Vikan


Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 30, 1939 og ekki er hægt að yrkja í bíl allt er á reiðiskjálfi. Á öllum gírum akandi yfir mýri og stórgrýti, langar brýr og blómlendi, bremsu-dýrum-gæðingi. Eitt sinn var Isleifur á ferð sunnan úr Reykjavík og norður í land. Sat hann þá á milli tveggja ungmeyja, er báðar gerðust bílveikar og syfjaðar er á leið ferðina, og hölluðu þær sér sín á hvora öxl honum og sofnuðu. Kvað þá Isleifur við þær, er þær vöknuðu: Mér skal verða minnis stætt, meðan bílar hreyfa sig: Hvað þið gátuð sofið sætt svona báðar upp við mig. Skáldinu virtist helzt líta svo út eftir komu bílanna út um sveitir landsins, að enginn fengist til að fara neitt öðruvísi en í bíl: Burt frá heimsins harki og skríl, héðan mænir sálin þreytt. en fái ’hún ekki far með bíl fer hún sjálfsagt ekki neitt. Þá er þessi smellna vísa og þraut: --------------Þóroddur, þjónaði ...... Tomma. „ “ Guðmundur og Gudda ; Misheppnuð útgerð: Gerði út sín ástaskip innan langt við tvítugt; hefur naustað súr á svip 17 yfir þrítugt. Freistingar: Varðist öllum ástríðum utan skornu rjóli. Fram hjá öðrum freistingum fór á mótorhjóli. Vont er að hafa vald á þér whisky-flösku-tappi. — Fast að sækir fýsnaher, Felix! stattu nærri mér. Erfiðisvinna: Yfir bárur ágirndar elligrár og slitinn, réri árum rógburðar, rann af hári svitinn. Inga gamla: Vorkenni ég veslings Ingu að verða’ að þagna í dauðanum! Af tómri mælgis tilhneigingu talar hún upp úr svefninum. 1 kvennaskóla og dansskóla: Menntun þráði og meiri arð — mörg eru ráð að henda. — Loksins þráða líljan varð lærð í báða enda. Og að síðustu eru hér erindi, sem ort eru út af gömlu Krukkspárhandriti, frá 17. öld, því eins og margir vita lá Jón krukkur út á Jónsmessunótt og spáði, eftir ýmsu er hann sá, um ókomna tímann. — Erindi þessi eru ort undir sama bragarhætti og í Krukkspá. Jónsmessunótt Jón lá úti, og lagðist djúpt eftir leyndardómum sá hann í framtíð — f jarri þó — marg- breytar myndir mannspillinga. Talin mun öld sú hin tuttugasta, er alræmd verður fyrir agaleysi, svo og samábyrgð og sykurát, fótamenntun og farandsala. Skálma um stræti í skrautútgáfu landeyður, flón og löðurmenni, veifandi andlegum axarsköftum þeim er óheilla örlög skapa. Brýna blaðstjórar breddur sljóvar rangsleiturs, rógs og rakaleysis, fullir fláræðis og fagurgala. Sjást þá úlfar í sauðargærum. Þá verður trúmálatundurduflum varpað á almennings andans leiðir þær munu valda þrasi og deilum, hugsanagraut og heilabrotum. Álpast úrkynja Evudætur á tízkufótum og tildurmennsku út á öræfi auðnuþrota og heilsutjóns Hjálpleysu.* Þetta óheilla öfugstreymi glætt verður austan úr Garðaríki, þar sem lýðmenntun lægst mun standa allra þjóða í Evrópu. Þá verða gjaldþrot og götuupphlaup stjórnmálastríð og stefnuleysi. Mun þá Jón til Máríu sinnar sællar horfinn úr Sorgardölum. Þetta, sem hér hefir verið tekið af kveð- skap Isleifs, er aðeins örlítið brot allra þeirra vísna og kvæða er hann hefir ort. Og einnig skal það tekið fram, að hér er ekki um neitt úrval að ræða í þess orðs eiginlegu merkingu. En þetta litla sýnis- horn ætti þó að nægja til þess að sýna að hér er um að ræða listamann, sem leggja mun drjúgan skerf til þeirra bókmennta þjóðarinnar, sem hún enn er allt of fátæk af. — Og sért þú á ferð um Norðurland og ferðist um sveitina, sem einhver hefir sagt um: „Þar er ort og sungið allar bjart- ar nætur“, og komir og gjörir kaup í sölu- búðinni hans ísleifs norður á Sauðárkróki, þá máttu áreiðanlega búast við kaupbæti, en það eru ekki peningar, sem þú færð, heldur ein eða tvær af hans löngu vel- þekktu „Búðarvísum". * Heiði á Austurlandi. Lofsöngur til vatnsins. (Úrlágþýzku). Mér þykir vænt um vatnið þess veig er dásamleg, og enginn er sá templar, sem ann því meira en ég. Á mína sæng að morgni ég meðtek blessun þess, og set í rjóma og sykur og sýp og gerist hress. En eftir á að hyggja, ég ætla, að fyrst því sé með kvennakúnstum snúið í kaffi eða te. K ó r : Mér þykir vænt um vatnið, og vatnið þamba ég. Ó, lærðist landsins æsku að lifa á sama veg! t litlaskattinn líka ég læt það nægja mér, og kóngadrykk það kalla, ef keim það réttan ber. En þess ég gleymi að geta, þótt gleymskan sé ei stór, að þó með gömlum galdri ég geri það að bjór. Kór : Mér þykir o. s. frv. Við miðdegismáltíð kingi ég mörgu glasi af því og hlotnast rósemd hjartans og heilsubót á ný. En þó ber það að játa, að þá ég vatnið drekk, (svo magann síður saki) með sherrýi, eftir smekk. Og eftir kvöldverð etinn, þá allt er hljótt og stillt, ég tek mér hvíld í tómi og teyga vatnið milt. En þó er þess að gæta, að þá, að gömlum sið, ég blanda brennivíni frá Brandi saman við. Og þegar daginn þrýtur, ég þekki ekki neitt, sem værri svefn oss veitir en vatnið sætt og heitt. En eftir á að hyggja, ég ætla að játa samt, að krús þá læt ég kæla einn kaldan whiskyskammt. Kór : Mér þykir vænt um vatnið, þess veig er guðdómleg, og náð og næring öllum, sem njóta á réttan veg. Magnús Ásgeirsson, þýddi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.