Vikan


Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr. 30, 1939 Fegurðarsamkeppni Hver verdur fegurðardrottning íslands 1939. Fegurð og Tízka. Her er ágætt borðstofuhorn fyrir ung hjón, sem hafa litla íbúð. Borð- plötuna er hægt að leggja niður, þegar ekki er verið að nota hana. pftir mikla yfirvegnn hefir VIKAN ákveðið að leggja það viðkvæma mál undir dóm lesenda sinna, hver hinna mörgu ungu og fríðu blómarósa þessa lands sé verðugust þess að vera nefnd Fegurðardrottning Islands 1939. Okkur er vel Ijóst, að hér er í nokkuð ráðist, en við heitum á liðstyrk yðar hvers og eins og væntum þess, að þér bregðist vel við trausti okkar, því að það eruð þér, en ekki við, sem hafið allan ákvörðunarrétt í þessu máli og berið ábyrgð á því. I okkar fámenna landi, þar sem svo margir þekkjast og eru kunnugir, mundi ekki vera heppilegt, að dómnefnd, hversu vel sem hún væri skipuð, ætti hér síðasta orðið. Við höfum því valið þá leiðina, að láta fram fara atkvæðagreiðslu meðal lesenda okkar, í þrem næstu tölu- blöðum, og ráði síðan hreinn meirihluti greiddra atkvæða úr- shtum. Atkvæðagreiðslunni er þannig hagað, að kjósandinn skrifar nafn þeirrar stúlku, er hann gefur atkvæði sitt á kjör- seðilinn, sem er prentaður hér að neðan, klippir síðan út seðil- inn og sendir hann blaðinu í lokuðu umslagi. Kjörseðlarnir verða að vera í höndum afgreiðslu blaðsins fyrir 16. ágúst. Þarf kjósandinn hvergi að láta sín getið fremur en hann vill, en hverjum góðum ráðum og Þessi ballkjóll er ljós og léttur eins og sumarið. Hann er úr „georgette“, og pilsið feykilega vítt. rósóttu Hér er óvenjulega laglegur búningur, en samt setur enski stráhatturinn kórónuna á hann. leiðbeiningum og aðstoð tök- um við með þökkum. Sérstak- lega heitum við á ungu stúlk- urnar, sem flest atkvæðin fá, að þær Ijái okkur myndir af sér, — en við munum birta myndir af þeim 10 stúlk- um, sem flest atkvæði hljóta, og fer þá fram ný kosn- ing meðal þeirra. Til samkeppninnar gefur VIKAN mjög fagran, áletraðan silfurbikar, sem er til sýnis í sýningar- glugga blaðsins í Austurstræti 12. Hlýtur fegurðar- drottningin þenna bikar til fullrar eignar. Fegurðardrottning íslands 1939 rsedííí — Vikublaðið VIKAN, Austurstræti 12, Reykjavík. — Stóll og tröppur. •— Þennan eldhússtól ætti hver maður aö geta buió til. Á myndinni sést greinilega, hvernig farið er að því. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigr. Kristjánsdóttir, tannsmiður og hr. Krist- jón Oddsson, línumaður hjá Rafveitunni. Heim- ili þeirra er á Auðarstr. 11. (Sig. Guðm. ljósm.)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.