Vikan


Vikan - 07.12.1939, Qupperneq 6

Vikan - 07.12.1939, Qupperneq 6
6 VIK A N Nr. 49, 1939 SamræSurnar eru f jörugar á meðan viðskiptavinirnir eru rakaðir og negrinn burstar skóna þeirra. Á götum New York vekur lírukassaspilarinn athygli barnanna — og mamma borgar brúsann ... Póstkassi, mjólkurbrúsi og ruslakarfa — og síóast ávaxtavagninn eins og brunnur í eyðimörkinni. Lífið í vestri. New York, bær milljónamæringanna, þar sem allt er stærst, bezt, verst og glæsi- legast, þar sem allt er mögulegt fyrir þá, sem kunna á því lagið. Þannig ímynda flestir sér hina stærstu borg Bandaríkj- anna. En hin geypistóra mauraþúfa, þar sem átta milljónir manna búa, hefir einnig sínar þægilegu hliðar, og líf borgarbúanna er ekkert ólíkt lífinu í venjulegum borg- um. Lírukassaspilarinn spilar á götunum, svo að börnin verða hrifin, ávaxtavagnar Saxófón-einleikur getur komið við hjartað í ungu stúlkunum, jafnvel þó að þær séu á hraðri ferð. xiieð eplum og banönum standa á öllum götuhornum, og karlarnir standa hér og þar í hópum og tala um stjórnmál. Eng- inn tryði því, að þetta væri í næst stærstu borginni í heiminum. Það, sem gerir New York eins hrikalega og stórkostlega og hún er, er mestmegnis hinn mikli sægur frá öllum löndum, sem heimsækir borgina. Rúmlega fimm mill- jónir ferðamanna koma árlega til New York, — til samanburðar má geta þess, að til Frakklands, en Frakkar telja ferða- mannastrauminn stóriðjú, komu aðeins 900,000 gestir árið 1937. Veitingamenn á hinum 460 veitingahúsum í New York gizka á, að tekjur bæjarins af ferðamönn- um nemi 750 milljónum króna á ári hverju. I New York eru 115,000 gestaherbergi, og þau kosta frá einni krónu eitt herbergi í Bowery upp í 250 kr. á dag 4 herbergja íbúð á Ritz-gistihúsinu. Stærsta gistihúsið (með tilliti til herbergja) er St. George, en þar eru 261 herbergi. Annað stærsta gistihúsið er Hotel New Yorker. I New York eru 5/7 af íbúum borgar- innar upprunalega frá ítalíu, Gyðingalandi, Þýzkalandi, írlandi, Póllandi og Rússlandi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.