Vikan - 26.10.1939, Síða 19
Nr. 43, 1939
VIK A N
19
Ijrir
Barnasaga
Einu sinni um haustið 1461 gekk fátæk-
ur bóndadrengur hugsandi eftir veg-
inum, sem lá til Montitz-les-Tours-
kastalans í Frakklandi. Hann nam staðar
öðru hvoru og þurrkaði svitann af andliti
sér. Hann hélt á stórum, þungum poka í
hendinni. Hann var að koma að kastalan-
um, sem hinn nýkrýndi konungur, Lúðvíg
II. dvaldi í um þessar mundir, þegar hann
mætti feitum, einkennisklæddum aðals-
manni. Drengurinn nam staðar og tók
kurteislega ofan. Hann kannaðist við að-
alsmanninn. Þeir voru í rauninni nágrann-
ar. Faðir drengsins, sem var garðyrkju-
maður, hafði nefnilega á leigu nokkrar
jarðir, sem voru rétt hjá aðalsmannssetr-
inu.
Feiti aðalsmaðurinn stöðvaði hest sinn.
— Ert þú ekki sonur Antons garðyrkju-
manns? spurði hann.
— Jú, yðar hátign, svaraði drengurinn
feimnislega. — Ég heiti Páll.
— Og hvert ert þú að fara? Til kastal-
ans?
— Já, yðar hátign. Faðir minn sendi
mig með gjöf til kóngsins.
Aðalsmaðurinn fór að hlæja.
— Gjöf til kóngsins, endurtók hann
háðslega. •— Hvað getur faðir þinn gefið
konungi Frakklands?
Drengurinn roðnaði.
— Það — það er rófa, stamaði hann.
— Stór rófa.
Aðalsmaðurinn ætlaði að springa af
hlátri.
— Rófa handa kónginum? hrópaði
hann. — Ha-ha. Stór rófa. Honum þykir
áreiðanlega gaman að því. Ha-ha!
Hann sló skellihlæjandi í hestinn og hélt
leiðar sinnar um leið og hann muldraði eitt-
hvað um, hvað bændur og garðyrkjumenn
væru heimskir.
Páll nam staðar og horfði á eftir
honum.
— Já, hæðstu bara að honum, tautaði
hann. — Aðalsmaðurinn veit ekki, að
þegar kóngurinn var krónprins heimsótti
hann föður minn oft og hafði mikinn
áhuga á garðrækt. Hann hefir heldur
enga hugmynd um, að þetta er ekki venju-
leg rófa. Þetta er blátt áfram stærsta róf-
an í öllu Frakklandi. Faðir minn sendir
kónginum hana sem dyggur þegn.
Þegar Páll hafði létt þessu af hjarta
sínu, tók hann upp pokann og hélt leiðar
sinnar. Hann kom til kastalans, þar sem
allir þekktu hann, því að faðir hans seldi
þangað grænmeti.
Hann var svo heppinn að hitta lífvörð
konungsins, sem vissi, að konungurinn
þekkti föður drengsins, og hann lofaði
drengnum að leiða hann fyrir konunginn,
og það efndi hann.
Lúðvíg II., sem var fölleitur, grannvax-
inn, dökkklæddur maður, sat við skrif-
borð sitt, þegar Páll gekk inn. Hann leit
upp úr skjölum sínum.
— Þú ert sonur Antons, sagði hann. —
Hvert er erindi þitt? Ég man eftir föður
þínum. Hann er duglegur maður.
— Faðir minn sendi mig með þessa gjöf,
svaraði drengurinn og hneigði sig djúpt.
— Hún er úr garðinum hans — stærsta
rófan, sem vaxið hefir í Frakklandi.
Hann leysti frá pokanum og tók upp
rófuna, sem var sú stærsta rófa, sem kóng-
urinn hafði nokkurn tíma séð.
— Nei, sko! hrópaði kóngurinn. —
Aldrei hefi ég séð annað eins.
Hann brosti.
— Þetta var fallega gert af Antoni,
tautaði hann. — Annars gefur enginn mér
gjafir. Ég verð meira að segja að berjast
við að ná eignum krúnunnar. Hart á móti
hörðu. Krókur á móti bragði. En þeir skulu
verða að láta undan —, þó að ég verði að
loka þá inni í járnbúri.
Hann varð hugsi. Það fór hrollur um
Pál, þegar hann sá hinn kuldalega glampa
i augum hans. Loksins varð kóngurinn
blíðari á svipinn.
— Þessi gjöf er góð viðvörun, sagði
hann ánægjulega. — Eins og faðir þinn
hefir búið til stærstu rófuna mun ég búa
til stærsta Frakkland. Það er sagt, að ég
sé nízkur, en hérna, drengur minn, eru
laun handa föður þínum. Eitthvað fyrir
eitthvað.
Hann hló lágt og opnaði járnkistil, sem
stóð á skrifborðinu.
— Tíu gullpeningar,
hélt hann áfram um leið
og hann taldi pening-
ana. — Færðu föður
þínum þá.
Páll þakkaði fyrir og
flýtti sér í burtu. Hon-
um leið hálf illa.
Á heimleiðinni hugs-
aði hann um, hvað faðir sinn yrði glaður
við að fá alla þessa peninga.
Allt í einu heyrði hann hófadyn, nam
staðar og tók ofan. Þetta var feiti aðals-
maðurinn.
— Jæja, sonur sæll, sagði hann. —
Hvað fékkstu þá fyrir rófuna?
— Tíu gullpeninga, svaraði Páll og sýndi
aðalsmanninum þá.
— Tíu gullpeninga fyrir eina rófu?
stamaði hann. — Er kóngurinn svona
gjafmildur.
— Að minnsta kosti við mig, svaraði
Páll.
Aðalsmaðurinn sneri við til kastalans og
gerði boð fyrir kónginn. Hann hélt, að sér
hefði dottið snjallræði í hug. Hann ætlaði
að gefa kónginum hestinn sinn. Úr því að
hann gaf tíu gullpeninga fyrir eina rófu,
hlaut hann að gefa miklu meira fyrir hest.
Þegar kóngurinn kom bað aðalsmaður-
inn hann að þiggja af sér smágjöf. Lúðvíg
konungur skoðaði hestinn úr glugga sín-
um. Síðan horfði hann á aðalsmanninn og
sagði:
— Ég þigg gjöfina, en eitthvað fyrir
eitthvað. Sko hér er stærsta rófan, sem til
er í Frakklandi. Þér megið eiga hana.
Aðalsmaðurinn varð að fara heim með
rófuna.
— Páll skildi aldrei, hvers vegna aðals-
maðurinn horfði svona reiðilega á hann í
hvert skipti, sem hann mætti honum, og
flýtti sér í burtu.
Ameríkumaður einn hefir tekið sér
einkaleyfi á hentugri uppfinningu, sem
hlýtur að fá áhangendur á meðal margra
verzlunarmanna og skrifstofumanna, sem
vilja hafa hreina samvizku þegar þeir
„verða að vinna eftirvinnu“. Uppfinningin
er grammófónn, sem er í sambandi við
síma og getur svarað. Verzlunarmaðurinn
talar t. d. inn á plötuna: — Já, mér þykir
það leiðinlegt, elskan mín, en því miður
verð ég að vinna lengi í kvöld. — Vertu
sæl, elskan mín!
*
I bænum Columbus í Montana, U. S. A.,
fær hver maður, sem tekur ekki ofan fyrir
borgarstjóranum á götu, sekt fyrir ókurt-
eisi.
Maður einn, sem hafði setið í mörg ár
í fangelsi í Chicago, strauk þaðan einn góð-
an veðurdag á ákaflega einfaldan hátt:
Hann tók sóp dyravarðarins og tók að
sópa. Varðmaðurinn hélt, að þetta væri
daglaunamaður og lét hann fara leiðar
sinnar.