftaverk. Við höldum áfram. Hér kemur lítil stelpa, 6—7 ára að aldri, sem ber litlu systur sína í poka á bakinu. Hún getur gægzt út úr honum til að svala forvitni sinni, en annars sofið, ef hún vill. Minnstu börn- in sofa venjulega í körfu, sem mæðurnar bera á höfðinu. Nú koma uxakerrumar með fleiri vörur, þar á meðal bambuskörf- ur, sem eru hálftilbúnar, en verða fullgerðar áður en deginum lýkur. Þær em ágætar til að bera vömr í heim. Þar er enginn sérstakur staður fyrir kerrurnar. Þær eru látnar vera hvar sem er, jafnvel á miðjum veginum. Indverjarnir virðast ekki hafa neinn smekk fyrir því, hvort það sé hentugt að setja þær einmitt þarna. Ef ökumaðurinn verður skyndilega þreyttur, þá nemur hann staðar og spennir uxana frá. Þetta hefir hann séð foreldra sína gera, og því skyldi hann ekki fara eins að? En það er óþægilegt að koma seint á nóttu í bíl og rekast á þessar kerrur hingað og þangað. Aparnir eru oft nærgöng'ulir. Þeir rífa stundum steinana af hús- þökunum og grýta þeim í jörðina. vörur liggja á borði, sem er komið fyrir undir þaki. Fjórir eða fimm Indverjar eru að verzla og það er mikið þráttað um veðrið. Það líða oft margar stundir, áður en þeir verða á eitt sáttir, en þeir hafa líka allan sunnudaginn til umráða, og rifrildið eykur aðeins hrifninguna. 1 næstu búð em indversk, ódýr efni, sem aðeins Indverj- ar nota. Hér sjást sjaldan hvítir menn, svo að það hefir enga þýðingu að hafa vörar við þeirra hæfi. — Matsveinar fólks kaupa alltaf matvör- ur til vikunnar á markaðinum. Þeir hafa með sér 2 eða 3 stráka til að bera vömrnar heim. Mat- sveinninn gerir ekk- ert annað en að stjórna þeim. I annarri búð sit- ur skraddarinn og saumar. Hann hefir með sér saumavélina sína, ef hann kynni að fá eitthvað að gera. Fólk safnast í kringum hann þar, sem hann situr og saumar, en hann má varla vera að því að líta á vinnuna, því að hann þarf að tala svo mikið og skoða svo margt. Auðvitað er vinna hans ekki vönduð. Menn fara aðeins einu sinni til hans, síðar snúa þeir sér til skraddarans, sem býr í næsta húsi. Hér er líka rakari. Hann hefir meira en nóg að gera, og það er dásamlegt að sjá árangurinn að hárklippingu og rakstri hans. Rakarinn vandar sig, þegar Indverj- ar eiga í hlut. Hann þagnar aldrei á með- an hann er að klippa og raka. Hann situr á hækjum sínum á jörðinni á móti við- skiptavininum, sem líka situr á hækjum sínum. Hann hefir ákaflega kynlega til- burði og hreyfir sig mikið á meðan hann er að verki. Þegar hann hefir klippt svo- lítið, stendur hann upp, gengur dálítið frá, athugar viðskiptavininn, kinkar ánægju- Slanga og mungo í áflogum. Mungoinn drepur slönguna strax. Fjölskyldumar steinsofa þá einhvers staðar í nánd. — Á markaðsstaðnum rekur maður alltaf augun í eitthvað skemmti- legt. Hér sitja nokkrir menn í hring og virðast ekkert hafa fyrir stafni. Það em þeir, sem veita vínið á kvöldin. Grannvaxn- ir, dökkbrúnir menn. Böm og fullorðnir, ungir og gamhr, hreinir Indverjar og aðrir, sem em einna líkastir negrum. Þeir tala ákaft saman og tyggja. Þeir gefa vegfarendum salta, þurra brauðmola, svo að þeir verði þyrstir. Við hlið þeirra situr móðir, sem er að gefa bami sínu að drekka. Nokkur böm hlaupa um. Skammt þar frá er fjölskylda að sjóða hrísgrjón. Hún getur þrátt fyrir það haldið sölunni áfram. Við tökum eftir nokkmm slöngum. Þær eru ekki hér af frjáls- um vilja. Einhver kaupmaðurinn hefir haft þær með sér á markaðinn. Hann liggur út af og mókir, en ef hann kemur auga á Evrópumann, þýtur hann upp eins og örskot. Hann Rakarinn er önnum kafinn. Hann situr á hækj- um sínum fyrir framan viðskiptavininn. 1 frumskógunum eru kerrurnar látnar standa þar, sem hverjum bezt þykir. Það getur verið lífs- hætta að fara í bíl í myrkri eftir vondum vegum, þar sem kerrur standa oft á miðjum veginum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.