Vikan


Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 17
Nr. 30, 1939 VIKAN 17 BROS Smdsaj^CL e$Cih H D. Xjcujkqjacji. Hann hafði ákveðið að vaka alla nótt- ina eins og til að gera iðrun og yfir- bót. I símskeytinu hafði aðeins stað- ið: — Ófelía hættulega veik. Hann fann, að það var óviðeigandi undir þessum kring- umstæðum að hátta í svefnvagninum. Þess vegna sat hann uppi um nóttina, þreyttur og úrvinda, í klefa sínum á fyrsta farrými. Auðvitað hefði hann átt að sitja við sjúkrabeð Ófelíu. En hún hafði þvertekið fyrir það. Þess vegna sat hann nú hér í lestinni og hélt sér vakandi. Innra með honum var svartur, höfugur þungi, sem klemmdi hann niður eins og farg. Hann hafði alltaf verið álvörumað- ur. Og nú yfirbugaði alvaran hann. Hið dökka, fríða, nauðrakaða andlit hans með loðnum, svörtum, skásettum augabrún- um, sem settu á það angistarsvip, hefði getað verið fyrirmynd að málverki af Kristi á krossinum. Nóttin í lestinni var eins og í dauðra manna heimkynnum: allt var svo svip- laust. Tvær rosknar, enskar konur, sem sátu andspænis honum, voru löngu dánar. Höfðu ef til vill dáið á undan honum. Því að auðvitað var hann dauður. Smám sam- an birti yfir landamærafjöllunum. Hann starði út án þess að sjá það, sem hann horfði á. Á andliti hans sást ekki votta fyrir fyrir- litningu, sem hann hafði á þeirri tilfinn- ingu, sem hann kallaði viðkvæmni. Nú var hann í ítalíu. Hann horfði á landslagið með dálitlum kala og fann til megnustu óbeitar, þegar hann kom auga á trén og hafið. Nokkurs konar skáldlegur svimi! Það var aftur komin nótt, þegar hann kom að gististað Bláu systranna, en þar hafði Ófelía kosið að vera. Honum var vís- að inn í herbergi abbadísarinnar í höllinni. Hún stóð upp, laut þegjandi höfði og at- hugaði hann frá hvirfli til ilja. Síðan sagði hún á frönsku: — Mig tekur sárt að segja yður það. Hún dó í dag. Hann lémagnaðist í einni svipan, en hann fann það ekki. Hið fagra andlit hans með viljasterkum dráttum starði út í blá- inn. Abbadísin lagði blíðlega hvíta, fagra hönd sína á handlegg hans, hallaði sér upp að honum og starði framan í hann. — Þér eruð hugrakkur? sagði hún lágt. — Er það ekki? Hann hörfaði undan. Hann varð alltaf óttasleginn, þegar kona hallaði sér þannig að honum. Og svo var abbadísin ákaflega kvenleg í búningi sínum. — Jú, svaraði hann. — Get ég fengið að sjá hana? Abbadísin hringdi bjöllu, og ung nunna kom inn. Hún var dálítið föl, en brúnu, dreymandi augun hennar voru barnaleg og kankvís. Abbadísin kynnti hana, og unga nunnan hneigði höfuðið djúpt. En Matthew rétti fram hendi sína eins og drukknandi maður eftir hálmstrái, og unga nunnan rétti honum feimnislega hönd sína, eins máttleysislega og sofandi fugl! Þá flaug honum í hug, mitt í sorginni, hvað þessi hönd væri mjúk. Þau gengu eftir fögrum, en kuldalegum gangi og börðu að dyrum. Þrátt fyrir allt, tók Matthew eftir hinum mjúka þyt svörtu, felldu kjóla kvennanna, sem gengu á yndan honum. Hann varð gripinn skelfingu, þegar dyrnar opnuðust og hann sá ljósin í kring- um hvíta rúmið í fallega herberginu. Nunna ein sat þar inni. Þegar hún leit upp úr bænabók sinni, sýndist honum andlit hennar dökkleitt undir hvítum höfuðbún- aðinum. Síðan stóð hún upp og hneigði höfuðið lítið eitt. Þá tók Matthew eftir því, að hendur hennar voru og dökkgular. Systurnar þrjár í svörtu, felldu búning- unum röðuðu sér upp við höfðalag rúms- ins. Þær voru hljóðar, en ákaflega hrærð- ar og kvenlegar. Abbadísin beygði sig áfram og lyfti hvítu blæjunni frá andliti líksins. Matthew sá hinn fagra frið, sem dauð- inn hafði breitt yfir andlit konu hans. Honum varð strax hlátur í hug, en hann stillti sig, hóstaði lítið eitt og brosti síðan. I bjarmanum frá Ijósunum horfðu nunn- urnar þrjár á hann og kenndu í brjósti um hann. Augu þeirra allra voru eins og speglar, og í þeim vottaði allt í einu fyrir ótta, sem breyttist í óskiljanlega ’mdrun. Yfir andlit nunnanna þriggja, sem störðu á hann í bjarmanum, breiddist kynlegt bros. Brosið á andlitunum þremur óx, en á hverju andliti á sinn hátt. Andlitin voru eins og tilfinninganæm blóm, sem ópnast. 1 brosi ungu nunnunnar fólst sársauki, blandinn kankvísri hrifningu. Systirin, sem vakti hjá líkinu, var þroskuð kona, með jafnar augabrýr og dökkleitt andlit. Bros hennar var glettnislegt. Abbadísin, sem hafði sterklegt andlit, ekkert ólíkt andliti Matthews, reyndi að stilla sig um að brosa, en hún gat ekki varizt brosi, og laut höfði á meðan brosið leið yfir andlit hennar. Unga, föla systirin huldi skyndilega andlit sitt með erminni og skalf öll. Abba- dísin lagði handlegginn utan um axlir hennar og tautaði með ítalskri léttúð: — Auminginn! Gráttu bara! En undir geðshræringunni kenndi ávalt hláturs. Dökkleita nunnan stóð hreyfingarlaus og fitlaði við perlurnar á búningi sínum. Brosið hvarf ekki af vörum hennar. Matthew sneri sér skyndilega að rúm- inu til þess að athuga, hvort kona hans hefði tekið eftir honum. Hann var hrædd- ur. Öfelía var svo fögur þar sem hún lá. Litla, hvassa nefið hennar stóð beint upp. Hinir barnalegu, þrjózkufullu andlits- drættir hennar voru nú stirðnaðir fyrir fullt og allt. Brosið hvarf af andliti Matt- hews, en í þess stað kom þjáningasvipur. Hann grét ekki. Hann starði aðeins fram fyrir sig, án þess að skilja né skynja nokk- uð. En á andliti hans sáust æ skýrar þessi orð: Ég vissi, að þessi þjáning beið mín. Hún var svo fögur, svo barnaleg, svo skynsöm, svo þrjózkufull, svo þreytt —, og nú er hún dáin! Hann skildi þetta ekki. Þau höfðu verið gift í tíu ár. Hann hafði ekki verið gallalaus —, nei, langt frá því! En Ófelía hafði alltaf viljað ráða öllu. Hún hafði elskað hann, hafði orðið þrjózkufull og farið frá honum. En síðan hafði hún orðið angurvær, háðsk eða reið tíu sinnum og hafði komið tíu sinnum til hans aftur. Þau áttu engin börn. Hann hafði alltaf langað til þess að eiga börn, svo viðkvæm- ur sem hann var. Honum fannst hann vera ákaflega þunglyndur. Nú kæmi hún aldrei til hans framar. Það var í þrettánda skipti, og nú var hún farin fyrir fullt og allt. En var það? Jafnvel nú fannst honum hún kitla sig á milli rifjanna til þess að koma sér til að hlæja. Hann hnyklaði reiði- lega augabrýrnar. Hann vildi ekki brosa! Hann skaut breiðri, skegglausri hökunni fram og lét skína í mjallhvítar tennurnar um leið og hann horfði á hina hvetjandi, dánu konu. Einu sinni til! — langaði hann til að segja eins og Dickens lét manninn segja. j Hann hafði ekki verið galialaus. Nú ætl- aði hann að hugsa um galla sína. Allt í einu sneri hann sér að nunnunum þremur, sem höfðu gengið út úr bjarman- um og svifu á milli hans og dimmu veggj- anna. Augu hans voru starandi, og hann lét skína í hvítar tennurnar. — Mea culpa! Mea culpa! hvæsti hann. — Macché! hrópaði hin óttaslegna abbadís, og hendur hennar skulfu inni í ermunum eins og tveir fuglar, sem leita hreiðra sinna. Matthew leit í kringum sig. Hann lang- aði til þess að slíta þessu. Abbadísin tók að þylja Faðir vor í hálfum hljóðum. Það marraði í perlunum á klæðnaði þeirra. Föla unga systirin hörfaði lengra aftur á bak. En dökkleita systirin deplaði dökkum aug- unum framan í hann. Aftur fann hann til á milli rif janna. — Heyrið þið! sagði hann afsakandi við nunnurnar. — Ég verð að fara, því að mér líður svo illa. Þær urðu ruglaðar. Hann flýtti sér að dyrunum. En áður en hann komst út, vakn- aði brosið á andliti hans. Dökkleita nunn- Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.