Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 7, 1940
á Kálfatíndi, hæsta tindi Hornbjargs.
Veður hafði batnað mikið, sól var komin,
en nokkurt mistur var þó í lofti. — Ég
lagðist á magann á bjargbrúninni og horfði
niður. Fyrir neðan var ótölulegur f jöldi af
sillum, sem þétt setnar voru af gargandi
fugli. Um fimm hundruð metrum neðar
suðaði undiraldan við ströndina. — Aldrei
hefi ég fundið til lofthræðslu, en því skal
ekki neitað, að einhverjar óþekktar tilfinn-
ingar fóru um mig, er ég horfði niður eftir
bjarginu. Engin orð eru nógu sterk til að
lýsa þessum stað. Ég vissi vel bæði af
eigin reynd og annarra frásögn, að ísland
á ótrúlega hrikalega fjallgarða, fossa,
jökla og ár, en af engu hefi ég enn orðið
jafn snortinn og þegar ég horfði fram af
bjargbrún Hornbjargs. Silla tók við af
sillu, eilíft þverhnípi í sjó fram. Sums stað-
ar slútir bjargið jafnvel fram yfir sig. Það
er á sigmanna máli nefnt ,,loft“. Nokkra
stund var gengið eftir bjargbrúninni, því
að margt var hér að skoða fyrir nýliða í
þessu fjallaveldi. Hlíðin er víðast hvar
gróin grasi alveg upp að brún, — en þar
tekur við þetta ótrúlega þverhnípi, sem
eflaust gæti gert margan manninn ringl-
aðan í kollinum og valtan á fótunum. Sums
staðar er fuglinn í sillum, sem aðeins eru á
annan metra frá aðgengilegum stöðum.
Meðan hann er með ófleyga unga, hreyfir
hann sig lítið, og er hann þá veiddur til
matar frá bjargbrúninni. Bjargsig kom ég
því miður of seint til að sjá, en í Látra-
vík var mér sýndur klæðnaður þessara
hermanna Hornstranda, sigmannanna, sem
jafnvel bera heimstyrjaldar stálhjálma á
höfði. — Þegar loks aftur var haldið til
byggða að Horni, beið ilmandi fuglasteik
á borðum, — mesti herramannsmatur eftir
hressandi f jallgöngu.
Homvitinn stendur í Látravík. Þar er
mjög einkennilegt landslag. Undirlendi er
nokkuð, en mjög torunnið vegna þess, hve
grýtt það er og jarðvegur grunnur. Óvíða
er nokkur fjara. Þverhníptir bergstallar
ganga í sjó fram, en milli þeirra eru ótelj-
andi víkur og vogar, er þessi snarbröttu
sævarhamrar mynda. Slíkir vogar nefnast
básar og heitir sá Blakkibás, er mér þótti
Blakkibás.
tilkomumestur þeirra allra. Foss fellur þar
á einum stað fram af bergbrúninni beint í
sjó fram. I básum þessum suðar brimið ei-
líflega, en fyrir framan brotnar þó haf-
aldan á miklum fjölda ýmislega lagaðra
skerja og dranga. Þar eru til dæmis Brýni
og Exi, sem í engu eru ólík þessum verk-
færum — nema stærðinni. Eina allra
fegurstu leið Hornstranda fór ég um 9.
júlí. Það er eyðileiðin milli Látravíkur og
Bolungavíkur. Frá því farið er frá eyði-
bænum Bjarmamesi þar til komið er til
Smiðjuvíkur er svo til engin f jara, en þver-
hnípt björg ganga í sjó fram. Áður fyrr
var leið þessi oft farin, því að þá var
svæði þetta byggt. Nú eru vegir eða
slóðar orðnir mjög óglöggir, en bezt mun
vera að fylgja nokkuð bjargbrúninni. Þá
blasa björgin ávallt við ogerþáekkiósenni-
legt, að ferðamönnum líði seint úr minni
þetta óþrjótandi hamraveldi Hornstranda.
Eftir Drífandisdal fellur vatnsmikil á,
er áður fyrr var mjög mikill farartálmi,
enda féll hún þá beint fram af bjargbrún-
inni. Á þessi var síðan brúuð, en fyrir
tveim árum síðan virðist hún hafa fengið
nóg af þessari skerðingu frelsis síns. Hún
reif af sér brúna og fleygði henni fyrir
bjarg, — en sá þó um leið aumur á þessa
veslings menn, sem voru að reyna að gera
hana sér auðsveipa. Sama ár sprakk bjarg-
brúnin fram, þar sem fossinn áður féll fram
af og áin steyptist niður í sprunguna, sem
á milli varð. — Nú má ganga þarna þurr-
um fótum yfir með því að stökkva á stall
þennan, ganga eftir honum fyrir framan
fossinn og stökkva síðan yfir sprunguna
aftur upp á hinn árbakkann. Einkennilegri
brúarsmíð hefi ég aldrei séð, búna til af
náttúrunnar hendi. Fossin mun reyndar
ekki vera eins hrikalegur og hann áður
var, en þó kemur hann neðar í bjarginu í
öllu sínu veldi út úr fangelsi sínu.
Smiðjuvík! Þar bjó Hjálmar bóndi Jóns-
son síðastur fyrir fjórum árum og standa
bæjarhúsin enn. Þau eru úr torfi og reka-
við og má þar sjá, að ekki hefir hér verið
eins viðavant og víða annars staðar á
landi okkar til sveita. Víkin er fremur
grunn og hömrum er hún girt sem flestar
víkur Hornstranda. Aftur kemur f jallgarð-
ur, en þá tekur við ný eyðivík, Barðsvík.
Hún var byggð síðast fyrir um 40 árum
og hét sá Bæring Bæringsson, er þar bjó
síðast. Vík þessi er mjög stór og undirlendi
mikið. Hnéhátt grasið hefir nú
um skeið vaxið þar og visnað
í friði fyrir mannlegri ágengni.
Ástæðan fyrir því, að þessi
blómlega vík ér ekki byggð,
er vafalaust sú, hve aðdrætt-
ir eru erfiðir. Til norðurs ligg-
ur þessi óraleið, eyðileiðin til
Horns. Á aðra tvo vegu er
víkin girt illkleifum fjöllum,
jafnvel svo, að hestar komast
ekki yfir. Loks er særinn,
sem lokar fjórðu áttinni með
brimasamri sandströnd. — Sá
sandur er hins vegar samgönguleið á ann-
an hátt, því að þar mun vera flugvöllur
góður. — En svo er grösugt þarna, að
hestar sækja alla leið frá Horni til Barðs-
víkur, — og ef hestur strýkur, má oft-
ast ganga að honum vísum í Barðsvík. —
Fuglalíf er mjög f jölskrúðugt. Hvergi hefi
ég séð fleiri svani og spakari svani en í
þessari gróðursælu, mannlausu, þöglu vík
í miðju hamraveldi Hornstranda. Barðs-
víkurós er vatnsmikill og straumþungur,
Hornbjarg.
en að lokum tókst mér þó að finna væðan
stað og enn var haldið á brattann. Göngu-
mannaskarð nefnist þessi torkleifa leið til
Bolungavíkur og Furufjarðar. — Þara-
látursfjörður er sérkennilegur, þröngur
f jörður. Þar stendur samnefndur bær, und-
ir bröttum hlíðum Dagmálahorns. I öllum
þessum f jörðum og víkum er mikill reki og
er hann góð tekjulind Strandabænda. Víð-
ast hvar er viðurinn sagaður og klofinn í
höndunum, en í Þaralátursfirði er þó vél-
knúin hjólsög. Mest er sagað niður í girð-
ingastaura og hafa margir farmar verið
fluttir frá Hornströndum í mæðiveikigirð-
ingar o. fl. —
Reykjarfjörður nefnist næsti fjörður.
Þar er heitt vatn í jörðu og hafa ung-
mennafélagar sveitarinnar reist þar mynd-
arlega sundlaug og kennt sund. — Sund-
laug á Hornströndum! Ég sé ekki annað
ráð vænna en lagðar séu til hliðar fornar
frásagnir um náin kynni Hornstrendinga
af hverskyns óþrifnaði. Menn verða að
fara að átta sig á, að sagan um nærskyrt-
una, sem eigandinn sneri við annað hvort
ár, tilheyrir ekki fremur Hornströndum en
hverjum öðrum landshluta.
Þá er ég, á ferð minni, kominn að Geir-
ólfsnúp, en þar mætir Isafjarðarsýsla
Strandasýslu og lengra munu ekki vera
taldar hinar venjulegu Hornstrandir.
Leiðarlýsingu minni læt ég því hér með
lokið.
Mér er það ljóst, að mér hefir engan
veginn tekizt að lýsa Hornströndum og
Hornstrendingum svo vel sem æskilegt
Framh. á bls. 12.