Vikan


Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 15
Nr. 30, 1939 VIKAN 15 Það, sera komiS er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flyzt með konu sína og þrjú böm frá Budapest til Parísar. — Þar eignast fjölskyldan fljótt marga góða vini úr hópi erlendra flóttamanna, meðal þeirra er Vassja, sem Anna verður ástfangin af, og Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Barabásfjölskyldan flyzt í aðra íbúð í Veiði- kattarstræti. — Anna gerist saumakona. ■—- István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki. — Anna og Barabás fara til Suður-Ame- ríku í von um betri kjör. Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. -— Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. — Barabás hefir líka fengið vinnu. — Nú streyma Þjóðverjar til Par- ísar. Cathrine, vinkona fjölskyldunnar, kynnist einum þeirra, Gúnther Volkmar, docent. Hún býðst til að kynna hann og Önnu, sem ekki verð- ur beint ástfangin af honum. — Jani er nú orðinn fullveðja. Hann afsalar sér ekki frönsku borgararéttindunum. Systur hans, Anna og Klárí, hafa miklar áhyggjur út af því, að Albert- ine og Jani verði aldrei hamingjusöm. — Barabás- systkinin þrjú eiga hvert sitt leyndarmál, sem þau minnast ekki á. Klárí hittir unnustu Vassja, Jani Elemér Hallay og Anna Fedor. Leyndarmál Önnu er þannig, að það varir. Hún hittir Fedor ■oft og hjálpar honum. Einn daginn voru konung- urinn í Júgóslafíu og franski utanríkismálaráð- herrann myrtir. Fyrst missir Barabás atvinnu sína, síðan Anna. Barabás og Anna fara heim til Ungverjalands. Þar hittir Anna István. Barabás fær ekkert að gera, og þau feðgin fara aftur til Parísar. Þar er þeim vel tekið af kunningjum og ættingjum, og þau fá bæði atvinnu, en þó lélega. — Hvar á ég heima? segir hann síðar, þegar hann er orðinn rólegri. — Nú bý ég hvergi. En bíddu aðeins í tvær vikur, nei, þrjár, því að ég hefi veðsett allt, sem ég á. Bíddu í þrjár vikur, þá verð ég búinn að reisa höllina okkar aftur. 24. KAPÍTULI. Jani lýkur prófi. 1 tilefni af því borð- ar Barabásfjölskyldan góðan miðdegis- verð. Síðar um daginn heimsækir Jani Albertine. — Já, svo er nú það. Hvað vinnu við- víkur — — ég gæti kannske fengið at- vinnu fyrirhafnarlítið. Ef ég færi til ný- lendanna, fengi ég strax atvinnu. — Roger frændi segist taka þig í verzl- unina, hvenær sem er. — Ég veit það. Við getum gift okkur strax, ef þú vilt, Albertine. Unga stúlkan horfir rannsakandi á hann. Jani lítur undan. Hann er kæruleys- islegur á svip. — Stynja menn svona upp bónorðum sínum í ættlandi þínu, Jani. — 1 mínu landi? Það vill nú svo til, að við erum hér í þínu landi, og á þínu heim- ili! Ertu ekki orðin leið á þessum eilífa samanburði ? — Stilltu þig, Jani. Ég ætlaði aðeins að vekja athygli þína á því, að þú virðist ekkert hrifinn. Segðu mér nú hreinskilnis- lega, Jani, hvað myndir þú gera, ef ég væri ekki til? — Ég veit það ekki. — Færir þú til Ungver jalands ? — Ég veit það ekki. Jani verður hugsi. — Ég býst ekki við því. Pabbi og Anna koma heim. Ástandið þar er ekki gott. Hvers vegna spyrðu? Albertine svarar rólega: — Kennari minn fer kannske með okk- ur til Suður-Ameríku. , — Jæja! — Ef það verður, förum við eftir hálf- an mánuð. — Er þetta neitun, Albertine? — Það er það nú ekki, Jani, en þú veizt sjálfur, að það verður bezt fyrir okkur bæði. — Kannske veit ég það, en samt er það sárt. — Það finnst mér líka--------ég elska þig, Jani. Þau faðmast og gráta. Jani spyr, en er á báðum áttum: — Eigum við ekki að reyna? — Ur því að það hefir ekki blessazt í þessi fimm ár------, og þó hefir mér aldrei þótt vænt um neinn nema þig. — Ekki mér heldur, Albertine. Þau sitja þögul um stund og eru ákaf- lega óhamingjusöm. — Ég skal að minnsta kosti mæla með þér við Roger frænda, segir Albertine. — Nei, það máttu ekki gera. Ég fæ áreiðanlega eitthvað að gera. Sé ég þig aftur, Albertine? — Ef ég fer til Suður-Ameríku, læt ég þig vita. Og þú lætur mig vita, ef eitthvað sérstakt kemur fyrir þig. Við dyrnar kyssast þau í hinnsta sinni. Síðan fellur hurðin að stöfum. Jani minnist ekki á þetta einu orði heima. I nokkra daga er hann í dularfull- um erindagjörðum úti í borginni. Eitt kvöldið segir hann: — Pabbi og mamma--------ég fer í burtu. Ég hefi fengið stöðu, en langt í burtu, í frönsku Kongó. Hjartsláttur frú Barabás heyrist glöggt í þessari döpru kyrrð. Öll horfa þau á Jani, sem talar fljótt og eins og honum líði illa: — Það er verið að leggja þar vegi, og þeir vilja fá þangað unga verkfræðinga. Það var minnst á þetta í skólanum fyrir tveim mánuðum. Launin eru góð, helmingi meiri en hér, — ég hefi þriggja ára samn- ing. Felicien fer líka, bætir hann við í þeirri von, að þeim þyki það betra. Felicien hefir verið félagi Jani öll skóla- árin, og hann hefir alltaf langað til ný- lendanna. Felicien hefir lag á því að bræða æfintýraþrána þannig saman við helkald- an veruleikann, að útkoman verður full- komið samræmi. Fjarlend náttúra og naktar, syngjandi negrastúlkur freista hans, en ekki hin háu laun. Barabásfjölskyldan er heldur ekkert ánægð, þó að Felicien fari líka. Hún horfir undrandi á Jani, og Barabás spyr rólega: — En þetta fyrirhugaða hjónaband þitt? Jani hristir höfuðið. — Það verður ekkert úr því. — Hamingjan hossar verkfræðingnum, segir Klárí, dreymandi. — Hann getur far- ið til ókunnugra landa, þar sem vaxa yndis- leg tré og hin furðulegustu dýr lifa. Vinna hans er í rauninni alþjóðleg. Jani grípur orðin á lofti eins og drukkn- andi maður í hálmstrá. En honum ferst það klaufalega. — Já, já, en læknisstaða er líka alþjóð- leg. Þú gætir líka farið til nýlendanna, þegar þú ert búin. Klárí sendir honum þegjandi, leiftrandi augnaráð. — Vesæl kona--------segir hún skringi- lega. En fyndni hennar kemur of seint. Frú Barabás er farin að gráta. Hún snýr and- litinu að veggnum, kjökrar og formælir vesalings Albertine, sem á það alls ekki skilið. Jani langar til að skýra frá öllum málavöxtum, en hann kemur engu upp nema hálfkæfðum hljóðum. Klárí finnur, að hún getur ekkert gert, svo að hún læð- ist út úr stofunni. Önnu finnst bezt að feta í fótspor systur sinnar. Hún flýr til Men- eghetti. Barabás situr kyrr og reynir að hugga konu sína, en síðan sér hann, að bezt muni vera að skilja mæðginin ein eftir. Ef til vill segir Jani henni frá áhyggj- um sínum í einrúmi, og síðan gætu þau huggað hvort annað. Þær fáu vikur, sem Jani á eftir að vera heima, eru ákaflega tilbreytingalausar. Fjölskyldan hefir enga hugmynd um, að hann hittir Albertine á hverjum degi. Ferð- inni til Suður-Ameríku hefir verið frestað. Nú elska þau hvort annað meira en nokk- urn tíma áður. Stundum eru þau að því komin að hætta við allar ákvarðanir og vera kyrr í París. Samt er þeim alltaf ljóst, að þau gera það ekki. Þau vilja ekki koll- varpa neinu. Barabásfjölskyldan hefir venju fremur lítið saman að sælda. Anna og faðir henn- ar vinna hvorki á þann hátt né á þeim stað, sem þau helzt vildu. En þau vinna samt bæði. Barabás vinnur á klæðskera- verkstæði í einu úthverfi borgarinnar. Eig-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.