Vikan


Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 10, 1940 3 Glatt á hjalla í Rauðhúsum. Stalin, Andrejew, Voroshilov, Dimitrof og M olotov fyrir framan múrana í Kreml. Eru þeir að hlæja af því, að þeir líti svo björtum augum á framtíðina í Evrópu ? Eða um hvað eru þeir að hugsa, þessir státnu og broshýru menn, sem ráða örlögum 170 millj. manna. Utanríkis-pólitík Rússa. “"“”A“ír Eftir að styrjöld sú, er nú geisar í Evrópu, hófst, lukust upp augu manna fyrir þeim miklu lygum, sem nazistar og kommúnistar hafa undanfarið verið að telja mönnum trú um, að í heim- inum yrði barizt um hugsjónir (ideallogi- ur) en ekki um lönd og hagsmuni. Fyrstu árin eftir að Hitler hafði fengið völdin í Þýzkalandi urðu ofsóknir hans á hendur verkalýðshreyfingunni til þess að vinstri flokkar allra landa hófu ofsafengna bar- áttu á móti öllum þeim, er höfðu samúð með nazismanum. Jafnhliða því, sem Hitler prédikaði krossferð á móti Sovétríkjunum og lét það í ljósi, að höfuðhlutverk nazism- ans ætti að vera að mynda brimbrjót á móti rauðu hættunni. Þetta varð til þess að Sovét-Rússland leitaði um stundarsakir samstarfs við lýðræðisríkin í Vestur- Evrópu, sem ekki að ástæðulausu óttuðust uppgang Hitler-Þýzkalands. Jafnframt þessu lét yfirstjóm 3. Internationale (Al- þjóðasamband Kommúnista) flokka sína víða um lönd leita samstarfs og samvinnu við lýðræðissinnaða vinstri flokka á þeim grundvelli, að hér eftir stæði úrslitabarátt- an í stjómmálum heimsins um það, hvort ráða skyldi lýðræðið eða nazistiskt einræði. Þetta var í raun réttri rökrétt afleiðing af utanríkispólitík Moskva-stjórnarinnar. Samhliða því sem hún leitaði samvinnu við lýðræðissinnaðar ríkisstjórnir vesturveld- anna, hlutu stuðningsflokkar hennar að leita samstarfs við lýðræðis sinnaða stjórn- málaflokka hvar sem því var við komið. Hitlers-stjómin, sem á sama tíma átti í höggi við lýðræðisríki Vestur-Evrópu, hlaut líka að segja þjóð sinni að Moskva- komúnisminn og enska og franska lýðræð- ið væri allt af sömu rótum mnnið. Og stuðningsflokkar Hitlers utan Þýzkalands skipuðu borgaralegum lýðræðissinnum, sósíaldemokrötum og kommúnistum á sama bekk. Þannig myndaðist meðal al- mennings í Evrópu sú skoðun, að komandi stríð yrði stríð milli nazisma og einræðis annars vegar og hins vegar lýðræðis og sósíalisma. Svo djúpar rætur festi þessi skoðun meðal manna, að jafnvel þaulæfðir blaðamenn, rithöfundar og stjórnmála- menn, trúðu þessu í einlægni, en fleiri munu þeir þó hafa verið, sem litu svo á að hagsmunaástæður en ekki hugsjóna lægju til grundvallar þeim miklu andstæðu- fylkingum, sem virtust vera að myndast. En einstaka hjáróma raddir hófu sig upp úr öllu hugsjónaglamrinu og bentu á, að hingað til hefði fyrst og fremst verið bar- izt um hagsmuni í heiminum, og að ólíklegt væri, að stórveldin færu nú að skipa sér í fylkingu með eða á móti nazisma. Blædel, utanríkismálaritstjóri hins danska íhalds- blaðs Berlingske Tidende og hinn frjáls- lyndi enski stjórnmálamaður Vernon Bart- lett voru þar fremstir í flokki. Fáir tóku þá alvarlega. Það þarf þó ekki mikla skarp- skyggni til að sjá, að hinum borgaralegu lýðræðisstjómum hefir ekki verið ljúft að leita samstarfs við arftaka byltingarinnar í austri og tæplega hefir Stalin-stjómin rússneska borið mikla hlýju til Breta og Frakka, sem á byltingarárunum höfðu lagt hafnbann á Rússland og svelt það inni. En allt um það, sá gagnkvæmi og innilegi fjandskapur, sem ríkt hafði milli Frakka og Breta annars vegar og Rússa hins veg- ar hvarf sem mjöll fyrir sólu þegar Hitler hrifsaði til sín völdin í Þýzkalandi. Allir óttuðust yfirgang hins herskáa Stór- Þýzkalands. Enda þótt Hitler sneri í fyrstu sókn sinni á hendur smáríkjunum í Mið- Evrópu, mun framsýnum stjórnmálamönn- um í London og París frá öndverðu hafa verið ljóst, að hann myndi ekki láta hér staðar numið. Þess vegna reyndu Bretar og Frakkar að koma upp sterku, and- þýzku bandalagi. Hvort, sem þeim var ljúft eða leitt urðu þeir að leita vináttu Rússa og hún var í fyrstu auðsótt, því að Moskva- stjóminni var vel kunnugt um Ukrainu- draum Hitlers. Bæði í ræðu og riti höfðu Hitler og félagar hans prédikað þýzka krossferð í Austurveg og talað um, að Ukraina og Kaukasus ættu að hverfa í skaut hinnar miklu Germaniu, sem fyrir tveimur áraþúsundum hafði teygt arma sína austur að Don, þegar Austgotar réðu yfir öllu Suður-Rússlandi. Stalin og félög- um hans mun ekki hafa geðjazt vel að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.