Vikan


Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 21, 1939 stjórinn beið. Þegar allir voru farnir, lok- aði hún skrifborðinu sínu og fór. Um leið og hún kom út á götuna, kom verkstjór- inn út úr verksmiðjudyrunum. Þau urðu samferða niður eftir götunni, fram hjá sex stórum verzlunarhúsum, og þar fór hún upp í sporvagninn. Verksmiðjan lá í því hverfi, sem kallað var Suður-Chicago. Þau gengu yfir brú. Tveir tómir kola- prammar lágu og fúnuðu í fljótinu. Hann gekk þungstígur við hlið hennar og reyndi að fela hendurnar. Hann hafði burstað þær vandlega, áður en hann fór úr verk- smiðjunni, en nú fannst honum þær eins og einhverjir stórir og gagnslausir óskapn- aðir, sem héngu dinglandi niður með síð- unum. Það var aðeins örsjaldan, sem þau fylgdust að. — Það er heitt, sagði hann. Hann talaði aldrei um annað en veðrið við hana. — Það er heitt, sagði hann, — ég held, að hann ætli að fara að rigna. Hana dreymdi um aðdáanda, sem ein- hverntíma hlaut að koma, ungan, fallegan mann, ríkan mann, sem ætti hús og jörð. Verkamaðurinn, sem gekk við hlið henn- ar, átti ekkert skylt við hugmyndir henn- ar um ást. Hún varð eftir á skrifstofunni til þess að geta orðið honum samferða, án þess, að aðrir sæu, einungis vegna augn- anna, þessarra augna, sem loguðu af þrá, en sem jafnframt voru full auðmýktar gagnvart henni. Af hans hendi var ekkert að óttast, gat ekki verið neitt að óttast. Hann myndi aldrei verða nærgöngull við hana, aldrei snerta hana. Hún var full- komlega örugg gagnvart honum. Á kvöldin sat hann heima hjá konu sinni og tengdamóður. I næsta herbergi sváfu börnin hans tvö. Og bráðum átti konan hans von á því þriðja. Hann hafði verið í bíó með henni, og bráðum mundu þau hátta 1 -sama rúmi. Hann mundi liggja vakandi og hugsa, heyra braka í rúminu í herberginu við hliðina, þegar tengdamóð- ir hans færi upp í. Þau hfðu alltof náið hvert öðru. Hann mundi liggja vakandi, gripinn þrá — þrá — eftir hverju? Engu. Brátt færu börnin að gráta. Þau þurftu að fara á fætur. Ekkert óvænt, ekkert ófyrirsjáanlegt mundi ske — gæti skeð. Þau lifðu alltof náið hvert öðru. Ekkert af því, sem fyrir kom heima, gat snortið hann, það sem konunni kynni að detta í hug að segja, dauft endurskin af hálf- kulnuðum ástareldi hennar — blíðlyndi og góðmennska tengdamóður hans, sem vann öll vinnukonustörf endurgjaldslaust — ekkert —! Hann sat við raflampann heima í íbúð- inni og lézt vera að lesa í blaði — og hugsaði. Hann leit á hendur sínar. Þær voru stórar og klunnalegar — vinnuhend- ur. Hann sá ungu stúlkuna frá Iowa fyrir framan sig, hún gekk um í stofunni, og hann gekk með henni út úr herberginu, út á götu — eftir endalausum strætum gengu þau, þögul. Það var óþarfi að nota orð. Hann gekk með henni fram með vatn- inu, eða yfir f jall, nóttin var heið og kyrr, og stjörnumar tindruðu. Hún var stjarna. Það var óþarfi að nota orð. Augu hennar voru eins og stjörnur, og varir hennar voru eins og mjúkar, ávalar hæðir, sem risu upp úr þokuhjúpnum, stjörnubjörtum engj- unum. — Hún er ósnortin — hún er f jarlæg — eins og stjörnurnar, hugsaði hann. — Hún verður aldrei snert, frekar en stjörn- urnar, en hún er þrátt fyrir allt ekki stjarna, hún dregur andann, hún lifir, hún er lifandi vera eins og ég. Kvöld eitt fyrir nærri sex vikum, drap þessi maður, sem var verkstjóri í reið- hjólaverksmiðju, konu sína, og nú stend- ur hann fyrir réttvísinni, ákærður fyrir morð. Blöðin eru full af frásögnum af því á hverjum degi. Kvöldið, sem morðið var framið, hafði hann eins og venjulega farið með konu sína í bíó, og þau fóru heim þaðan um níuleytið. Við horn eitt í 32. götu skauzt einhver maður allt í einu fram úr dimmu húsaskoti, skammt þaðan, sem þau áttu heima, en hvarf jafnskjótt inn í skotið aft- ur. Þetta atvik hlaut að hafa gefið verk- stjóranum hugmynd að morðinu. Þau komu að útidyrunum á húsinu, sem þau bjuggu í, og gengu inn í dimman stiga- uppgang. Skyndilega, og að því er virtist, án nokkurs tilgangs, tók maðurinn hníf upp úr vasa sínum. — Ef maðurinn, sem hvarf inn í skotið áðan, hefði nú ætlað að drepa okkur, — hugsaði hann. Hann opn- aði hnífinn og snéri sér skyndilega að konunni og stakk hana. Hann stakk tvisv- ar — tíu sinnum — ofsalega! — æðis- gengið! Óp heyrðist, og hljóðið frá líkama kon- unnar, þegar hún féll. Dyravörðurinn hafði gleymt að kveikja á gasljósinu í stigauppganginum. Seinna varð verkstjóranum ljóst, að það var ástæðan til þess, að hann gerði það, myrkrið í uppganginum og svo skugga- legur maður, sem skauzt skyndilega fram úr dimmu húsaskoti og hvarf aftur. — Ég er viss um, sagði hann við sjálfan sig, — að ég hefi aldrei getað gert það, ef log- að hefði á gasljósunum. Hann stóð í stigauppganginum, hugsi. Konan hans var dauð og með henni barn- ið ófædda. Hann heyrði, að hurðin í íbúð- inni uppi var opnuð. I nokkrar mínútur skeði ekkert. Konan hans og bamið þeirra var dautt, það var allt. Hann hljóp upp stigann. Hugsunin var skýr og fljót. I myrkrinu við uppganginn hafði hann sett hnífinn aftur í vasann, og, eins og síðar kom í ljós, var hvorki blóð á höndum hans eða fötum. Seinna þvoði hann hnífinn vandlega inni í baðherberg- inu, þegar hann hafði jafnað sig ögn. Hann sagði öllum sömu söguna: — Það var ráð- izt á okkur, sagði hann, — einhver maður hafði læðzt fram úr dimmu húsaskoti og elt okkur. Hann elti okkur inn í stigaupp- ganginn — og þar var ekkert ljós. Dyra- vörðurinn hafði gleymt að kveikja á gas- ljósinu. — Já, og svo hafði verið háður stuttur bardagi, og konan hans drepin þarna í myrkrinu. Hann gat ekki gefið neina skýringu á því, hvernig það hafði skeð. — Það var ekkert ljós, dyravörður- inn hafði gleymt að kveikja á gasljósinu, endurtók hann í sífellu. Fyrstu tvo dagana kvöldu þeir hann ekki með frekari spurningum, og hann fékk tækifæri til þess að losa sig við hníf- inn. Hann gekk langa leið og kastaði hon- um í fljótið í Suður-Chicago, þar sem kola- prammarnir tveir lágu og fúnuðu undir brúnni, brúnni, sem hann hafði farið yfir, þegar hann hafði fylgt ungu stúlkunni að sporvagninum — ungu stúlkunni, sem var hrein og ósnortin, fjarlæg eins og stjarna — og var þó ekki nein stjarna. Og svo var hann tekinn fastur og ját- aði strax. Hann sagði allt. Hann sagðist ekki vita, hvers vegna hann hefði drepið konuna sína, og forðaðist að minnast nokkuð á ungu stúlkuna á skrifstofunni. Blöðin reyndu að finna orsök glæpsins Þau eru enn þá að reyna það. Einhver hafði séð hana þau fáu skipti, sem hann ( hafði gengið með ungu stúlkunni og hún dróst inn í málið, og það var birt mynd af henni í blöðunum. Það var mjög óþægi- legt fyrir hana, einkum þar sem hún gat r auðvitað fært sönnur á, að hún hefði aldrei haft neitt saman við manninn að sælda. # í gær var niðaþoka í þorpinu okkar, og ég fór í langa gönguför snemma um morg- uninn. Þegar ég kom aftur úr dalnum og gekk yfir hæðirnar, mætti ég gamla mann- inum, sem á svo marga ættingja á ólíkleg- ustu stöðum. Hann gekk stundarkorn við hlið mér með litla hundinn sinn í fanginu. Það var kalt, og hundurinn skalf og vældi í sífellu. Andlit gamla mannsins var ógreinilegt í þokunni. Hann talaði um manninn, sem hafði drepið konuna sína, og getið var um með stórum fyrirsögnum í dagblöðum bæjarins, sem komu til þorps- ins okkar á hverjum morgni. Á meðan hann gekk við hlið mér, hóf hann langa sögu um það, hvernig hann og bróðir hans, sem nú var orðinn morðingi, hefðu lifað saman. ,,Hann er bróðir minn“, sagði hann, hvað eftir annað og kinkaði kolli. Hann var hræddur um, að ég tryði sér ekki, og það þoldi hann ekki. „Við vorum sam- an sem drengir, þessi maður og ég“, byrjaði hann aftur. „Við lékum okk- ur saman í hlöðunni á bak við húsið hans pabba. Pabbi fór í siglingar. Sjáið til, það var þessvegna, sem þessi ruglingur komst á með nöfnin okkar. Við heitum ekki sömu nöfnum ,en við erum bræður. Við eigum sama föður. Við lékum okkur saman í hlöðunni á bak við húsið hans pabba. Tím- unum saman gátum við legið í heyinu í hlöðunni — og það var heitt í hlöðunni." , I þokunni líktist gamli maðurinn ýmist kræklóttu tré eða einhverjum löngum óskapnaði, sem hékk dinglandi í lausu lofti. Hann sveiflaðist fram og aftur eins og lík í gálga. Augun grátbændu mig um að trúa sögunni, sem varirnar sögðu frá. Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.