Vikan


Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 49, 1939 IIIIIUaillllllllllllllllllMII|||||||||||||||l|||■11111111111 tllllllllllll,llllll,lllllllll 1,1,II.Il■llll■ll■llllllllll'll•l■lllll■llllll■ll■lllllll■lll•lllllll* »/4 J ó n frá Ljárskógum: i Tvö kvœði frá í vor. VORIÐ ER KOMIÐ I BÆINN — ] I allan dag hefir sólskinið sindrað um bæinn, | og söngurinn ómað um bláheiðan, tæran geiminn. I I allan dag hef ég sungið léttustu ljóð mín f — og langað mest til að faðma að mér allan heiminn! \ Og ég er víst alltaf að mæta forviða fólki, | sem forvitnislega pískrar og gefur mér auga, ég hlæ bara að því og held svo áfram að syngja | — ég held mér sé sama um þessa gömlu drauga! f I dag er ég aftur ungur, fagnandi drengur, sem ofsakátur dásemda lífsins nýtur. f I æðum mínum ólgar sú bernskugleði, f sem alla ryðbrunna siðvenjufjötra slítur. f Undur og skelfing er annars gaman að lifa! I Allt er hlæjandi af sólskini daginn langan | svo að jafnvel faðir vor Ingólfur Arnarson brosir, f sem er þó að jafnaði heldur byrstur á vangann. | Og söngur minn hljómar út yfir stræti og stíga f og streymir sem lofgjörð út í sólheiðan daginn, f og brosleitur spyr ég unga, agndofa stúlku: f — Er yður ljóst, að vorið er komið í bæinn? f STÚLKAN MlN Skáldið þií oájinoJiAoútL Oíðast liðið sumar féll í valinn einn af glæsilegustu skáldsnillingum þjóðarinnar, Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Var hans þá minnst hér í Vikunni, og í sama blaði birtar nokkrar síðustu vísur hans. — Nú þessa síðustu daga vaknar minningin um hið látna skáld aftur í hug manns við það, að heyrzt hefir, að í vændum sé ný bók eftir hann fyrir jólin, bók, er hafi að flytja ýms eftirlátin ljóðmæli, óprentuð, eða prentuð víðsvegar i blöðum og tíma- ritum. Má telja, að hér sé um eins konar minningarútgáfu að ræða, því að bókin verður aðeins gefin út í fáum eintökum og aðeins fyrir áskrifend- ur. — Ekkja skáldsins, frú Anna Páls- dóttir, sem gefur bókina út, og próf. Sigurður Nordal, sem sér um val kvæðanna, eiga þakkir skilið fyrir að hafa hafizt handa um útgáfu þessa. Aftur á móti mætti um það deila, hvort ekki hefði verið æskilegra, að þessi „Síðustu ljóð“ hans (en svo á bókin að heita) hefðu verið gefin út í svo stóru upplagi, að almenningur hefði átt kost á að eignast hana, því að Sigurð þekktu margir, — enda markaði hann djúp spor í þjóðlífi voru, bæði sem mikið skáld og mikill athafnamaður. — Var hann um tíma auðugur áhrifamaður, og mátti því muna tvenna tímana, svo erfið kjör sem þetta andlega og líkamlega glæsi- menni átti við að búa hin síðustu ár. En fyrst og fremst var Sigurður þó, bæði í blíðu og stríðu, ljóðasvan- urinn hvíti, — sem söng flestum fegurra og hreinna, — söng, svo að tæplega gleymist. Því fögnum við og þökkum þenn- an arf, sem hann hefir skilið okkur eftir. Steindór Sigurðsson. unin er afar hægfara. Ef sennepsgas kemur á hörund manna, myndar það stórar blöðrur, sem verða að illkynj- uðum sárum, er gróa seint, þó að beztu læknisráð séu við þau höfð. Annar eiginleiki þessa efnis er sá, að verkunin gerir ekki vart við sig fyrr en 8—10 klukkustundum eftir að snerting þess hefir átt sér stað. Þá fyrst tekur að svíða í hörundið, og kvalirnar eru óþolandi. Þessi bið- tími veldur mörgum manni kvala, er hann bíður átekta og óttast, að hann hafi orðið fyrir sennepsgasi. Hvorki föt né leðurstígvél veita nokkra vörn gegn þessu, — það fer í gegnum allt, — nema gúmmí. Gas- gríman ein er til einskis, þess vegna hefir sennepsgas orðið mörgum að meini. Nú ljómar vorsins ljós um loftin heið og blá og allt er þrungið ilm og ævintýraþrá — Nú göngum við til skógar hinn græna, mjúka veg — við stefnum út í ævintýrið, stúlkan mín og ég! Og gullið sólskin hlær um hvolfin fagurblá. — í augum okkar skín hin eina og sama þrá — og lífið er svo fagurt og ljómi þess svo tær og hönd þín er svo heit og hlátur þinn svo skær! Úr himinbláum gleymmérei-um hnýti ég þér krans, ég bind hann um þitt hár og býð þér svo í dans! — hið græna salargólf er grundin rennislétt og undir hljómar harpa vorsins leikandi og létt! Svo dönsum við og syngjum og teygum vorsins vín — og kannske stel ég kossi frá þér litla ljúfan mín! Því full af sól og söng er sál mín ung og heit, og stúlkan mín er indælust af öllu, sem ég veit! Og skógardísin hlær og býður okkur inn í fagurgrænan, angandi sumarbústað sinn: Þar brosa blómin rauð og bjart er þar og hlýtt — Þar skeði eitt sinn ævintýr, sem alltaf verður nýtt! Og bak við þetta tré, sem tígulegast rís, er okkar ævintýr og okkar Paradís! Þar dveljum við í kvöld í rauðra blóma reit — þar skeður eflaust ótalmargt sem enginn sér né veit! iiiiiiiii 11iiii iiiiiuii 111111111111111111111111111111 iiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiainin^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.