Vikan


Vikan - 25.01.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 25.01.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 4, 1940 Gamelin. Hershöfðingjar bandamanna á vestur- vígstöðvunum, þeir Gort og Game- lin, eru báðir reyndir hermenn. Þeir tóku báðir þátt í heimsstyrjöldinni 1914, en höfðu þá ekki svo mikil mannaforráð, að þeirra sé sérstaklega getið, t. d. í hinni ýtarlegu hernaðarsögu Winston Chur- chill. Þar er yfirhershöfðingja brezka hersins, John Standish Surtces Prender- gast Vereker, sjötta greifa af Gort, yfir höfuð alls ekki getið, en yfirhershöfðingja franska hersins, Gustave Marie Maurice Gamelin, er getið við eitt tækifæri. Það var þegar Joffre varð að láta af yfirherstjóm Frakka, en Nivelle tók við. Sem marskálk- ur Frakklands hafði Joffre rétt á þjón- ustu þriggja foringja úr herráðinu, en þegar hann kallaði eftir rétti sínum á síð- asta herráðsfundi, gaf aðeins einn foringi sig fram. Gamelin, sem vissi, að foringj- unum gekk ekki til virðingarleysi við hinn aldna hershöfðingja, heldur baráttuhugur og óskin um frægð og frama, huggaði Joffre með orðunum: — Þér megið ekki vera þeim gramur, þó að þeir vilji koma sér áfram. Það er einmitt það, sem þeir báðir, Gort og Gamelin, hafa gert. Þeir hafa komið sér áfram, frá lægstu tignarstöðu í hemum og til hinnar æðstu. Gort greifa er svo lýst, að hann sé allra manna hugprúðast- ur. Heiðursmerkin, sem hann hlaut í heimsstyrjöldinni fyrir unnin afreksverk í fremstu víglínu sem liðsforingi og her- deildarstjóri, em svo mörg, að hann hefir verið talinn fífldjarfur ofurhugi og slembi- lukka, að hann skuli hafa komizt lífs af. Viktoríukrossinn fékk hann í bardaga við Flesquieres, þar sem hann var særður tvisvar, en hélt þó áfram áhlaupinu, þang- að til hann hafði tekið síðustu þýzku skot- gröfina. Þá sneri hann við til að láta at- huga sár sín, en á leiðinni varð hann fyrir fallbyssuskothríð úr þýzku virki. Óbreytt- ur hermaður, Ransome að nafni, sem var þjónustumaður hans, og fylgt hafði hon- um fyrr um daginn og búið um sár hans til bráðabirgða, varð nú fyrir sprengikúlu, missti annan handlegginn og fékk svöðu- sár á læri. Þó að Gort væri sjálfur særð- ur og vafinn í sárabindum, svo að auð- velt var að hafa hann að skotspæni, sótti hann hjálparsveit til að bjarga Ransome og fór sjálfur til deyjandi félaga síns og vinar. Þegar stríðinu lauk, var hann ofursti að tign, en settist nú í herstjórnarskóla og lauk prófi með góðum vitnisburði. Það sama tóku ýmsir foringjar í öllum styrj- aldarlöndunum til bragðs, þeir, sem vildu halda áfram hernaðarstörfum. Það var augljóst, að næsta stríð yrði frábmgðið heimsstyrjöldinni. Sérstaklega vakti hið gífurlega mannfall í árangurslausum eða árangurslitlum áhlaupum til umhugsunar um breyttar hemaðaraðferðir. Kyrrstöðu- hemaðurinn á vesturvígstöðvunum virðist vera árangur námsins í herstjómarskólum eftir heimsstyrjöldina. Hinn risavaxni her hreyfir sig ekki til alvarlegra átaka, fyrr en hann hefir svo að segja sligað andstæð- inginn með liðssafnaði, vista- og skotfæra- birgðum, en hefir ramgerða víglínu að viðspyrnu. Þegar Hore-Belisha hreinsaði til í brezku herstjórninni í desember 1937, varð Gort greifi yfirmaður enska hersins. IJtnefning hans vakti miklar umræður á sínum tíma, eins og fleiri ráðstafanir fyrri hermála- ráðherra Englands, en greifinn, sem er maður fimmtugur, virðist starfi sínu prýði- lega vaxinn og samvinnan milli hans og yfirherstjórnarinnar frönsku hefir verið góð. Ef Gort greifi er athafnamaðurinn í her- stjórn bandamanna, þá er Gamelin hugs- uðurinn. Hann er eldri maður en Gort greifi, fullra 66 ára að aldri. Hann er út- skrifaður úr herskóla 1902 með hæsta vitnisburði, en í styrjöldinni síðustu átti Gsrt o9 Gaielin, hershöfðingjar bandamanna. Gort. hann sæti í herráði Joffre’s, þangað til hann varð ofursti í f jallaherdeild í Vogesa- f jöllum. Þar kynntist hann hernaði af sjón og raun. Seinna var herdeild hans send til aðstoðar ítölum hjá Isonzo og þar hlaut hún frægðarheitið „fljúgandi herdeildin“ fyrir það, hve vasklega hún gekk fram og var fljót í ferðum. Annars er Gamelin hæg- látur maður og hefir að orðtaki, að það þýði ekki að reiðast út af hlutunum, þá gildi einu, hvað ofan á verður. Hann er ákaflega fróður í hernaðarsögunni og kann utan að allar fyrirskipanir Napóleons mikla og getur tilgreint stað og stund, þegar skipunin var gefin, og hverjum hún var gefin. Er þetta sagt til að sýna, hve stálminnugur hann er, en þess er jafn- framt getið, að honum svipi til Napóleons í ýmsu, svo sem því, hve rólegur hann er og skýr í hugsun. Þegar heimsstyrjöldinni lauk, fór Game- lin til Brazilíu og var þar í 6 ár til þess að skipuleggja her Brazilíumanna. Hann tók síðan þátt í styrjöld Frakka í Norður- Afríku 1925—28 við uppreisnarlið Drúsa. Að því loknu kvæntist hann stúlku frá Normandí, þá hálf-sextugur að aldri, en hafði fram að þeim tíma verið piparsveinn. Það er Gamelin, sem hefir skipulagt hinn nýja, franska her, og það er gætni hans og fyrirhyggja, sem stýrir hernaðarað- gerðum bandamanna á vesturvígstöðvun- um. Hann er ákaflega fámáll maður, en þegar hann í byrjun stríðsins var spurður Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.