Vikan


Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 4

Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 4
4 V í K A N Nr. 43, 1939 Flosi þakkaði honum (þ. e. Hrafnkeli á Hrafnkelsstöðum) ok fór í braut ok á Bersastaði (í Fljótsdal). ... Þaðan (þ. e. frá Bersastöðum) fóru þeir á Valþjófsstaði (í Fljótsdal).... Fóru þeir þá í braut (þ. e. frá Valþjófsstað) ok fengu þar enga lið- veizlu. Fóru þeir fyrir neðan Lagarfljót ok um heiði til Njarðvíkr. . . . Flosi þakk- aði þeim vel (þ. e. Njarðvíkurbræðrum) ok fór þaðan til Vápnafjarðar, ok kom til Hofs......Síðan fór Flosi (þ. e. frá Hofi) til Krossavíkr (í Vopnafirði).....Þaðan (þ. e. frá Krossavík) fór Flosi norður til Vápnafjarðar ok upp í Fljótsdalshérað ok gisti at Hólmsteins Spak-Bersasonar (þ. e. á Bessastöðum í Fljótsdal) .... Flosi fór upp Fljótsdal ok þaðan suðr á fjall um Öxarhraun ok ofan Sviðinhornadal ok út með Álptafirði fyrir vestan, ok lauk eigi fyrr en hann kom til Þváttár, til Halls mágs síns. Þar var Flosi hálfan mánuð ok menn hans ok hvílðu sik.“ (Njála, útgáfa Finns Jónssonar 1908). Það, sem fyrst verður augljóst við at- hugun á ferðasögu Flosa er þetta, að þegar hann kemur austur fyrir Breiðdalsheiði, er alveg hætt að greina frá dagleiðum, og náttstaðir aðeins nefndir hjá höfðingjun- um, er hann heimsótti. Á leiðinni frá Svína- felh og austur í Heydali er þetta aftur á móti nákvæmlega tilfært hvort tveggja, og hefir Flosi og menn hans verið í 9 daga að fara þá leið, og má af því glöggt marka, hve hratt þeir hafa farið yfir, enda eru flestar dagleiðirnar alveg nægilega langar fyrir gangandi menn í skammdeginu. Frá Heydölum að Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal eru 3 dagleiðir á þessum tíma árs. Sú fyrsta frá Heydölum og upp undir Breið- dalsheiðina, 25—28 km., önnur að Arnalds- stöðum í Skriðdal, og sú þriðja þaðan að Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, yfir Buðl- ungavallaheiði á Hallormsstaðahálsi. Milh Valþjófsstaðar og Njarðvíkur eru einnig 3 dagleiðir. Á þeirri leið hafa þeir Flosi gist á tveimur bæjum, öðrum í Eyða- þinghánni, t. d. Eyvindará, hinum í Hjalta- staðaþinghánni, t. d. Hjaltastað eða Kó- reksstöðum. Þá er sömuleiðis 3ja daga ferð úr Njarð- vík að Hofi í Vopnafirði — yfir Hróars- tungu og Smjörvatnsheiði — og er sú síð- asta löng og erfið yfir Smjörvatnsheiði, sem talin er þingmannaleið, 37 Vá km. Lík- legastir gistingarstaðir á þessari leið, eru Kóreksstaðir og Fossvellir í Jökulsárhlíð. Er þaðan langt upp á heiðina. Frá Krossavík í Vopnafirði að Bessa- stöðum í Fljótsdal eru varla minna en 4 dagleiðir, hvort sem farið er yfir Smjör- vatnsheiði og Hróarstungu, og svo inn Fellin inn í Fljótsdalinn, eða Tungu- og Jökuldalsheiði, t. d. að Hákonarstöðum á Jökuldal, og þaðan yfir Fljótsheiði að Bessastöðum. Á þessum þremur löngu leiðum, er nú hafa verið tilfærðar, eru hvergi tilfærðar dagleiðir, og gistingar- staðir, nema aðeins hjá höfðingjunum, sem Flosi leitaði til — og þar með algjörlega Framh. á bls. 20. hðsbónina frá Svínafelli og norður í Vopna- fjörð gefur glögga hugmynd um þetta. Njála skýrir þannig frá þessu ferðalagi. [Hér er sleppt samtali Flosa við höfðingj- ana að mestu. Það, sem er innan sviga, er sett til skýringar:] „Nú líðr vetrinn, þar til er lokit var jólum. Flosi mælti þá til sinna manna. . . . Skulu vér nú fara í liðsbón . . . Síðan bjogguz þeir heiman allir. Flosi var í leistabrókum, því at hann ætlaði að ganga. Vissi hann ok, at þá myndi öðrum minna fyrir þykkja at ganga. Þeir fóru heiman (þ. e. frá Svínafelli) á Knappavöll, en annat kveld til Breiðár, en frá Breiðá til Kálfafells, þaðan í Bjarnarnes í Horna- fjörð, þaðan til Stafafells í Lón, en þá til Þváttar til Síðu-Halls.......Flosi dvalðiz þar þrjár nætr ok hvíldi sik ok fór þaðan (þ. e. frá Þváttá) austr til Geitahellna ok svá til Beruf jarðar. .. . Þaðan fóru þeir austr til Breiðdals í Heydali. . . . Flosi fór þaðan (þ. e. frá Heydölum) Breiðdalsheiði ok svá á Hrafnkelsstaði (í Fljótsdal) . . .. - sýna leið Flosa eins og hann er láttinn fara í Njálu. sýna þá leið, er kunnugur maður myndi láta Flosa fara.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.