Vikan


Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 7, 1940 „Brosandi land“ P rumsýning á óperttunni „Brosandi * land“ eftir austurríska tónskáldið Lehar, sem getið var um í síðasta blaði, var þriðjud. 7. febrúar. Var hvert sæti skipað og þéttar raðir meðfram öllum veggjum. Óperettan er stórglæsilegt verk, skipt- ast á stórfengleg lög, full af dramatískum krafti og ástríðumagni og léttar og leikandi melódíur, sem smjúga inn í hjarta hvers manns í fyrsta sinn. Jafn veigamikið verk og erfitt hefir aldrei verið flutt hér á ís- lenzku leiksviði, og ef tekið er tillit til þess, má fullyrða að frá hendi hljómsveitar og söngvara hefir aldrei unnist meiri sigur, og er það að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka listamönnunum Dr. Urbantschitsch og Pétri Jónssyni. Pétur Jónsson leikur aðalhlutverk leiksins, prinsinn Sou-Chong. Er þetta mikið hlutverk og vandasamt, og eru allir sammála um að glæsileiki þessa mikla listamanns hafi aldrei fyrr komið HORNSTRANDIR. Frh. af bls. 4. hefði verið, enda tel ég það illmögulegt, jafnvel þótt í lengra máli væri. Horn- strandir verða alltaf dauður útkjálki fyrir þeim, sem ekki hafa komið þangað og litazt um með eigin augum og eyrum, séð Hornstrandir með allri þeirri miklu hörku, sem þar er höggvin í hvern drang og hvert bjarg. Jafnvel í svip fólksins má sjá hörk- una koma fram sem skapfestu og hrein- leika, er ég kann síður en svo illa við. Eldri maður á Ströndum sagði við mig eitt sinn, er ég hafði orð á því, að mér leiddist mjög, hve oft þokan eyðilegði fyrir mér útsýnið: — Mér þykir vænt um það, þegar ferðamenn fá að sjá svipbrigði þeirra. Enginn getur skilið okkur og starf okkar, nema hann þekki „Hornstrandir, bæði í þoku og sól“, — og ég er sannfærður um, verulega í ljós, og svo virðist, sem röddin sé nú aftur að færast í sitt gamla horf, er hún töfraði þúsundir stórborgarbúa. Er íllt til þess að vita, að íslendingar skuli ekki geta gefið þessum listamanni stærra hús til þess að koma fram í. Leikur Péturs er með afbrigðum fágaður. Mi, systur prinsins, leikur Sigrún Magnúsdóttir. Leik- ur hennar er fullkomin list, boðlegur hvar sem væri í heiminum, og rödd hefir Sigrún blæfallega og fer vel með hana. Annie Þórðarson lék hlutverk Lísu og gerði það með köflum mjög vel. Frúin hefir fallega, nokkuð djúpa rödd, sem hún beitir laglega og henni hefir tekizt að ná ótrúlega vel valdi á málinu. Leikur þeirra Brynjólfs, Haraldar og Lárusar er mjög góður. Það, sem vekur sérstaka athygli hér, eru búningarnir og leiktjöldin. Hefir Lárus Ingólfsson gert hvorttveggja af miklum hagleik. Kínversku búningamir og leik- sviðin eru beinlínis listaverk. R. J. að mikið er rétt í þessu. Eitt skortir þó sumarferðalanginn. Hann hefir ekki kynnzt vetrinum, hamförum fannkyngisins og glitri frostrósanna í glampandi sól. Óhætt er að fullyrða, að margar stoðir renni und- ir skapferli Hornstrendinga. Hreinlynd og stórbrotin, íslenzk náttúra er nábúi þeirra sumar jafnt sem vetur og skapfesta, þrótt- ur og einlægni er lund þeirra. Þeirri skoð- un, að fólk á Hornströndum sé fram úr hófi einkennilegt, vísa ég algerlega á bug. Það fólk, sem ég hitti, var viðkunnanlegt og blátt áfram í viðmóti, vildi allt fyrir mig gera og helzt af öllu fyrir ekkert. — Útvarp er á hverjum bæ að heita má og af öllum talið vera ómissandi, enda þótt hleðsla á rafgeymum sé mjög erfið. Alltaf er hlustað á veðrið, en á töluvert annan hátt en mörgu kaupstaðafólki er tamt. Þar er ekki aðeins hlustað á veðurútlitið, heldur og á gang lágþrýstisvæðanna og veðurathuganir á ýmsum stöðum. Síðan gengur bóndi út, lítur á „bakkann til hafs- ins“, skýjalögin til háloftsins og loftið til jökulsins. Af öllu þessu er svo búið til nýtt veðurútlit — og því reyndist mér bezt að trúa. Þannig hefir gamla veðurglöggvi bóndans hafið samstarf við veðurfræðileg- ar mælingar og sýnir þetta vel hyggindi Strandabænda. — Útvarpið er og aðal mennta- og skemmtistofnun þessara sveita — og víst er um það, að þegar útvarp er í gangi er á það hlustað með athygli. — Fyrir utan venjuleg jarðahlunnindi hafa Strandabændur tekjur af rekavið, eggja- og fuglatekju, sel og fiskveiðum, og eru þeir sumir hverjir sennilega miklu betur stæðir en margir þeir, er hfa á auðrækt- aðra landi. Hornstrandir eru vafalaust ferðamanna- land fyrir vissan hóp manna. Þar er óþrjótandi fegurð fyrir þá, sem geta fund- ið hana í öðru en vel gróinni endalausri flatneskju. Þeir menn, sem aðeins kunna að meta landslag eftir gróðri þess, ættu aldrei að koma á þessar slóðir, en fyrir þá, sem geta notið hrikalegrar f jallafegurðar, kunna að meta veldi og hörku óstjórnlega stórvirkra náttúruafla geta fundið fróun við að njóta fegurðar klettaborga þess- ara óteljandi hamrahnúka Hornstranda. Ferðalangur nokkur hefir sagt eitthvað á þá leið um Drangaskörð, að þau líktust mest „ógnandi steyttum hnefum“. Þannig verður dómur þeirra, er vanir eru aðeins að horfa á fjarlægan fjallabláma, en við Vestfirðingar og aðrir þeir, sem aldir eru upp við rætur himinhárra fjalla, kunnum að meta alla þá ómældu dýrð, sem Horn- strandir hafa að bjóða. Að lokum eitt gott ráð til væntanlegra skemmtiferðamanna um Strandir. Ef þið hittið mann við túngarðinn, þá hef jið sam- talið á orðum þessum líkum: „Góðan dag- inn! Ég er ekki bóksali eða trúboði, en ferðast aðeins til að skoða landið..“ — Og sjáið til, ykkur verður alls staðar vel tekið. Ég kom þessum orðum stundum of seint að og sá mikið eftir því á eftir, — því að bóksalar og trúboðar virðast vera orðnir undanþegnir íslenzkri gestrisni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.