Vikan


Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 19
Nr. 49, 1939 V I K A N 19 ■ ■ * I I sem hún þakkar yður fyrir lengi. Gefið henni eina stóra krukku af Lido infi Það er vissulega ótrúlegt, hvað hún getur áorkað til fegrunar húðinni, ef hún er notuð daglega. Jólakrukkurnar kosta 9*00 Björg Ellingsen Frú Curie Bókin um frú Curie hefir á örskömmum tíma verið þýdd á fjöldamörg tungumál, og alls staðar verið meðal beztu bóka ársins. Nú er bókin komin út á íslenzku í ágætri þýðingu eftir frú KRISTÍNU ÓLAFSDÖTTUR lækni. Frú Curie var ein þeirra fáu manneskja, sem offraði öllu lífi sínu til þess að bæta hag mannkynsins. — Hún starfaði við hlið manns síns, meðan honum entist aldur til, og að honum látnum, með þeim árangri, að milljónir manna hafa fengið bót meina sinna. Og á ókomnum tímum munu þeir margfaldast, sem blessa minningu hennar. Menn eru ekki að jafnaði vanir því, að vera fljótir að skilja mikilmenni og viðurkenna þau. Þó fékk frú Curie tvisvar verð- laun Nóbels, og er hún eina manneskjan, sem þann heiður hefir hlotið. Það er óhætt að mæla með þessari bók til jólagjafa og við önn- ur tækifæri. Hún er svo skemmtilega rituð og vel þýdd, að óblandin ánægja er að lesa hana. Enskur ritdómari sagði um bókina: Ævi frú Curie er svo fögur fyrirmynd, að frásögnin um hana vekur og glæðir það bezta í hverjum manni.“ — Dr. Símon Jóh. Ágústsson sagði: „Þetta er ógleymanleg bók um eitt hið göfugasta mikilmenni, sem nokkru sinni hefir lifað.“ — Kristinn Björnsson læknir segir: „Þetta er að minni hyggju merkasta bókin, sem þýdd hefir verið á íslenzku á þessu ári; hún er hrífandi og skemmtileg aflestrar og hún skilur eftir hjá lesandanum að lestrinum loknum hvöt til starfs og dáða.“ — Bókin fæst hjá öllum bóksölum. Athygli skal vakin á því, að vegna pappírsleysis var upplag af bókunum Maria Antoinetta og Frú Curie mjög lítið, svo að þeir, sem hefðu hugsað sér að gefa þær í jólagjöf, ættu að hafa fyrra fallið á að kaupa þær. Bókaverzlun ísaloldarprentsmiðju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.