Vikan


Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 21

Vikan - 26.10.1939, Qupperneq 21
r Nr. 43, 1939 tveimur mönnum, sem toguðu í hann af miklum ákafa. Þeir æptu og görguðu, pöt- uð'u og bentu, auðsjáanlega með það fyrir augum að gera honum það skiljanlegt, að Dettifoss væri að kveðja ísafjörð. „Skipið er að fara, skipið er að fara,“ kvað alls staðar við í kring um litla manninn hrokk- inhærða, en hann gaf því engan gaum, heldur tönnlaðist stöðugt á því sama: „Upp með dansinn, áfram með músikina!“ Loks varð hann að láta í minni pokann og sleppa tökunum á lestaropinu. Honum var snúið við og bent til lands. I fyrstu horfði hann sljólega og skilningslaust á bryggjuna, en allt í einu var eins og hann hrapaði niður úr sjöunda himni dans og hljóma og lenti í hinum dapurlega heimi staðreyndanna. Andlitið umhverfðist. I einu vetfangi mældu augun vegarlengdina frá skipi og yfir á bryggju, en hún var fyrir löngu orðin ófær hverjum manni. Svo opnaðist munnurinn, líkt og hann vildi segja eitthvað, en það var eins og tungan neitaði að hlýða. Loks stundi hann upp með grátstafinn í kverkunum, eins og barn, sem einhver hefir verið vondur við: „Ég vil fara í land. Ég verð að komast í land!“ Dettifoss var nú bráðum búinn að snúa. Hraðinn óx jafnt og þétt. Það var eins og vélin væri að svara köllum hins ógæfu- sama dansherra, með því að lengja sem mest bilið á milli skips og lands. Honum var nú auðsjáanlega ekki farið að lítast á blikuna. Þegar hann varð þess fullviss, að ópum hans var enginn gaumur gefinn og vonlaust um að fá skipið til að snúa við, missti hann á sér alla stjórn. Fyrst ætlaði hann að fleygja sér í sjóinn, og þegar einn skipsmanna tók hann og hélt honum með valdi, krafðist hann þess, að sér yrði sleppt og kvaðst ætla að synda í land. Smátt og smátt varð hann rólegri og hætti öllum tilraunum til að slíta sig lausan. Að lokum var honum runninn allur móður og hann lak niður á þilfarið, eins og máttlaust flykki, og lá þar hreyfingar- laus. Þeir, sem næstir stóðu, sáu, að hann var farinn að vatna músum. Það var ekki laust við, að menn væru farnir að kenna í brjósti um þennan mein- lausa náunga, sem fyrir skammri stundu hafði verið allra manna kátastur,- en grét nú örlög sín í áheyrn f jölda fólks. Einhver spurði skipsmanninn, sem var að stumra yfir honum, hvort það væri meiningin að hafa hann með til Siglufjarðar allslausan og þannig á sig kominn sem hann var. Skipsmaðurinn skýrði frá því, að innan lítillar stundar kæmi bátur til að sækja hafnsögumanninn, og þá yrði honum skot- ið í land. Það létu menn sér vel líka, og einhverjir fóru jafnvel að segja hinum raunamædda manni þessi gleðitíðindi. En hann virtist ekkert taka eftir þeirri frá- sögn. Þegar hafnsögubáturinn kom, lá hann enn í sömu stellingum og bærði ekki á sér. Þrekvaxinn og sterklegur skipverji tók hann á öxl sér, bar hann niður kaðal- stigann og út í bátinn. Þar sáum við hann síðast liggja, eins og poka eða einhvern VIKAN annan dauðan hlut, meðan hann nálgaðist óðfluga Isaf jörð, sem hann hafði skilið við með svo miklum trega. Dettifoss hélt út Djúpið. Eftir því sem á nóttina leið, færðist meiri og meiri kyrrð yfir mannf jöldann. Þeir, sem einhversstað- ar höfðu getað holað sér niður, voru lagst- ir fyrir og jafnvel sofnaðir. Þrír góðglaðir náungar sátu enn uppi í afturlestinni, létu vasapelann ganga á milli sín og sungu rámum röddum: „Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að vera svolítið hífaður.“ Annars var allt hljótt. Veðrið var hið bezta, logn og blíða, svo að ekki bærðist hár á höfði. Undiraldan, erkióvinur allra, sem sjóveikir eru, hafði hægt um sig og virtist ætla að þyrma innýflum manna á þessu ferðalagi. Aftur á móti fór þoku- slæðingur vaxandi, og þegar kom út á mitt Djúp, byrgði fyrir alla útsýn. Ég nennti ekki að hanga lengur uppi á þilfari, enda var mig farið að syfja. 1 einu horni framlestarinnar hafði ég hreiðrað um mig um kvöldið, og hugðist nú að leita þangað hvíldar og værðar. Ekki var greiðfært að ferðast um lest- ina. Mátti heita, að hún væri öll ein flat- sæng, og lá fólkið svo þétt, að gæta varð ýtrustu varfærni, svo að ekki væri stigið á handlegg, fót eða höfuð í hverju spori. Stórslysalaust komst ég yfir lestina og út í hornið, þar sem ég hafði numið land fyrir farangur minn og breitt niður rúmfötin. Þegar þangað kom, sá ég, að ekki var allt með felldu. Sængin lá að vísu enn á milli pokans og koffortsins, eins og ég hafði við hana skilið, en upp undan henni stóð mannshöfuð, sem ég átti þar enga von á. Auðsjáanlega hafði einhver tekið sængina traustataki og svaf nú vært í skjóli henn- ar, eins og sá, sem hefir góða samvizku. Mér þótti það engan veginn skemmtileg tilhugsun að verða að hröklast aftur upp á þilfar og hýrast þar svefnlaus til morg- uns. Og þar sem ég vissi mig hafa allan rétt til sængurinnar, kippti ég í hana og tróð mér allóþyrmilega niður hjá hinum óboðna gesti, sem umlaði og bylti sér, en hélt þó áfram að sofa, eins og ekkert væri um að vera. Ég hagræddi mér og lét fara eins vel um mig og hægt var. Maður var á leið í síldina og því engin ástæða til að kvarta. Og þrátt fyrir þrengsli og þungt loft, leið ekki á löngu, áður en ég hvarf inn í veröld draumanna, meðan skipið hélt áleiðis til Siglufjarðar — til fyrirheitna landsins. SVAKTUR KÖTTUR. Fr. af bls. 18. járnband út undan botninum. Það er kannske það, sem þér sýnist vera köttur. — Sérð þú ekki neitt, kokksi? spurði skipstjórinn. — Það . . . það getur verið, að það sé ímyndun, stamaði kokkurinn og leit niður fyrir sig, — en mér sýnist eins og ég sjái eitthvað lítið þokukennt, eins og hnoðra þarna hjá kassanum. Nei, nú er það farið. 21 — Nei, það er ekki farið, sagði skip- stjórinn. Satan situr þarna aftirrgenginn. Kassinn virðist hafa dottið ofan á skottið á honum. Hann virðist mjálma og veina öll ósköp. Skipverjar gerðu örvæntingarfullar til- raunir til þess að láta í ljósi þá undrun, sem hæfði slíku viðundri, á meðan Satan gerði allar hugsanlegar tilraunir til að losa sig og veinaði í sífellu. Hversu lengi > hinn hjátrúarfulli skipstjóri „Lævirkjans“ hefði látið köttinn vera þarna veit enginn, •því að fétt í þessu kom stýrimaðurinn upp á þilfar og kom auga á hann áður en hon- um varð ljóst, hvaða hlutverk hann átti að leika í þessum leik. — Því í fjandanum lyftið þið ekki kass- anum ofan af veslings kettinum, hrópaði hann og flýtti sér í áttina til kassans. ’ — Ha, sérð þú hann, Dick, sagði skip- stjóri með áhrifamikilh röddu og lagði höndina á öxl hans. — Sé hann, hreytti stýrimaðurinn út úr sér. — Heldurðu, að ég sé blindur. Hlust- aðu á veslings greyið. Ég skyldi — Ó! Hann varð skyndilega var við hvasst og talandi augnaráð skipverja. Tíu augu sögðu greinilega öll sem eitt „asni“, og augu stráksins lýstu meiru en orð fá greint. Skipstjórinn leit í kringum sig og sá augnatillitin. Smám saman rann upp ljós fyrir honum. En hann krafðist meira, — sneri sér snöggt að kokkinum og krafðist skýringa. Kokkurinn sagði, að það væri lævirki. Svo leiðrétti hann sig, og sagði, að það væri ekki lævirki, svo leiðrétti hann sig aftur, og rak svo í vörðurnar. Á meðan horfði skipstjórinn hvasst á hann, en stýri- maðurinn losaði köttinn úr gildrunni og strauk á honum rófuna. Það tók fullar fimm mínútur að leiða skipstjórann í allan sannleika. Hann virt- ist ékki skilja það til fullnustu, fyrr en honum var sýnd kistan með loftgötunum; þá birti yfir honum, og um leið og hann tók óþyrmilega í hnakkadrambið á vesa- lings Billy, bað hann með ógnþrungnum svip um kaðalspotta. Með þessum stjórnkænskulegu tökum á málinu var nijög erfitt og viðkvæmt mál til lykta leitt, agi og virðing varðveitt óskert, og ungum manni sýnt áþreifanlega fram á afleiðingar hrekkjabragða. Áö hann úthellti öllum sínum unggæðingslega, en mergjaða orðaforða yfir skipshöfnina almennt og Sam sérstaklega, var ekki nema eðlilegt. Þeir báru engan kala til hans fyrir það, en þegar hann gerði sig líklegan til að fara lengra en aldur hans leyfði, skutu þeir á skyndiráðstefnu og tróðu svo upp í hann með 50 aurum og brotnum sjálfskeiðing. Krjúpa skal, ef ekki má ganga. * Ekki komast allir upp á krambúðarloftið. * Hann kepptist jafnan á kórbekk að sitja.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.