Vikan - 25.01.1940, Blaðsíða 13
13
VIKAN, nr. 4, 1940
Gráskeggurinn
með barnsaugun.
Fyrri kafli af ævisögu Jóns Vigfússonar.
Vestur í bæ býr maður og kona í húsi,
og í sjálfu sér er ekkert við það að
athuga, því að einhverjir verða að
búa í öllum þessum húsum í Vesturbæn-
um. En í þessu húsi er konan alltaf að
hafa orð á því við manninn sinn, að þetta
sé alveg óþolandi húspláss og mikið hlakki
hún til að flytja í nýju villuna með vor-
dögunum. Þó hefir frúin þrjár dagstofur
og eina borðstofu, og húsbóndinn svo stórt
„vinnuherbergi", að sumir myndu freist-
ast til að kalla það sal, en ekki stofu. Samt
hlakkar frúin til að flytja í nýju villuna,
af því húsnæðið er svo þröngt.
En við Bókhlöðustíginn stendur gamalt
hesthús, sem margir Reykvíkingar kann-
ast við, vegna auglýsingar, sem stóð á vegg
þess um nokkurn tíma í vetur. I auglýs-
ingunni stóð: Lifandi örn til sýnis fyrir
fimmtíu aura. Og í útvarpsauglýsingun-
um var bætt við: Komið og notið þetta
einasta tækifæri til að sjá konung fugl-
anna.
Öllum láðist að geta þess, sem óneitan-
lega er merkilegast við þetta hesthús í
Miðbænum, að það er gamall maður, sem
býr í afþiljaðri kompu undir súðinni að
austan. Þar lifir hann á skrínukosti, sem
hann aflar sér með því að gróðursetja
skrautlauka og rósir á leiði ríka fólksins
í bænum. Hann heitir Jón.
Hér hefi ég handa milli nokkur gulnuð
blöð með máðri og stórhrikalegri rithönd.
Stafirnir stangast og línurnar eru horn-
skakkar. Stafsetningunni mjög ábótavant.
En stíllinn ber vott um frábæra nákvæmni,
sem vísindamanni er samboðin. Á fremsta
blaðinu stendur: Endurminningar frá
fyrsta hluta ævi minnar.
Þessum blöðum stakk gamli maðurinn
að mér, er ég hafði eytt hjá honum einu
skammdegiskvöldi og fyrra hluta nætur.
Með barnslegri einlægni þess, sem er synd-
laus og fátækur, bað hann mig að muna
sig um það að týna ekki þessum blöðum,
því að sér væru þau dýrmæt eign, þó að
engum öðrum væru þau nokkurs virði. Svo
lokaði hann að sér hesthúshurðinni, og ég
veit, að hann hefir gengið til hvílu í fletið
sitt og breitt yfir sig ullarteppisgarminn.
Það eru ekki línlök í rúminu hans Jónsr
engar dúnmjúkar sængur og svæflar, engir
póleraðir fótagaflar og ekkert silkiteppi
yfir því á daginn. Það er bara gamalt rúm-
stæðisskrifli dregið saman á endunum,
strigapokar í botninum, fötin hans til
höfðalags — og svo teppisgarmurinn. Og
það er enginn stóll eða legubekkur í hest-
húsinu hans Jóns, og ekkert sæti til að
bjóða gesti nema rúmbríkin. Enda sækja
hann fáir heim og ekki aðrir en þeir, sem
virðingar sinnar vegna geta verið þekktir
fyrir að setjast á rúmbríkina hjá gömlum
manni.
Á þessu skammdegiskvöldi sagði Jón
mér margt frá ævidögum sínum, og þegar
hann vildi vanda frásögn sína, eða gefa
einhverju sérstaka áherzlu, starði hann í
ljósið, sem stafaði frá lítilli ljósaperu í
miðju lofti. Það er rafmagn og vatnsleiðsla
í hesthúsinu hans Jóns, en það eru líka
einu þægindin, eini ljósgeisli tæknialdar-
innar, sem þar hefir kvatt sér dyra. Og
þegar gamli maðurinn starði í ljósið, fannst
mér hann vera guðlegs eðlis, svo hreinn
var svipurinn undir hrímgráa skegginu, og
svo fölskvalaus voru augu hans, að minnti
á ómálga hvítvoðung. En ég ætla ekki að
geta neins, sem Jón sagði mér, því að ég
skoða það sem trúnaðarmál. Ég ætla að
halda mig að gulnuðu blöðunum hans.
— Ég er Jón Vigfússon, sem fæddist
að Framnesi á Skeiðum í sláturtíðinni á
því herrans ári 1870, bróðir séra Ófeigs
í Fellsmúla. Að okkur standa bændaættir
í Árnessýslu. Foreldrar mínir eignuðust
átta börn, og var ég þeirra yngstur. Ég
ólst upp í föðurgarði fram um fermingu,
en fór þá í vinnumennsku til séra Valde-
mars Briem á Stóra-Núpi. Æskan leið í
erfiðleikum munaðarleysingjans og gaf
mér lítið í aðra hönd nema nokkra lífs-
reynslu og viðkynningu við gott fólk og
vont. Eitt hugðarefni var mér kærkomn-
ara en nokkuð annað, en það var tónlistin.
Mig langaði til að læra að leika á hljóð-
færi og þjálfa sönggáfu mína, en slíka út-
úrdúra sá lífið sér ekki fært að veita mér.
Raunhæfari störf og veraldlegri biðu mín.
Þá átti ég alloft þreyttan fót við f járleitir.
I stað þess að strjúka fimum fingrunum
eftir nótnaborði slaghörpunnar, sat ég
krókloppinn og beitti lóðir. Það er mikill
munur á draum og veruleika. Sami munur
var á áhugamálum mínum og hlutskipti
Fimmtán ára fór ég fyrst til sjósókna á
Eyrarbakka sem hálfdrættingur. Þá ver-
tíð fór ég lítið í róðra, en beitti lóðir í
byrgi, sem hlaðið var úr hraungrjóti, og
Jón Vig-fússon.
var það gluggalaust og hurðarlaust. En
verkljóst var af skímu gegnum veggi og
dyr, og jafnan var klaki og snjór á gólfi.
En kalt var í byrginu því, drottinn minn!
Stundum fann maður ekki til handanna.
Þær voru frosnar af manni. Þetta var und-
irbúningsdeild vertíðarskólans, eina skól-
ans, sem ég hefi gengið í. En þetta var
útúrdúr. Aðalatriðið var það, að beitan
tyldi á önglunum, því svo þiðnaði hún í
sjónum.
Næstu vertíð var ég gerður út til Grinda-
víkur og var hálfdrættingur enn sem fyrr.
Þangað röltum við margir saman með þrjá-
tíu til fjörutíu punda malpoka á bakinu
og vorum fimm daga á leiðinni. Snjór var
yfir öllu og hin mesta ófærð. Ég var þá
ráðinn í skip til séra Odds Gíslasonar, sem
var orðlagður sjógarpur. Þessa vertíð gerði
hann út tvö skip, áttæring og sex manna
far. Var hann sjálfur formaður á minni
bátnum og hafði óvana unglingsstráka í
skipsrúmi. Kenndi hann fjöldamörgum
sjóstörf og var hásetum sínum mildur hús-
bóndi. Hann fór ekki á sjó nema í góðu
veðri. Ekki þurfti hann þó að eyða mikl-
um tíma til prédikana og ræðugerða, því
að ef ég man rétt, messaði hann aldrei
þessa vertíð. Á páskadaginn boðaði hann
til guðsþjónustu, en þá kom enginn til
kirkju. Söfnuðurinn mat séra Odd fyrir
dugnað hans og mannkosti aðra en prest-
skap. Hann var mikill vexti og fríður sýn-
um, syndur sem selur og atgervismaður á
alla lund. Eitt mættu íslendingar lengi
muna honum, en það er ,,bárufleygurinn“
svo nefndi, mjög þarft áhald, er hann fann
upp til varnar sjóbrotum í brimlöðri.
Séra Oddur fluttist vestur um haf og
dó þar í hárri elli.
Eitt atvik frá þessari vertíð er mér mjög
mmnisstætt. Það var einn góðan dag og
blíðan, að við vorum í róðri vestur með
landi og höfðum öll færi úti. Sólsk'nið var
svo bjart, að sást langt • niður í djúpin.
Ég renndi færi mínu í austurrúmi skips-
ins og var hinn rólegasti við störf mín,
þegar einn hásetinn vekur athygli okkar
á c nhverju ljósu ferlíki niður í sjónum,