Vikan


Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 7, 1940 MEÐEIGANDI Smásaga eftir Svartbak. Tvisvar hefi ég séð hann. Fyrra skipt- ið var á Austurvelli fyrir framan Hótel Reykjavík. Það var vorið 1914. Síðara skiptið var Alþingishátíðar- árið á skrifstofu Arngríms Árvars & Co. Arngrímur Árvar, það er ég. Hann er meðeigandi minn í verzluninni, — í raun réttri er hann stofnandi fyrir- tækisins. En réttast væri þó að segja, að hann eigi verzlunina e'nn, að ég reki hana aðeins fyrir hans reikning. Lægst launuðu starfsmennirnir í þjónustu Arngríms Ar- vars & Co. eru ekki eins háðir mér og ég honum. Þeir fá kaupið sitt greitt mánaðar- lega, og ég veit, að velferð þeirra er kom- in undir þremur tölustöfum á útborgun- arlista gjaldkerans. Þeir vita, að hverju þeir ganga, þeir lofa mig og vegsama, ef mánaðarkaupið hrekkur fyrir útgjöldum, en bölva mér, ef það gerir það ekki. Það er öll mín hlutdeild í þeirra hfi. Ég hefi engin áhrif á hamingju þeirra eða óham- ingju, ég ræð engu um uppeldi barna þeirra, ég þekki ekki konur þeirra, — þeir eru aðeins átta stunda nýtízku skrifstofu- vinnuþræiar. Ég þekki það sjálfur, ég hefi verið í þeirra sporum — og langtum neðar. En ég veit ekki, hvenær þessi félagi minn kemur aftur. Og þegar hann kemur aftur, krefur hann mig reikningsskapar. Fyrir mér eru engin mánaðamót með vissri út- borgun. Hann getur komið í dag eins og á morgun og heimtað sitt. Ég þarf að vísu ekki að hafa áhyggjur út af því, að tekjur mínar hrökkvi ekki fyrir útgjöldum. Ég get sóað og eytt eins og mig lystir, — en því meira heimtar hann. Þó að ég vildi kaupa upp öll kreppulánasjóðsbréf og gefa þau lántakendum, veit ég, að ég myndi græða á öllu saman. Arngrímur Árvar & Co. yrði ríkara. Þess vegna geri ég það ekki. Ég held mig að ströngustu verzlun- arreglum, einnig hvað snertir kaup starfs- manna minna. Allt bruðl hefnir sín — á mér. Ég er almennt álitinn grútur, en það kemur mér ekki við frekar en hvað annað, sem menn segja um mig, á meðan ég get haldið niðri ágóðahluta félaga míns. En get ég það? Er hann ekki svo ræki- lega tryggður, að hann fær allt sitt, þó að ekki komi eyrir til skipta? I tíu ár hefi ég brotið heilann um þessa spurningu. Tvisvar hefi ég haldið, að ég væri orð- inn vitskertur, — en aðeins haldið það. I þriðja skipti veitist mér ekki sá lúxus, að halda neitt um það efni. Ég hefi tvisvar á ævinni horft inn í þann glórulausa þoku- heim algerðs sinnuleysis, sem táknar upp- lausn allra sjálfráðra hugsana, — en að- eins horft þangað inn. Áreynslan verður mér um megn í þriðja sinn. I fyrsta skipti. — Það var á Austurvelli fyrir framan gamla Hótel Reykjavík. Ég var tuttugu og f jögurra ára þá. Það var heldur kaldan vordag. Ég var í gamla, slitna yfirfrakkanum mínum og hafði brett upp kragann. Það er rétt að geta þess, að þá hét ég Arngrímur eins og nú, en var Guðmundsson. Það stóð að minnsta kosti á nafnspjaldinu, sem ég hafði látið prenta og fest með teiknibólu á hurðina á dimmri kompu, sem var skrifstofa mín, í gömlum timburhjalli í Hafnarstræti. Því miður brann húsið í eldsvoðanum 1915 eins og Hótel Reykjavík gamla. Vörubirgðir Arn- gríms Guðmundssonar brunnu með hjall- inum, eintómt óseljanlegt skran, pantað eftir dönskum verðlistum, sem í þá tíð voru lífakkeri svo margra ungra manna með: Grosserer á nafnspjaldinu. Bruninn varð einn hyrningarsteinninn undir vel- megun Arngríms Árvars & Co. Aðalhyrn- ingarsteininn lagði meðeigandi minn. Það er líka rétt að geta þess, að ég var nýtrúlofaður. Það er sama, hvað hún hét, — hún dó á öðru ári fyrirtækisins úr tær- ingu. I þá daga leit ég á hjónabandið sem æðsta stig mannlegrar hamingju. Ég hefi verið einhleypur alla tíð, svo að ég þori ekkert um þetta að segja nú orðið, en þá var það efst í mér að kvænast, og kvænast henni — stúlkunni minni. Við ætluðum að gifta okkur þá um haustið, enda þótt ég sæi fram á basl og bágindi. Ég var ungur og trúði því, að maður gæti unnið sig upp með seiglu og dugnaði, — trúði því fram á síðustu stund. Sú stund var komin, þarna á Austurvelli, — og þá mætti ég honum — meðeiganda mínum. Hönd var lögð á öxlina á mér og sagt í heldur viðfeldnum málrómi: — Komið þér sælir, Arngrímur. Ég hrökk upp úr ömurlegum hugsunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.