Vikan


Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 21, 1939 inga í þessháttar fyrirtæki nú, þegar gömlu verzlanirnar þurfa á hjálp að halda. Nokkrum dögum síðar voru þau að dansa í tunglskini á þilfarinu. Hann dró hana út úr þyrpingunni og fram að borð- stokknum. Hún horfði á stjörnurnar og fann, að eitthvað mundi ske. — Þér ættuð ekki að vera einar, sagði hann, þar sem hann stóð við hlið hennar og horfði út á hafið. — Það þyrfti ein- hver að annast yður. Þér eruð svo góðar — svo yndislegar. — Hættið! hrópaði hún og stakk upp í eyrun. Konur vilja ekki heyra, að þær séu alltof góðar. — Nei, það er of hættulegt. Og þér eruð hættulegar! Hann færði sig nær henni. — Það er ekki ég, sem er hættuleg, John. — Það er kvöldið og stjörnurnar, sem eru hættulegar. — Mér hefir aldrei dottið í hug, að þetta gæti komið fyrir aftur, Julie. — Mér ekki heldur, hvíslaði hún. — Ég elska þig, Julie — mig langar svo til að vera góður við þig. Getum við ekki gift okkur? — Ég veit ekki —, ég verð að hugsa mig um, sagði hún og horfði út á hafið. Það var svo dásamlegt, að hann skyldi vilja gera allt fyrir hana til þess, að hún yrði hamingjusöm. Það var engin ástæða til þess, að hún synjaði bónorðinu. — Börnin myndu strax sætta sig við það. Og Marcus? Jú, hann hafði um nóg að hugsa. Hún sneri sér að manninum, sem beið óþolinmóður eftir svari hennar. — Jú, við skulum gifta okkur, sagði hún. Það er svo langt síðan, að mér hefir dottið þetta í hug. Ég hefi ekki haft tíma til þess----- — Nú færðu nógan tíma til þess. Næstu dagar voru dásamlegir. Julie fannst hún aldrei hafa verið hamingju- samari. Þau fóru í land í Caracas, þar sem hann keypti handa henni gullhring með gim- steini í. — Hvers vegna ertu svona góður við mig, John? spurði hún með tárin í augun- um. Hún vissi, hverju hann mundi svara. Þegar ferðinni var loksins lokið, og skipið lagðist við bryggjuna, höfðu þau ákveðið, að John kæmi til hennar í næstu viku og yrði kynntur f jölskyldunni — og Marcus, ef hann væri þar enn. Það kom enginn til að taka á móti Julie. 1 fyrstu varð hún dálítið vonsvikin, en síðar datt henni í hug, að hún hefði aldrei áður búizt við, að komið yrði á móti sér. Þetta kvöld borðaði hún með Ben og Marcus. Þau voru öll ánægð, og Julie ákvað að bíða dálítið með að segja þeim frá trúlofuninni. — Ertu góð til heilsunnar? spurði Marcus um leið og hann settist í þægileg- an hægindastól í dagstofunni. — Já, já. Langar annanhvorn ykkar ekki til að þvo upp? — 1 tilefni dagsins skal ég þvo upp, sagði Ben hlæjandi. — Hann segir, að það verði einhver að gæta mín, sagði hún að lokum. Ben stóð í dyrunum. Marcus krosslagði fæturna. — Og hvað finnst þér sjálfri? spurði hann. — Mér finnst þetta snjallræði. Þegar þú sérð John, muntu skilja, hvað ég á við — hann er prins. — ímyndaður prins, áttu við? — Marc þó! sagði Ben gremjulega. — Taktu ekkert mark á honum, Ruth kom skömmu síðar og var hálf- vond við móður sína. — Þetta getur maður kallað heppni! sagði hún ónærgætnislega. Julie horfði undrandi á hana. — Henni hafði aldrei dottið í hug, að hún hefði verið heppin. Henni þótti vænt um John, þess vegna vildi hún giftast honum. Hana lang- aði til að segja þeim það — sérstaklega Marcus, en hann var rokinn á dyr, áður en nokkur vissi af. Framh. á bls. 21. Þegar Ben var farinn, sagði Marcus: — Þú býrð yrir einhverju, Julie. Segðu það! Hún sagði honum alla söguna. mamma. Hann er afbrýðissamur. Hann gekk til hennar og lagði handlegginn utan um hana. — Þú átt sannarlega skilið að vera hamingjusöm, mamma.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.