Vikan


Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 17
Nr. 49, 1939 VIK AN 17 KEGAR ÉG VAR I AFRÍKU. Framh. af bls. 8. tapaði. Það tók að hýrna yfir hinum spila- mönnunum. Svo fór Amilcare aftur að spila einn, og ég stakk upp á númerunum við hann. Þá vann hann alltaf. Eftir nokkra stund, var mér farið að leiðast, og ég sagði: — Nú skulum við fara héðan. Við fórum út. jÞeg’ar við komum út úr spilavítinu þetta þriðja kvöld, sagði Amilcare, sem var heið- arlegur maður, við mig: — Við skulum gera samning. Við skul- um koma hingað á hverju kvöldi. Ég spila upp á mína peninga. Þú spilar ekki, þú gefur mér aðeins númerin. Þegar við kom- um út, skiptum við ágóðanum til helminga. Þetta gerðum við í tvo mánuði. Ekki veit ég, hvaða ári sagði mér númerin, allt- af réttu númerin. Ég hafði augun hálflok- uð í augnablik, ég nærri því sperrti eyrun, og einhvers konar innri rödd sagði mér númerið alveg greinilega. Eftir sjö eða átta númer var ég þreyttur, röddin talaði ekki lengur til min. Við fórum út. Með þessu móti unnum við á að gizka fimmtíu þús- und franka á hverju kvöldi. En auðæfi spilla mannsins friði. Eftir því sem peningamir, er unnust eins og með töfmm á nætuma, söfnuðust saman í kistu minni, urðu dagar mínir æ tilbreytingar- lausari og órólegri. Ævisaga Ruggero Bonghi gekk allt of seint, og ég hafði von- að að verða frægur fyrir þá bók! Nú var bókin, og þar með frægð mín, farin að riða, ef svo mætti að orði komast, varð æ dimm- ari og óljósari með hverjum deginum, sem leið, með hverri nýrri blaðsíðu. Það var hinum ærandi nóttum að kenna, hinar skaðlegu afleiðingar auðfenginna peninga. En með Ruggero Bonghi og „Flamboy- ant“ höfðu ástarkvalir mínar horfið, og mynd hinnar svikulu stúlku fölnað í huga mér. Það var því engin ástæða fyrir mig lengur að fara ekki aftur til Evrópu, þar sem ég átti heima. Jú, það var ein ástæða. Amilcare. — Hvernig gat ég yfirgefið hann þannig? Ég gat ekki fengið af mér að fara frá honum. Teppabirgðirnar hans voru uppséldar. Nú lifði hann og auðgaðist aðeins á hinni und- ursamlegu getspeki minni. Og auðæfin bökuðu honum hvorki leiðindi né vandræði. Hann var einföld sál. Hann hefði aldrei getað skrifað ævisögu Ruggero Bonghi. Ég sagði við sjálfan mig: — Þegar ég er hættur að geta unnið, verður Amilcare að finna eitthvað annað sér til lífsviður- væris. En hvemig gat ég fengið hann til þess? Því að nú þótti mér vænt um hann. Dagar og vikur liðu, og ákafi minn að komast burtu óx. Þá datt mér í hug að reyna að fá Amilcare til að lifa virðulegra lífi — án þess þó að gera hann reiðan við mig —, þar sem mér þótti nú orðið svo vænt um hann. Ég hugsaði um áform mitt. Ég beið nokkra daga, áður en ég framkvæmdi það. Dag nokkurn, þegar mér hafði ekki einu sinni tekizt að skrifa eina línu, og ég fann, að Ruggero Bonghi var að hverfa úr huga mér eins og fallega, svikula stúlkan, ákvað ég að koma ætlun minni í framkvæmd miskunnarlaust. Við vorum við spilaborðið. Amilcare sat, en ég stóð að baki honum eins og vana- lega. Hann bíður eftir, að hinir leggi í borð, eins og hann var vanur, til þess að þeir hermdu ekki eftir honum og leggðu á hans númer. Síðan rennir hann augun- irr til mín. Ég lygni augunum og sperri '-•'"'n) og hin dularfulla rödd hvíslar: — Tuttugu og fjórir. Þá segi ég við Amilcare: — Þrjátíu og fjórir. Mér virtust hinar fáu sekúndur, sem litla kúlan var að rúlla, eins og aldir. Ég hafði hálfgert samvizkubit af að hafa gabbað hann. Ég sá eftir því og lofaði með sjálfum mér að láta hann vinna næsta leik . . . Kúlan litla stanzaði. 34 höfðu unnið. Þá hvarf allt samvizkubitið. Ég held, að ég hafi litið hatursfullum augum á Amilcare. Ég hlustaði á árann minn, sem stakk upp á fimm, og ég stakk upp á átta við Amilcare. Átta unnu. Innri rödd mín sagði: — Tuttugu og einn. Ég sagði við Amilcare: — Þrjátíu. Númer þr játíu vann. Ég sagði númer út í bláinn. Þau unnu öll. Ég gat ekki gabbað hann. Mér gat ekki skjátlazt. Allir spilamennirnir æptu. Bankinn sagði leiknum slitið. Amilcare réði sér ekki af fögnuði. Ég fann ógurlega reiði svella um mig allan. Ég mun aldrei geta gabbað hann. Ég mun aldrei geta losnað við hann! Ég mun aldrei ljúka ævisogu Ruggero Bonghi! Ég mun aldrei komast aftur til Evrópu! Fólkið var farið að stinga saman nefj- um á bak við okkur. — Við skulum fara burt! æpti ég til Amilcare og ýtti honum, henti mér á hann, hrinti honum áfram eins og kálfi. Hann gekk áfram. En þegar við vorum komnir inn í dimman gang, greip ég í kraga hans, lyfti honum upp og henti honum út um gluggann. Ég heyrði dynkinn, þegar líkami hans kramdist sundur á stéttinni niðri í húsagarðinum. Síðan fór ég niður aðrar tröppur, og fór tafarlaust heim til Evrópu, án þess að fara einu sinni heim til mín til þess að skipta um föt. Sál mín fylltist aftur friði. En það var ekki fyrr en ég var kominn til Neapel, að ég mundi eftir því, að í skúffu í Afríku hafði ég gleymt handrit- inu og heimildunum að ævisögu Ruggero Bonghi. Einhvern tíma verð ég að fara þangað aftur og sækja þau. FINNLAND — Frh. af bls. 5. fremstir í þeirri fylkingu Nobelsverðlauna- skáldið F. E. Sillanpáá, Johannes Linnan- koski og ljóðskáldið Eino Leino. Gáfað- asta nútíma ljóðskáld sitt, Uuno Kailas, misstu Finnar kornungan 1933. Hann var Jónas Hallgrímsson í finskri ljóðagerð. Lausn á 26. krossgátu: 27. krossgáta Vikunnar Lárétt: 1. Hjúksapur. — 8. Vinna. — 13. Út- sláttur. — 14. Hánfugl. —- 15. Dreg- ur á tálar. — 16. Hröðu. — 17. Huldu- mann. — 18. Sníkjudýr, — 19. Önn- um. — 20. Erl. mynt. — 21. Tunga. — 22. Ógna.— 24. Óróleiki.— 25. Lít- ið á. — 26. Óframfærinn. — 28. Basla. — 30. Vemda. — 31. Stef. — 33. Káfa. — 35. Mannsnafn, þolf. — 37. Auð. —- 38. Spilið. — 40. Skora. — 43. Tvíhljóði. — 45. Ræða. — 46. Gjamma. — 48. Fer á sjó. — 50. Bragðvont. — 52. Ónytjungur. — 54. Guggin. — 56. Kaffibætir. — 58. Ættamafn. — 60. Eldfjall í Evrópu. — 62. Gamall verzlunarstaður. — 63. Kvenmannsnafn, stytt. — 64. Guð. — 66. Titill. — 67. Þemba. — 69. Togar. — 70. Hlass. — 71. Gaddur. — 72. Frysta. — 74. Fágætur. — 75. Rugl, þolf. — 76. Sáðkom. — 77. Tæpar. 79. Danslög. — 81. Límir. — 82. Sælustaður. Lóðrétt: 1. Eldist. — 2. Hljóð. — 3. Fóstmðu. — 4. Skamm- stöfun. — 5. Dansleikir. — 6. Dánargjöf. — 7. Ónefndur. —- 8. Á kjól. — 9. Drykkur. — 10. Keyra. — 11. Auli. — 12. Sáttfús. — 15. Koma burt. — 17. Þrír eins. — 18. Hugsjón, eignarf. — 21. Hreitir. — 22. Óbrotin. — 23. Umhugað. — 25. Heyskaparstörf, þolf. — 26. Lina. — 27. Veið- arfæri. — 29. Mjálm. — 32. Órækt, þolf. — 34. Kjánar. — 36. Reita saman. — 39. Lærði. — 41. Vesæl. •— 42. Lærðari. — 44. Ríki í Ameríku. — 47. Hlutaðeiganda. — 49. Brjálað. — 51. Leikfífl. — 52. Útskítir. — 53. Slæm. — 55. Flana. — 57. Ærir. — 59. Leynimakk. — 61. Lág rödd. — 62. Verzlun. — 65. Óhreinkar. — 66. Nes. — 68. Reykir. — 70. Mannorðið. — 71. Arabíuríki. — 73. Sár. — 75. Tryllt. — 76. Leyfi. — 78. Fjór- menningar. — 79. Forstjóri. — 80. Fleirt.ending.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.