Vikan


Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 25.05.1939, Blaðsíða 15
Nr. 21, 1939 VIKAN 15 í Jolán Földes: Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskirmaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu sína, konu og þrjú böm, í Veiðikattarstræti. — Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru bamgóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. — Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitingahúsinu a kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, en hinn er Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Þegar búið er að jarða Vassja, flytjast allir úr veitingahúsinu. Barabásfjölskyldan flytzt í aðra íbúð í Veiðikatt- arstræti. — Anna fékk ósk sína uppfyllta um að læra eitthvað. Hún er nú orðin útlærð sauma- kona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki og stundar styrkbeiðnir sem atvinnugrein. Hann þykist vera hrifinn af Önnu, hinni vakn- andi konu og ungu, bljúgu sál. Hann býr að heita hjá Barabásf jölskyldunni og reynir að koma sér í mjúkinn hjá Önnu. — Nú koma alltaf nýir og nýir Ungverjar til Parísar. Þar á meðal er Peter Hallay, sem ætlar að setja upp næturskemmti- stað, og hefir István með sér í ráðum. — Jani verður fyrstur manna til að segja önnu, að ávis- anafölsun hafi komizt upp i einhverjum banka. Þeim líður illa. Þau vita, að þar hefir István ver- ið að verki. Nöfn eru ekki nefnd í blöðunum, fyrr en næsta dag. István hefir verið tekinn fastur. Feðginin, Anna og Barabás, fara til Suður-Ame- ríku i von um betri kjör, en í fyrstu höfn er Barabás bitinn í fótinn af skaðlegri flugutegund. Hann leggst veikur. — Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. Barabás fer út í litla veitingahúsið í Rue St. Jacques. Það hefir verið sent eftir hon- um. Þeir hafa ekki komið niður á járn- brautarstöð til að taka á móti honum vegna f jölskyldunnar. Hið eilífa hindberjasaft stendur ekki lengur fyrir framan Alvarez. Þar stendur nú portvínsglas. Á stóli hans situr hár, gamall maður með grátt hár, dökkt yfir- skegg og enn dekkri augu. Primo de Riv- era hefir verið steypt frá völdum, og Al- varez er farinn heim. Á stóli hans situr nú Prins Maura, sem er einveldissinni og fylgir flokki Rivera. — Þarna sjáið þið! Sumir komast heim, hafði Bardichinov sagt og orðið sljór til augnanna. — Trúið ekki á fordæmi! hafði Liiv að- varað hann. — Ástandið er mismunandi í hverju landi, og í yðar . . . hö-hm . . . virðist það ekki ætla að breytast. Þannig er það líka í mínu landi. Bardichinov kinkar kolli. Hann veit þetta alveg eins vel og Liiv, en hann hefir verið svo beygður í nokkra daga, að hann hefir ekki komið inn í veitingahúsið. Hann leitaði að rússnesku vinunum sínum og stofnaði til samsæris. En nú voru aðeins tveir eftir, og allt varleiðinlegtogvonlaust. Síðan kom Prins Maura og settist að í veitingahúsinu í Rue de la Huchette, í gamla herberginu, þar sem Alvarez bjó, áður en Vassja dó. Auðvitað varð Bardichinov kunningi hans. Síðan kemur Prins Maura í veitinga- húsið til þeirra á hverju kvöldi. Maura er enn viðvaningur. Hann endur- tekur þessa sígildu setningu í sífellu: — Það getur ekki varað nema í nokkra mánuði-------Á næsta ári verð ég í höll minni í Madrid — —. Liiv þekkir orðin alltof vel. Hann bros- ir af meðaumkunn. Bardichinov, sem hefir ekki enn náð rólegu jafnaðargeði, verður fyrst var við örlitla öfund, en snýr síðan samtalinu að öðru. Þeir bjóða Barabás velkominn með mik- illi gleði. Maura er líka innilegur. Þó að hann sé viðvaningur, hefir hann lært, að allir útflytjendur eru jafningjar. TJtflutn- ingur er eins og kefli, sem sléttar þung- lega, vægðarlaust. Þar að auki eru allir lýðræðissinnar, þegar þeir koma til útlanda. Þeir spyrja Barabás um Suður-Ameríku, sérstaklega Liiv, sem langar til að vita um atvinnuástandið þar. Það kallar hann félagsfræðilega rannsókn, en þar sem hann forðast að nefna það, gefur Barabás góð og gild svör. Prins Maura minnist á knapa- félagið í Buenos Aires, sem hann var með- limur í síðast þegar hann var í Argen- tínu. Barabás kannast ekkert við knapa- félagið. Upplýsingar hans eru gagnlegri frá félagsfræðilegu sjónarmiði. Hann dvelur ekki lengi í veitingahúsinu í kvöld. Konan hans er áreiðanlega á fót- um og bíður eftir honum. Og hann verður að fara að leita sér að atvinnu strax í fyrramálið. Nú er sú tíð úti, þegar alls- staðar var nóg að gera í París. En það er ekki hægt að bera ástandið saman við at- vinnuleysið í Þýzkalandi og Englandi — það skrifaði hr. Briill, og það sagði Liiv. Duglegur, reyndur verkamaður getur allt- af fengið atvinnu. Þegar hann gengur inn í skrifstofuna, rýkur Boriska til og faðmar hann. — Gyula, Gyula, ó hvað ég hefi saknað þín. Þau eru ekki lengur ung. Barabás er orðinn gamall, og breiða brjóstið hans inn- fallið. Andlitið á Boriska er orðið hrukk- ótt. I hári hennar eru mörg grá hár. En í kvöld eru þau eins hrifin hvort af öðru og í Mezötur í gamla daga. — Hefir þú hugsað um mig, Boriska? — Frá morgni til kvölds, Gyula og mig hefir líka dreymt þig. Þau halda hvort utan um annað og kæra sig ekkert um að hreyfa sig. Faðmlög eru þægileg. Fjarlægðin hefir f jarlægt tilbreyt- ingarleysi tuttugu og f jögra ára vana. Þau hafa ekki komizt langt. Líf þeirra nú er eins fullt af kvíða og áhyggjum og það hefir alltaf verið, en þau eru öll fimm saman, og þau vona, að börnunum vegni betur en þeim. Barabás heldur utan um konu sína og hann myndi ekki vilja skipta á henni og fjörugri, spánskri fegurðar- gyðju eða franskri hefðarkonu með boga- dreginn munn. Auðvitað snýr hann sér stundum við á götunni og horfir á eftir þeim með heit- um augum. Hann er ekki karlmaður fyrir ekki neitt. En hér á hann heima og hann langar ekki til að vera annars staðar. Þau læðast á tánum í gegnum borðstofuna, því að Jani sefur þar á legubekknum, Jani, sem er orðinn hærri en faðir hans og næstum því feitari. Það verður að setja stól við endann á legubekknum til að styðja dýn- una, sem hann sefur á, annars myndu fæt- ur hans standa aftur af legubekknum. — Hann ætlar að verða verkfræðingur, hvíslar frú Barabás, og þau brosa inni- lega hvort til annars. 17. KAPÍTULI. Morguninn eftir fer Anna í verzlunina. Allir taka henni vingjarnlega, og madame Lucienne heilsar henni meira að segja með handabandi. — Mér þykir leiðinlegt, að þér skylduð koma svona seint. Ég hélt, að þér gætuð komið fyrr. Jæja, það er nú sama. En við urðum auðvitað að ráða stúlku til bráða- birgða. Hún er dugleg, en fráhrindandi. Jæja, við sjáum nú til. Þér hafið að minnsta kosti ekki enn fengið tækifæri til að sýna, hvað þér getið. Fyrst um sinn verðið þér að vinna hjá mademoiselle Nicole, og þér fáið sömu laun og áður. Allt í einu dettur madame Lucienne í hug, að í rauninni hafi Anna alizt upp hjá henni, og að hún hafi ekki séð hana í hálft annað ár. — Ó, og auðvitað velkomnar heim aftur, mademoiselle Anna! Mademoiselle Nicole er eftirmaður madame Andrée. Hún er móðursjúkur og hávær harðstjóri. Stúlkurnar á saumastof- unni hata hana, sérstaklega mademoiselle Rose, sem heita mátti einráð undir hinni aðgerðarlausu stjórn madame Andrée. Rose hvíslar um leið og hún faðmar Önnu að sér.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.